Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 28. september 2009 23 HEFST Í KVÖLD KL. 20:55 Noel Gallagher virðist leiðast lífið eftir að hann yfirgaf Oasis fyrir skemmstu. Hann hefur nú ákveðið að ganga til liðs við hljómsveitina Kasabian á tón- leikaferðalagi um Bretland. Noel er þó ekki formlega genginn í hljómsveitina, hann ætlar ein- ungis að spila með vinum sínum á nokkrum tónleikum. „Hann er tónleikamaskína og elsk- ar að koma fram, svo hann mun stökkva á hvert tækifæri til að vera með okkur,“ segir Tom Meighan, söngvari Kasabian. Söngvarinn segir ekki úti- lokað að Kasa- bian-menn reyni að plata Noel með sér inn í stúdíó en þeir viti vel að hann ætli sér að gera sólóplötu. Því sé ekk- ert öruggt í þeim efnum. Noel til liðs við Kasabian Kvikmynd um ævintýri sexmenn- inganna Joey, Chandler, Monicu, Phoebe, Ross og Rachel verður framleidd innan tíðar. Þetta staðhæfir James Michael Tyler, sem fór með hlutverk Gunthers í Friends-þáttunum. „Myndin verður gerð. Ég er í góðu sam- bandi við fólkið og það eru allir spenntir,“ segir hann. Velgengni Sex and the City-myndarinnar mun hafa sannfært peninga- mennina í Hollywood um að Friends-myndin muni ganga. Fimm ár eru síðan síðasti þátt- ur Friends fór í loftið. Síðan hefur leikaraliðinu gengið misjafnlega að fóta sig, ekkert þeirra hefur að minnsta kosti náð að viðhalda þeim vinsældum sem þau nutu í Friends. Friends á hvíta tjaldið SÍVINSÆL Krakkarnir í Friends eiga sér fastan aðdáendahóp. NÝTT BAND Noel spilar með Kasa- bian. Leikarinn Jude Law harðneitar að hitta nýfædda dóttur sína þar til sannað hefur verið með DNA-prófi að hann sé faðir hennar. Fyrirsætan Sam Burke fæddi dótturina Sophie í Flórída í vik- unni og heldur því fram að hún sé afrakstur stutts ástarsambands með leikaranum. Jude var ekki viðstaddur fæðinguna enda vill hann ekki hitta barn- ið fyrr en staðfest hefur verið að hann sé faðir- inn. „Jude er enn mjög var- kár yfir þessu. Þar til hann veit fyrir víst að hann er faðir stúlkunnar fara öll samskipti í gegnum lög- fræðing hans,“ segir vinur leik- arans. Jude á sem kunnugt er þrjú börn frá hjónabandi sínu og Sadie Frost. Sam hefur ákveðið að selja tímariti myndir af barninu fyrir háa upphæð. Lög- fræðingar Jude leggja hins vegar ríka áherslu á að hún tali ekki við fjöl- miðla fyrr en skorið hefur verið úr um faðernið. Jude vill DNA-próf NEITAR AÐ HITTA DÓTTUR SÍNA Jude Law krefst faðernisprófs áður en hann hittir nýfædda dóttur sína. Orðið vísindaferð hefur verið notað um skipulagðar ferðir háskólanema til ýmissa fyrir- tækja og stofnana. Í þessum ferð- um er starfsemi fyrirtækisins kynnt fyrir nemendum auk þess sem boðið er upp á veitingar. Í kreppunni hefur þó eitthvað borið á að vísindaferðum háskólanema hafi fækkað og þykir mörgum það slæm þróun. Samkvæmt Hönnu Maríu Guðbjartsdóttur, formanni Aminu, nemendafélags sálfræði- nema, hefur vísindaferðum sál- fræðinema fækkað lítillega síðan kreppan skall á. „Munurinn felst aðallega í þeim fjölda nemenda sem fyrirtækin taka á móti í hverri ferð. Núna eru þetta kannski þrjá- tíu manna hópar, en áður voru þeir mun stærri. Við höfum einnig orðið vör við að bankarnir og aðrar ríkis- reknar stofnanir taka ekki lengur á móti háskólanemum.“ María Rut Baldursdóttir, for- maður Fisksins, nemendafélags guðfræðinema, segir að lítið verði um vísindaferðir hjá deildinni í vetur. „Við höfum verið að reyna að komast að hjá ýmsum fyrir- tækjum og stofnunum en ekk- ert gengið. Í fyrra fórum við í þó nokkrar vísindaferðir og árið þar á undan fórum við nánast aðra hverja helgi.“ Aðspurð segir María Rut að það yrði mikill missir ef vísindaferðirnar legðust alveg af. „Það var gott fyrir námsmenn að fá tækifæri til að kynnast starfi fyrirtækja og því væri slæmt ef þessi hefð legðist af. Ég held þó að það muni ekki hafa mikil áhrif á félagslíf guðfræðinema því við erum svo fámenn deild að við getum auðveldlega hist í heima- húsi eða farið saman í keilu.“ - sm Færri taka á móti stúdentum MIKILL MISSIR María Rut Baldursdóttir vill ekki að vísindaferðir háskólanema leggist alveg af. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.