Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 20
 28. SEPTEMBER 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Íslendingar virðast hafa meiri tíma í kreppunni en áður til þess að dytta að húsum sínum, innanhúss sem utan. Litlar breytingar, sem ekki eru mjög kostnaðarsamar en gera mikið eins og að mála, hafa verið mjög vinsælar. „Það hefur orðið áherslubreyt- ing með tilkomu kreppunnar. Þeir stóru í geiranum hafa dregið saman en almenningur hefur hald- ið dampi og gerir breytingar sem eru ódýrar en fríska upp á heimil- in,“ segir Arnar Már Þorsteinsson, sölumaður í málningardeild Húsa- smiðjunnar í Skútuvogi. „Fólk er einnig að dytta að utanhúss. Veðrið yfir sumartímann í ár hefur verið sérstaklega gott og bjargað miklu auk þess sem maður skynjar að fólk hefur meiri tíma. Í stað þess að fara í utanlandsferðir og önnur ferðalög hefur fólk verið að gera heimilið sitt að sínum sælureit.“ Hann segir söluna á málningu sambærilega og síðustu ár. „Lita- val fólk hefur hins vegar aðeins verið að breytast. Áður keypti fólk nánast ekkert nema hvíta máln- ingu, nánast sjúkrahúshvíta, en nú er fólk farið að taka aðeins hlýlegri liti og sterkari. Það málar ef til vill aðeins einn vegg í þeim litum en hvítu litirnir eru líka orðnir fjöl- breyttari. Fólk er líka farið að gera hlutina meira upp á eigin spýtur og það málar jafnt flísar sem eldhús- innréttingar í stað þess að brjóta niður og henda eins og áður var al- gengt. Það reynir sem sagt að nýta hlutina betur en áður.“ Valdimar Gunnar Sigurðsson, málarameistari og söluráðgjafi Flugger, tekur undir orð Arnars varðandi áherslubreytingar frá nýbyggingum til viðhaldsverk- efna á eldri byggingum. „Margir hafa notað sumarfríið sitt til þessa að fegra og verja fasteignir sínar utanhúss í sumar. Fúavarnarefnin á skjólveggi og sólpalla standa þá upp úr en mikil þróun hefur átt sér stað síðastliðin ár í notkun nátt- úruvænni efna og einnig eru í boði fleiri litir en áður hefur þekkst. Nú þegar hausta tekur og yfir vetrar- mánuðina er mest málað innan- dyra og við hjá Flugger erum búnir að setja fram innanhúsmálninguna og veggfóðrið.“ Kristján Aðalsteinsson, mál- arameistari, eigandi Litagleði og félagi í Málarameistarafélaginu, segir meira um svokölluð smá- verk, viðhald og endurbætur á húseignum en mun minna um ný- byggingar. „Ætli það sé ekki 50 til 70 prósenta samdráttur í stærri verkefnum. Það góða fyrir hinn al- menna neytenda er að nú er meira af faglærðum mönnum í faginu en áður, þar sem aðstoðarmenn voru oft ófaglærðir. Fólk er að kaupa vinnu af fagmönnum og þá fylgir ábyrgð með verkinu.“ Kristján segir að málarameistarar máli allt sem þurfi að mála hvort sem það séu flísar og eldhúsinnréttingar, hurðir eða gluggar. - uhj Heimilið gert að sælureit Valdimar, söluráðgjafi Flügger, segir að efnin séu nú náttúruvænni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Arnar Már í Húsasmiðjunni segir almenning gera ódýrar breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristján, málarameistari í Litagleði, segir fleiri faglærða núna við störf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● ENDURNÝTING RIGNINGARVATNS Íslendingar búa við alls- nægtir vatns en vatnsskortur og þörfin til að spara vatn er til víða um heim. Þannig fékk hollenski hönnuðurinn Bas van der Veer upp á snið- ugri leið til að safna rigningarvatni úr rennum. Hann útbjó ílát sem hægt er að festa við rennu. Á ílátinu er einnig gat fyrir garðkönnu þannig að hægt er að safna vatni beint í hana. Þá má tengja garð- slöngu við ílátið og vökva garðinn með uppsöfnuðu rigning- arvatni. Þetta er bæði snið- ug lausn og falleg. www.basvander- veer.nl. Flekki sem fá að þorna inn í við getur verið erfitt að losna við og þarf oft að beita sérstökum aðferðum til að fjarlægja þá án þess að skemma viðinn. Erfiðustu blettirnir eru fjarlægðir með eftirfar- andi hætti: - Til að losna við bjór- , vín-, kaffi-, ávaxta-, berja-, mjólkur- og blóðbletti er best að nota mildan hreingerningar- vökva eins og grænsápu í vatni. - Til að losna við tjöru, skósvertu, súkku- laði, fitu og olíu þarf hins vegar að nota míneralska terpentínu. Það ber þó að gera með varúð. - Á blek og varalit er best að nota rauðspritt en á lím og annað því um líkt aseton. Best er að leggja klút vættan í efninu á blett- inn og hvolfa glasi yfir. Það er svo látið standa í nokkrar mínútur og límið síðan skafið burt. - ve Flekkir fjarlægðir Best er að fjarlægja flekki sem fyrst. Ef þeir ná að þorna inn í viðinn þarf að beita ákveðnum brögðum. NORDICPHOTOS/GETTY Sérfræðingar spá bláum tónum vinsældum á næstunni á meðan hvítur er á undan- haldi. NORDICPHOTOS/GETTY GÓÐ VINN UAÐ STAÐ A SK IPTIR MÁL I ÞVO TTAH ÚS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.