Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.09.2009, Blaðsíða 21
fasteignir 28. SEPTEMBER 2009 Fasteignastofan Miklaborg er með á skrá einbýlishús við Leiðhamra 46 í Reykjavík. H úsið er samtals 268,7 fer-metrar að stærð, þar af eru 39,6 fermetrar bílskúr. Gengið er inn í flísalagða for- stofu. Til vinstri frá forstofu er flísalögð gestasnyrting með blönd- unartækjum og upphengdu salerni. Til hliðar við gestasalerni er geng- ið í eldhús, með sérhönnuðum og sérsmíðuðum innréttingum úr grá- bæsaðri hnotu. Frá eldhúsi er tvö- föld hurð út á verönd. Borðstofa er í miðju hússins og í framhaldi af henni er gengið niður þrep í bjarta stofu með útsýni til Viðeyjar, Snæ- fellsjökuls og Esjunnar. Á aðalhæð eru að auki þrjú rúm- góð svefnherbergi með góðu ská- paplássi; hnotuparkett er á gólf- um. Einnig stórt baðherbergi með sturtuklefa, tveimur vöskum og innréttingu úr grábæsaðri hnotu, handklæðaofni og upphengdu sal- erni. Stórt þvottahús er við hlið baðherbergis, á langhlið þess er fjórfaldur skápur og útgengt bæði til bílskúrs og innkeyrslu. Bílskúr- inn er bjartur með gluggum til norðurs. Á neðri hæð eru tvö stór svefn- herbergi með gluggum til norðurs og snyrting. Húsið var tekið í gegn árið 2007. Gólfhiti er í öllum gólfum efri hæðar, Instabus-rafkerfi og ný loft með halógenlýsingu. Að vestan- verðu við húsið voru settir nýir pallar og skjólveggir úr harðviði. Lagt hefur verið fyrir heitum potti á palli. Pallar við húsið eru um 120 fermetrar. Lóðin þykir stór, eða 1.070 fer- metrar. Hafa núverandi eigendur hafa leyft henni að falla að því um- hverfi sem umlykur húsið og er hún því viðhaldslétt. Uppgert og með fögru útsýni Mikið og fagurt útsýni er við Leiðhamra í Grafarvogi. Húsið stendur í jaðri Hamra- hverfisins með útsýni til vesturs og norðurs. EIGNIR VIKUNAR Heiðarhjalli – glæsileg sérhæð. Nýkomin 132 fm neðri sérh. + 30 fm bílskúr. Glæsil. Innréttingar, gegnheilt parket rauðeik, þvottahús í íb., 3 svefnherb. (á teikningu 4), glæsilegur afgirtur sólpallur með heitum potti og fallegu útsýni. Frábær staðsetning í suðurhlíðum Kópavogs. Áhvílandi: 33 millj. 40 ára lán með gr.byrði 170 þ.pr.mán. Gott verð: 37,9 millj. Uppl. Ingólfur Gissurarson 896-5222. Ingólfur Gissurason lgf. Valhöll fasteignasala • Síðumúla 27 • Sími:588-4477. Fellsmúli – 3ja. Mjög gott verð. Rúmgóð 94 fm íb. Á 1.hæð í steníklæddu fjölb. Nýl. Eldhús, góðar suðvestur svalir. Laus fl jótl. Verð 17,8 millj. Uppl. Ingólfur Gissurarson 896-5222. Bólstaðarhlíð 45. Fyrir eldri borgara. Falleg 2ja herb. Íbúð á 3.hæð í lyftuhúsi. Stórar yfi rb. Svalir. Mikil sameign, mötuneyti, setustofur og afþreying. Laus. Verð aðeins 14,9 millj. Uppl. Bárður Tryggvason. 896-5221. Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.