Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 16
16 28. september 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1930 Elliheimilið Grund í Reykjavík vígt. 1958 Samtals 79,2 prósent kjósenda í Frakklandi samþykkja nýja stjórnar- skrá í þjóðaratkvæða- greiðslu sem markar upp- haf fimmta lýðveldisins í sögu Frakklands. 1968 Við Menntaskólann við Hamrahlíð er sett upp höggmyndin Öldugjálfur eftir Ásmund Sveinsson. 1969 Brot úr Murchison-loft- steininum falla til jarðar í Ástralíu. 1988 Önnur ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar tekur við völdum. 1991 Stofnað er landssamband björgunarsveita og hlýtur nafnið Landsbjörg. Þennan dag árið 1943 gáfu Haraldur Böðvars- son, útgerðarmaður á Akranesi, og kona hans, Ingunn Sveins- dóttir, Skagamönnum Bíóhöllina á Akranesi. Vildu þau hjónin Haraldur og Ingunn að öllum ágóða sem hugsan lega hlytist af rekstri hússins yrði varið til menningar- mála á Akranesi. Bíóhöllin rúmar um 300 manns í sæti og er hljómburður í henni mikill og góður. Þótt Bíóhöllin á Akranesi sé eitt elsta kvikmynda- hús landsins, en hafist var handa við byggingu þess árið 1942, er það enn í notkun og þykir sómi af. Kvikmyndasýning- ar eru í húsinu einu sinni til tvisvar í viku. Auk þess hefur Bíó- höllin undanfarin misseri verið nýtt til ýmissa samkoma á Akranesi svo sem tón- leikahalds, leiksýn- inga, fundahalda og ýmissa annarra við- burða. Húsið er enn í eigu Akraneskaupstaðar. Afkomandi þeirra hjóna, Ís- ólfur Haraldsson sem sjá má á myndinni, hefur séð um reksturinn. ÞETTA GERÐIST: 28. SEPTEMBER ÁRIÐ 1942 Bíóhöllin gefin Skagamönnum ÞORSTEINN ERLINGSSON LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1914. „Ég trúi því sannleiki að sigur þinn að síðustu veg- inn jafni.“ Þorsteinn Erlingsson (1858- 1914) ólst upp í Hlíðar- endakoti í Fljótshlíð. Þor- steinn fékkst mikið við blaðamennsku, þýðingar og kveðskap. Ádeila á kirkju og ríkjandi hefðir í þjóðfélag- inu er ríkur þáttur í skáldskap hans. Auk þess var hann mikill náttúruunnandi og dýravinur og kemur hvort tveggja vel fram í kvæðum hans. Radisson SAS Hótel Saga og Park Inn Island standa fyrir árlegu samfélags- átaki nú í september og að þessu sinni er það til styrktar Umhyggju, styrktar- félagi langveikra barna. Bjarni Gunnar Kristinsson, yfir- matreiðslumaður á Grillinu og sjón- varpskokkur í Eldum íslenskt, mun leggja átakinu lið með því að bjóða upp á matreiðslunámskeið á Grillinu mánudagskvöldið 5. október klukkan 17. Þátttökugjald er 5.000 krónur og rennur óskipt til umhyggju. Septembermánuður ár hvert er til- einkaður ábyrgum viðskiptaháttum og samfélagsátaki hjá keðjunni Rezidor Hótel sem er móðurfélag hótelanna Radisson SAS og Park Inn. Sjötta árið í röð taka hótelkeðjurnar um allan heim höndum saman og láta gott af sér leiða með því að virkja starfsmenn, gesti og almenning til góðra verka. Liður í því er að safna fé til styrktar World Childhood Foundation sem og að styrkja innlendan málstað. Eldað til styrktar Umhyggju SAMFÉLAGSÁTAK Sjötta árið í röð taka hótel undir Rezidor Hótel-keðjunni höndum saman og láta gott af sér leiða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Séu í raun til einhver lög um réttlæti á borð við karmalögmálið þá fór heldur lítið fyrir þeim daginn sem Ágústu Ernu Hilmarsdóttur, 35 ára hjúkrunarfræð- ingi, var tjáð að hún væri með brjósta- krabbamein. Árum saman hafði hún unnið að bætt- um stuðningi við krabbameinssjúka. Starf hennar hófst í raun árið 1994 þegar systir hennar Hildur Björk Hilm- arsdóttir veiktist af bráðahvítblæði, þá 23 ára. Við tók átta mánaða lyfjameð- ferð. Meðan á henni stóð reyndi Hildur að setja sig í samband við samtök ungs fólks með krabbamein. Leitin að þeim bar ekki árangur, þau voru einfaldlega ekki til á þessum tíma. Þegar lyfjameð- ferðinni lauk virtist bati hafa fengist. En þegar 27 ára afmælisdagurinn var í nánd greindist Hildur aftur með krabba- mein. Ljóst var að hún þyrfti að fara í beinmergskipti til Svíþjóðar til að fá bót meina sinna. Ágústa var eini mögulegi merggjafinn og við tóku erfiðir tímar hjá þeim systrum. „Við göntuðumst oft með það á þess- um tíma að við værum alveg mergjað- ar systur,“ segir Ágústa. En þær voru ekki bara mergjaðar systurnar heldur bjó í þeim mikill kraftur og hann vildu þær nýta til að styðja annað ungt fólk sem glímdi við krabbamein og aðstand- endur þeirra. Í byrjun október árið 1999 tók stuðningsfélagið Kraftur til starfa og voru systurnar meðal stofnenda. Frá þeim tíma hefur félagið stutt við bak ungra krabbameinssjúklinga. Félagsmenn Krafts fagna tíu ára af- mæli félagsins 3. október. „Við erum ekki grátkór, heldur ungt fólk sem styð- ur hvert annað, með bjartsýni og von að leiðarljósi.“ Setningin á undan kemur fram í kynningartexta félagsins og það viðhorf kemur sterklega fram þegar Ágústa ræðir reynslu sína. Hún var for- maður aðstandendanefndar í nær átta ár, hafði á sér stuðningssíma samtakanna á sér í álíka langan tíma en í þann síma getur fólk hringt hvenær sem er í leit að aðstoð. Auk þess var hún hjúkrunarfræð- ingur á blóðlækningadeild Land spítalans en síðar stofnaði hún fyrirtæki sitt Hrif en það býður upp á alhliða heilsueflingu innan fyrirtækja. Það var því ekki að undra að fólk teldi óvenju grimmilegt óréttlæti að hún fengi brjóstakrabba aðeins 35 ára. „Sumir sögðu að þetta væri kaldhæðni. Ég veit ekkert um það. Ég held að ég hafi alltaf gert mér grein fyrir að þetta gæti hent mig eins og aðra,“ segir Ágústa en lík- urnar áttu þó að vera takmarkaðar þar sem brjóstakrabbi þekkist ekki í fjöl- skyldu hennar og þar fyrir utan var hún um það bil þrjátíu árum undir meðal- aldri þeirra sem greinast með meinið. Ágústa hefur verið frá vinnu í um eitt og hálft ár en meðferðin lagðist mjög þungt á hana. Segir hún að það hafi ekki verið sjúkdómurinn sjálfur sem henni hafi þótt erfiðast að takast á við, hún hafi verið þess fullviss um að lifa af og hræð- ist auk þess ekki dauðann. „Heldur hafi mér þótt skelfilegast að fara frá vinn- unni sem ég hafði lagt svo mikið á mig við að byggja upp,“ segir Ágústa. Svo vel vildi hins vegar til að Hildur systir henn- ar er menntaður íþróttakennari og þar að auki í MBA-námi á þessum tíma og nýttist það vel við stjórnun fyrirtækis- ins. „Ég hef verið að byggja mig upp að undanförnu með gönguferðum auk þess sem ég stundaði veiði í sumar,“ segir Ág- ústa bjartsýn á framtíðina. „Það verður nú ekki annað sagt en það sé kraftur í okkur.“ karen@frettabladid.is ÁGÚSTA OG HILDUR HILMARSDÆTUR: STOFNUÐU KRAFT FYRIR ÁRATUG Systurnar lifðu af krabbamein BÁÐAR FENGU KRABBAMEIN Hildur veiktist tvívegis af bráðahvítblæði. Systurnar stofn- uðu þá félagið KRAFT til aðs styðja við ungt fólk með krabbamein. Í fyrra veiktist svo Ágústa af brjóstakrabbameini. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N AFMÆLI HILARY DUFF leikkona er 22 ára í dag. MIKA HÄKKINEN Formúlu 1 kappi er 41 árs í dag. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, Magnús Þórarinn Sigurjónsson Lindargötu 61, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. september kl. 15.00. Ólafur Magnússon Jóna Guðjónsdóttir Jónína Magnúsdóttir Gylfi Þór Magnússon Anna Sigurlaug Magnúsdóttir Frímann Ingi Helgason Sigurjón Magnússon Helga Tryggvadóttir og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og bróðir, K. Árni Kjartansson Lindarhvammi 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 29. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélagið Karítas, Ægisgötu 26, njóta þess. Guðrún Júlíana Ágústsdóttir Ágúst M. Árnason Linda Garðarsdóttir Sigurbjörg Unnur Árnadóttir Lára E. Mathiesen Kjartan Ingimarsson Steinunn Jónsdóttir og systkini hins látna. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlý- hug í langvarandi veikindum og við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, Maryjar Alberty Sigurjónsdóttur hjúkrunarkonu, Faxatúni 32, Garðabæ. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á ýmsum deildum Landspítala, St. Jósefspítala Hafnarfirði, starfsfólki dagvistar og hjúkrunarfólki í Holtsbúð, Heimahjúkrun Garðabæjar og Sjúkraþjálfun Garðabæjar. Þið hafið öll gefið okkur styrk í sorginni. Guð blessi ykkur öll. Jón Fr. Sigvaldason Ragnheiður Edda Jónsdóttir Guðmundur Þór Kristjánsson Líney Rut Guðmundsdóttir Jón Grétar Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.