Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 4
4 28. september 2009 MÁNUDAGUR sumarferdir.is Í dag er spáð 27°C hita á Tenerife ALÞINGI Þing verður sett á fimmtu- dag, 1. október, líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá. Þingsetning verður með hefðbundnum hætti: guðsþjónustu í Dómkirkjunni og ræðu forseta Íslands. Sama dag verður fjárlagafrum- varpinu dreift en, líkt og fram hefur komið, verður í því lagður til meiri niðurskurður í ríkis- útgjöldum en dæmi eru um áður. Forsætisráðherra flytur stefnu- ræðu sína að kveldi mánudagsins 5. október og verða umræður um hana á eftir. - bþs Alþingi kemur saman eftir hlé: Fjárlögin kynnt á fimmtudag VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 24° 17° 22° 19° 16° 19° 20° 21° 14° 18° 26° 21° 26° 33° 19° 21° 26° 18° Á MORGUN Vestan 8-12 m/s. Líkur á slydduéljum norðanlands. MIÐVIKUDAGUR Úrkoma norðanlands, vindur á bilinu 1-8 m/s. 8 5 BJARTUR DAGUR Í dag verða breytilegar áttir og verður vindur frekar hægur. Búast má við stöku skúrum norð- austan til en úrkoma minnkar þegar líður á daginn. Eins og menn hafa orðið varir við þá hefur töluvert kólnað í veðri síðustu daga og sumstaðar hefur snjóað í byggðum. Hitinn í dag verður á bilinu 1 til 8 stig, og hlýjast verður sunnanlands. 6 6 6 6 7 8 8 8 8 7 2 3 3 1 7 4 3 1 3 4 2 2 7 7 8 3 5 5 3 3 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BRETLAND Gordon Brown, forsætis- ráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkum fyrir fjármálakreppu og neyða banka til að hegða sér með ábyrgari hætti. Brown sagði í samtali við BBC að stjórnendur banka skildu ekki hvílíkan skaða þeir hefðu unnið hagkerfinu og hann ætlaði að grípa til ráða til að beina þeim á réttar brautir. „Þetta verða hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til í heimin- um,“ sagði Brown. „Við ætlum ekki að standa hjá og snúa aftur til gam- alla tíma,” bætti hann við. Forsætisráðherra Breta: Bónuslaunin verða bönnuð GORDON BROWN Bundið slitlag til Ísafjarðar Bundið slitlag er nú komið á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur en í gær var lokið við að klæða síðasta kaflann á veginum um Arnkötludal. Vegurinn styttir jafnframt leiðina til Hólmavíkur um fjörutíu kílómetra. SAMGÖNGUR Brotist inn í Réttó Brotist var inn í Réttarholtsskóla í Reykjavík í fyrrinótt og þaðan stolið flatskjá. Þjófurinn braut rúðu í skólastofu til að komast inn. Hann var horfinn á braut þegar öryggisverðir komu á vettvang. LÖGREGLUFRÉTTIR KJARAMÁL Ásókn í styrktarsjóði stéttarfélaga hefur aukist umtals- vert frá því að kreppan skall á. Hjá þeim stéttarfélögum sem haft var samband við stóð þó ekki til að skerða greiðslur úr sjóðunum, sem eru sagðir standa vel þrátt fyrir að tekjur hafi í sumum tilvikum einnig dregist saman. Stærsti útgjaldaliður sjúkra- sjóða stéttarfélaganna er dagpen- ingagreiðslur vegna veikinda. Hjá Rafiðnaðarsambandi Íslands hafa dagpeningagreiðslur aukist um 147 prósent, séu fyrstu sex mán- uðir ársins bornir saman við sama tímabil í fyrra. „Við áttum von á að þetta myndi aukast eitthvað, það gerist yfir- leitt þegar á bjátar í íslensku sam félagi,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambands Íslands. Þrátt fyrir gríðarlega útgjalda- aukningu stendur sjóðurinn vel, segir Guðmundur. Þrátt fyrir kreppu virðist heildarlaun félags- manna hafa hækkað um í kringum fimm prósent, sem hækki greiðslur í sjóði félagsins um sama hlutfall. Félagið hafi raunar aukið greiðslur úr sjóðum, sér í lagi til atvinnu- lausra félagsmanna. Dagpeningagreiðslur úr sjúkra- sjóði Eflingar hafa aukist um 13,5 prósent og öðrum styrkjum fjölg- að, segir Guðrún Kr. Óladóttir, for- stöðumaður sjúkrasjóðs Eflingar. Á sama tíma hafa tekjur sjóðsins dregist verulega saman, mögulega um í kringum fimmtung. Guðrún segir að þó gengið sé nærri sjóðnum búi hann að góðri ávöxtun á undanförnum árum. Því hafi hún ekki trú á því að skerða þurfi greiðslur til félagsmanna. Greiðslur dagpeninga úr sjúkra- sjóði VR hafa aukist um 43 prósent þegar fyrstu sex mánuðir ársins eru bornir saman við fyrstu sex mánuði ársins 2008, segir Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR. „Okkar sjóður stendur mjög vel. Tekjur félagsins hafa vissulega dregist saman, en tekjur sjúkra- sjóðsins standa undir útborgun- um, svo við þurfum ekki að snerta höfuðstólinn,“ segir Kristinn. Þó að greiðslur hafi aukist um 43 prósent er fjölgun félagsmanna sem þiggja greiðslur aðeins um sautján prósent. Kristinn segir þetta koma til af því að sjúkra- dagpeningar séu tekjutengdir. Af því megi draga þá ályktun að fleiri tekjuháir félagsmenn hafi fengið greitt úr sjóðnum í ár en í fyrra. brjann@frettabladid.is Stóraukin ásókn í sjóði stéttarfélaga Ekki stendur til að skerða greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem haft var samband við þrátt fyrir aukin útgjöld. Tekjur sjóðanna dragast saman með lækk- andi launum og auknu atvinnuleysi. Sjúkradagpeningar stærsti útgjaldaliðurinn. ÖRORKA Vitað er að ásókn í örorkubætur eykst í kreppu, og þar með ásókn í dag- peninga úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tekjur félagsins hafa vissu- lega dregist saman, en tekjur sjúkrasjóðsins standa undir útborgunum, svo við þurfum ekki að snerta höfuðstólinn. KRISTINN ÖRN JÓHANNESSON FORMAÐUR VR MANILA, AP Að minnsta kosti 83 hafa látist og 23 er saknað eftir að fellibylurinn Ketsana gekk yfir norðurhluta Filippseyja. Flóðin á svæðinu eru þau mestu í fjóra áratugi. Rigningu kyngdi látlaust niður í einn sólarhring og var hún álíka mikil þennan sóla- hring og meðaltal alls september- mánaðar. Rúmlega 330 þúsund manns þurftu að glíma við afleið- ingar fellibylsins. Þar af voru 59 þúsund manns flutt í um eitt hundrað skóla, kirkjur og önnur húsnæði. Margir íbúar misstu allar eigur sínar en voru engu að síður þakklátir fyrir að vera enn á lífi. „Við erum komin aftur á byrjunarreit,“ sagði einn íbú- anna. - fb Fellibylur á Filippseyjum: 83 látnir og margra saknað ALLT Á FLOTI Allt var á floti í Manila, höfuð borg Filippseyja, eftir að fellibylur- inn gekk yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra vill skoða vel hugmyndir um einkarekið sjúkra- hús, en óttast afleiðingar þess að opna dyr einkarekinnar heilbrigðis- þjónustu hér á landi. Fyrirtækið PrimaCare áformar að reisa spítala með 120 herbergj- um sem mun sérhæfa sig í hnjá- og mjaðmaaðgerðum fyrir erlenda ríkisborgara, eins og fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag. „Þetta er lagt upp sem fyrirtæki sem ekki á að fjármagna með skatt- fé. Það vakna hins vegar spurningar, til dæmis hvort það muni skapast þrýstingur á slíkar greiðslur þegar fram í sækir,“ segir Ögmundur. Hann segir að forvitnilegt verði að heyra hugmyndir og framtíðar- sýn forsvarsmanna PrimaCare, og á von á því að funda með þeim í næstu viku. „Það er ekki einfalt mál að taka heilbrigðisþjónustu og færa hana út á markaðstorgið. Hún er, þegar á heildina er litið, fjármögnuð með almannafé, skattgreiðslum okkar allra. Auðvitað mun ég sem heil- brigðisráðherra og gæslumaður almannahagsmuna vilja sjá alla enda í þessu máli áður en ég móta mér skoðun. En ég hef aldrei verið sérlega hugfanginn af hugmyndum um einkarekna spítala,“ segir Ögmundur. Ekki þarf samþykki heilbrigðis- ráðherra til að starfrækja einka- rekinn spítala hér á landi, en land- læknir verður að veita starfseminni starfsleyfi. - bj Ráðherra geldur varhug við hugmyndum um einkasjúkrahús fyrir útlendinga: Óttast ásókn í skattfé almennings FLÓKIÐ Ekki er einfalt mál að einkavæða heilbrigðisþjónustu segir heilbrigðis- ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Togstreita innan ríkis stjórnarinnar vegna sam- skipta við erlenda fjárfesta og beislunar og nýtingar orkuauð- linda er á góðri leið með að valda þjóðinni miklum búsifjum, að mati stjórnar Samtaka iðnaðarins. Engar haldbærar skýringar hafa komið fram á því hvers vegna viljayfirlýsing vegna álvers við Bakka hafi ekki verið fram- lengd, segir í ályktun stjórnar- innar. Þá bæti ekki úr sök þegar forsætisráðherra boði orku-, umhverfis- og auðlindaskatta. Það verði ekki til þess að hvetja til nýtingu grænnar orku. - bj Ályktun Samtaka iðnaðarins: Togstreita getur valdið búsifjum GENGIÐ 25.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,6194 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,53 125,13 199,56 200,54 182,94 183,96 24,577 24,721 21,488 21,614 18,004 18,110 1,3801 1,3881 197,05 198,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.