Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 28. september 2009 21
Vaktardrama Ragnars Bragason-
ar og félaga virðist ætla að verða
merkilegur fjórleikur: að baki
eru Næturvakt og Dagvakt, sem
mér þótti reyndar miklu síðri, í
gærkvöld hófst Fangavaktin og
í klippingu er fjórði parturinn:
Bjarnfreðarson. Og vel má ætla
að áhorf á hana verði mikið, þótt
heljarmikil áróðursherferð hafi
staðið yfir í langan tíma og tekin
fyrir bragðið að vera nokkuð
þreytandi.
Einn megingallinn við Dag-
vaktina þótti mér að persónur
voru teknar að ráfa, einkum hinn
vansæli læknissonur. Í fyrstu
episódunni af Fangavaktinni
rimpa handritshöfundar heldur
trosnuðum þræðinum saman í
snörum handtökum, persónur
allar eru dregnar fínum, snögg-
um dráttum og nýjar kallaðar til
og kynntar. Hinn stamandi og
hikandi vörður Gunnars Hans-
sonar og dásamlegur Björn Thors
í eilítið seinum innbrotsþjófi,
Harpa Arnars sem sálfræðingur,
Sigurður Hrannar
sem efnilegur
spíttstrákur,
Lilja Guðrún
sem gæfuleg for-
stöðukona.
Svo fóru þarna
gömlu kunn-
ingjarnir: Jör-
undur, Jón Gnarr
og Pétur í sínum
fornu hömum:
heldur hafði hinn
púritanski Georg
lítið þokast í
opinberri
auðmýkingu
réttarhalda
milli þáttar-
aða, Daníel
var orðinn
streit en
lenti undir
lok þáttarins í
klemmu sem mun
væntanlega draga
dilk á eftir sér, og greyið Ólafur
Ragnar kostulega ólánssamur
enda orðinn einhvers konar
þjóðar tákn yfir aulana sem við
erum. Í illa fengnum lánsfötum
að selja eitthvað sem við ekki
eigum, búin að spenna sölulaun-
unum fyrir fram. Engin inneign á
símanum. Kallinn í smávanda.
Vaktardramað var gríðarlegur
happafengur fyrir Stöð 2 þótt
heldur hafi menn þar verið tví-
stígandi þegar fyrsti þátturinn
fór í loftið en skildu er á leið að
þeir voru með gull í lúkunum en
ekki skít. Þar hafa menn svo sem
nóg af honum í öðrum hillum og
falbjóða sem bærilega dagskrá.
Ég byði ekki upp í dans.
Eitt: í þessum fyrsta þætti fann
maður betra andrúm í tökunni,
byggingin varð einhvern veginn
hreinni og eins og persónur
fengju meira rúm innan veggja
fangelsisins. Það verður verulega
gaman að sjá þessa þriðju röð
vaxa ef marka má upphafið.
Páll Baldvin Baldvinsson
Á næstu
vakt
SJÓNVARP
Fangavaktin
eftir ýmsa.
Leikstjóri: Ragnar Bragason
Kvikmyndataka: Bergsteinn Björg-
úlfsson
★★★★
Spennandi stöff – lofar góðu
„Hluti af verkefnum Dansflokksins er
fræðsla almennings um listformið og
við höfum reynt að sinna því meðal
annars með því að halda ýmis nám-
skeið. Við höfum verið að halda sér-
stök þriggja daga löng námskeið fyrir
unglingsdrengi frá árinu 2005 og mark-
mið námskeiðanna er að gefa drengjun-
um tækifæri til að kynnast listdansi,“
segir Jóhanna Pálsdóttir, markaðsstjóri
Íslenska dansflokksins.
Peter Anderson er einn þeirra dans-
ara sem kenna nútímadans í grunnskól-
um landsins. Hann segir að í lok hvers
námskeiðs sé sett upp sýning þar sem
strákarnir verða stjörnur í einn dag.
„Fyrst finnst strákunum þetta fyndið
og pínlegt en í lok námskeiðsins finnst
þeim ekkert mál að standa á sviði og
dansa fyrir framan jafnaldra sína. Þeir
slá alveg í gegn þarna á sviðinu og eru
klappaðir upp aftur og aftur. Það er
frábært að sjá strákana yfirstíga ótt-
ann við að koma fram og uppgötva að
þeir geti dansað og hreyft sig. Það eflir
sjálfstraust þeirra og þeir skilja að þeir
þurfa ekki að láta úrelt samfélagsgildi
hefta sig,“ útskýrir Peter. Hann segir
námskeiðin vel sótt og minnist þess
þegar hátt í sjötíu drengir skráðu sig á
námskeiðið þegar það var haldið á Sel-
fossi.
Peter segir að í gegnum dansinn geti
unglingar tjáð sig á jákvæðan hátt auk
þess sem dans geti stuðlað að því að
þeir vinni með hugmyndir á uppbyggi-
legan hátt. „Dans stuðlar að hópvinnu
og kennir fólki að þróa og byggja á hug-
myndum hvers annars. Mér finnst sem
fólk sé of gjarnt á að gagnrýna hug-
myndir strax og drepa þær þannig í
fæðingu,“ segir Peter að lokum. - sm
Nota dans sem tjáningarform
FRÆÐA ALMENNING UM LISTDANS Peter Anderson dansari og Jóhanna Páls-
dóttir telja að unglingar geti lært að nota dans sem tjáningarform.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N