Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 38
22 28. september 2009 MÁNUDAGUR
> EKKI EDRÚ
Leikkonan Drew Barrymore
segist ekki vera edrú, heldur
hafi hún lært að lifa í sátt við
sjálfa sig. „Ég er ekki edrú og
þykist ekki vera edrú. En ég
hef reynt að finna eitthvert
jafnvægi, ég vona að ég hafi
fundið það jafnvægi.“
Einar Már Guðmundsson,
rithöfundur með meiru,
frumsýndi í Kringlubíói
heimildarmyndina sína
Sigur í tapleik á fimmtu-
dagskvöldið. Rithöfundur-
inn var ánægður í leikslok.
„Þetta var bara alveg stórkost-
leg stund, myndinni var mjög vel
tekið,“ segir Einar Már í samtali
við Fréttablaðið. „Það er náttúrlega
búið að liggja yfir þessari mynd í
rúmt ár. Ég tók sem sagt upp við-
töl við nokkra úr knattspyrnufélagi
SÁÁ og lét skrifa þau niður, þetta
voru einhverjir tugir blaðsíðna. Ég
stytti þau síðan eins og ég væri að
vinna með texta og svo enn frekar
með klipparanum mínum þannig
að eftir standa bara gullkorn,“ og
augljóst að mikil vinna býr þarna
að baki.
Einar útskýrir að tveir menn
með ólíka sögu séu í aðalhlutverki
myndarinnar. Annar eigi sjötíu
meðferðir að baki en hinn er ungur
og er að feta á sig á réttri braut. „Ég
vildi reyna að ná fram hvernig þeir
líta á vonina og hjálpina í þessu öllu
saman. Yfir þessum viðtölum eru
síðan myndskeið úr þeirra lífi.“
Mikið var klappað þegar myndin
var búin en rit höfundurinn segist
ekkert síður vera þakklátur fyrir
að hafa fengið að gera þessa mynd.
Þá bætir Einar við að fáir úr stjórn-
málalífinu og listaelítunni hafi
látið sjá sig. „Nei, þeir mæta ekk-
ert nema það séu léttar og áfeng-
ar veigar í boði fyrir og eftir sýn-
ingu. Fólk gat bara keypt sér popp
og kók.“ - fgg
MIKIÐ ÞAKKLÆTI Í LEIKSLOK
RAKARINN OG LJÓÐAUNNANDINN Torfi
Geirmundsson og Valdimar Tómasson
voru meðal gesta í Kringlubíói.
Í GÓÐUM GÍR Þau Guðrún Eva Mínervu-
dóttir og Marteinn Þórsson fengu sér
popp og kók fyrir sýningu. Enda ekkert
annað í boði.
EINAR OG VIGDÍS Einar Már og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Ingvari Þórðarsyni, einum af framleiðendum myndarinnar. Lengst til
vinstri er Bjarni Grímsson ljósmyndari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ALLTAF KÁTIR Hemmi Gunn og Halldór
„Henson“ Einarsson voru auðvitað í
miklu stuði.
Sólóplatan I Am a Tree Now er
frumraun Þóru Bjarkar Þórðar-
dóttur. Lögin á plötunni má flokka
sem alternatíft popp-rokk þar sem
djass, þjóðlagafílingur, kántrí og
blágresi svífa yfir vötnum.
„Ég byrjaði níu ára að læra á
gítar og var að semja smá rokk sem
unglingur,“ segir Þóra. „Ég hafði
samt ekki nógu mikla trú á því og
fór ekki að semja lög aftur fyrr en
árið 2004 þegar ég var búin að vera
í námi í FÍH í þrjú ár.“
Þóra útskrifaðist 2007 og var
í hljómsveitinni Þel sem spilaði
þjóðlagamúsik í anda Fairport
Convention. Þel lagði upp laupana
í miðri demógerð. „Ég er búin að
vera að spila á pöbbum með nýju
bandi, bæði mína tónlist og kóver-
lög og svo er ég að safna fyrir því
að halda útgáfutónleika af því ég
vil geta borgað fólkinu sem spilar
með mér.“
Þóra segir það aldrei hafa freist-
að sín mikið að fara í Idol-keppnina.
„Það var þrýst á mig á tímabili og
ég neita því ekki að það var aðeins
freistandi að kynna sig, en samt var
maður hræddur við Idol-stimpilinn.
Ég beit það snemma í mig að gera
tónlistina á mínum eigin forsend-
um og það endaði með því að ég gaf
plötuna meira að segja út sjálf.“
Þóra kallar útgáfuna Happy Rec-
ords og segir að platan verði kynnt
í auglýsingaherferð hjá Ariel Hyatt
á netinu. Ariel er frá New York og
var með „meik-námskeið“ á Íslandi
sem Þóra sótti.
Tónlist Þóru er angurvær, trega-
full og vongóð. Lag hennar „Sólar-
ylur“ varð í öðru sæti í baráttu-
og bjartsýnislagakeppni Rásar 2 í
sumar. „Það er pínu epík í þessu,
mörg lögin eru lengri en gengur
og gerist,“ segir hún. Þóra er með
hörku spilara með sér, meðal ann-
ars Kjartan Valdemarsson og Birgi
Bragason. Hildur Ársælsdóttir og
Sólrún Sumarliðadóttir úr Amiinu
leika einnig á fiðlu, sög og selló.
Og textarnir? „Þetta er trjá-plata
um mannlega náttúru,“ segir Þóra
hlæjandi og vísar til titilsins, Núna
er ég tré. - drg
Þóra Björk í tónlist
á eigin forsendum
ANGURVÆR OG VONGÓÐ Þóra Björk segist vera tré. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Philipppe Clause er franskur að upp-
runa en hefur verið búsettur á Íslandi
síðastliðin þrjú ár. Fyrir ári síðan lærði
hann að hekla hjá vinkonu sinni og
hefur síðan þá verið óþreytandi við að
skapa hina ýmsu hluti. „Tölvan mín bil-
aði í fyrra og ég var að hætta að reykja
á sama tíma þannig að ég varð að finna
mér eitthvað til dundurs. Vinkona mín
hefur verið dugleg að hekla og hún
kenndi mér nokkur spor og mér fannst
þetta svo skemmtilegt og auðvelt að ég
hef eiginlega ekki lagt heklunálina frá
mér síðan þá,“ útskýrir Philippe.
Hann hefur meðal annars verið að
hekla búninga fyrir stuttmynd, skúlpt-
úra fyrir sýningu listamannsins Josefs
Marzolla í New York borg og skemmti-
leg sjöl.
Philippe segist ánægður með lífið á
Íslandi og hyggst dvelja hér eitthvað
áfram. „Mér fannst ég fastur í sama
farinu heima í Frakklandi. Ég átti vin-
konu sem hafði dvalið á Íslandi í hálft
ár og hún var svo fersk og full af lífi
þegar hún kom til baka og ég hugsaði
með mér að þetta væri einmitt það sem
ég þurfti. Stuttu seinna var ég sjálfur á
leið til Íslands og ég er hér enn,“ segir
Philippe að lokum. - sm
Lærði að hekla í nikótínleysi
HEKLANDI FRANSMAÐUR
Philippe Clause lærði að hekla hjá vinkonu
sinni fyrir tæpu ári og hefur varla lagt frá sér
heklunálina síðan.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Bjóðum upp á gistingu á besta stað í Bangkok,
Hua Hin og Phuket. Nóttin frá 5.000 kr. á mann
í tvíbýli á 4 stjörnu hóteli. Fjölmargir aðrir
gistimöguleikar í boði.
Ferð.is býður upp á ferðir til Tælands,
alla daga, allt árið, á frábæru verði.
Sjá nánar á www.ferd.is ferd@ferd.is | 570 4455
149.990 kr.
flug á mann, fram og til baka með flugvall
arsköttum
Verð frá
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
4
73
87
0
9/
09
folk@frettabladid.is