Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1936, Síða 3

Fálkinn - 15.02.1936, Síða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið keniur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuði; kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr.. Allar áskriftanir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. Herbertsprent prentaði. Skraddaraþankar. Það er af sjerstökum ástæðum, sem gistihúsaleysið í Beykjavík er ekki orðið mjög tilfinnanlegt að sumarlagi, og þær ástæður eru þær, að eimskipafjelögunum sem sigla hingað líðst, að hafa hjer gistingu og fæðissölu farþega, meðan skipið stendur við, þvert ofan í það sem nnnarsstaðar tíðkast. Væri þessi „bryggjugistihús“ ekki, mundu ef- laust oft verða vandræði með gist- ingu, og þess vegna er ekki hægt að segja neitt við þessu, þó að það dragi bersýnilega peninga út úr iandinu. Og úti í sveitunum er ástandið vitanlega margfalt verra. Það er liægt að telja þá staði á fingrum sjer i sveitum landsins, þar sem hægt er að hýsa tíu gesti og sumir þessara staða eru þannig, að þejr þurfa bráðra umbóta við. Sumar þessar umhætur kosta lítið fje held- ur einkum góð ráð og ofurlitla framkvæmdasemi. Það er t. d. hægt að lengja stuttu yfirsængurnar kostn- aðarlítið, og minka í þeim fiðrið, sem víða er alt of mikið. Það kost- ar ekki nema ieiðbeiningarnar. En lil þess að hægt sje að fara lióp- ferðir þannig, að vera þurfi burtu nætursakir i nokkra daga og til þess að geta vísað á hentuga dvai- arstaði, þegar frá eru teknir fáeinir, jjarf beinlínis að koma upp sæmi- legum gistihúsum nýjum. Þetta verð- ur ekki alt gei't í einu, en smátt og smátt má opna leiðirnar þannig að þær verði færar ferðamannahópun;. Hópferðirnar eru ávolt ódýrari en aðrar og eru ])ví vinsælar, því nú á tírnum eru það ekki síður efna- litlir menn en auðkýfingar sem ferðast. Og svo eru fjöllin. Það má ganga að því vísu, að óbygðir íslands verði bráðlega orðnar eftirsóttari en sveit- irnar, af ferðamönnum. Og besta leiðin til að greiða fyrir óbygðaferð- um eru ferjur á vötn, og sæluhús, svo að gangandi fólki verði kleift að komast til fjalla. Það þarf að gera fast kerfi um byggingu sælu- húsa og opna á þann hátt ákveðnar leiðir, sem fjölgar jafnóðum og á- stæður leyfa. Og svo er leiðin til íslands. Sú gata verður ekki gerð greiðari með öðru betur en þvi, að íslendingar eignist stórt og gott farþegaskip, sem sje hraðskreitt og fari milli Reykja- víkur og nálægustu enskra hafna á mun skemri tíma en þau skip, sem nú eru i förum. Því að vafalaust er það, að hræðslan við 4—5 daga sjóferð aftrar árlega hundruðurn manna frá þvi að koma til íslands. Séra Kristinn Danielsson vrrður Júlíus Schopka, konsúll, verður 75 úra fH. /i. m. /,() dra 15. þ. m. Þórður Magnússon bókbindari verður 55 ára 17. þ. m. Járngerður Jóhannsdótíir, Norð- urbraut í), Hafnarfirði, verður 70 ára 17. febrúar. SJALDGÆFUIt STEINN. Þessi steinn fanst nýlega í „Dyre- liaven“ í Klampenborg, náiægt Kaup- mannahöfn. Rúnaristurnar sem á lionum fundust, ög voru gerðar greini iegri með því að mála með krít of- an í þær, eru taldar 2500 ára gaml- ar. Steinninn hefir verið settur á nafnkunnan stað á Dyreliavsbakken og þykist nú enginn liafa komið í „Dyrehaven“ nema liann hafi sjeð steininn. Enda er hann svo inerki- legur, að óskiljanlegt er, að liana skuli ekki þegar liafa verið fluttur á þjóðmenjasafnið i Kaupmannahöfn. En máske má hugsa sem svo, að úr þvi að liann hefir staðist undanfarin ár jafn vel og raun er á orðin, muni liann ekki láta sig muna um það, hvorl hann verði friðhelgaður þús- und árunum fyr eða siðar. — Jeg liefi heyrt að þú hafir keypl þjer útvarpstæki? — Já, eftir að hún tengdamóðir mín flutti, fanst mjer eitthvað svo leiðinlega hljótt. Lúðrablásarinn: — Mjer finst eitl- hvað svo skrítin lykt af horninu mínu í dag, og eitthvað óbragð að munnstykkinu. Frúin: — Já, jeg gleymdi alveg að segja þjer það, góði, að þegar jeg var að láta á lampana í morgun fann jeg hvergi trektina, svo að jeg varð að nota hornið þitt í staðinn. Anthony Eden. Fáum stjórnmálamönnum hel'ir verið veitt jafnmikil eftirtekt síð- ustu árin og Anthony Eden. Hann var ókunnur maður þegar enska stjórnin fór að senda hann til við- tals við ýmsa þjóðhöfðiiigjá Nörður- álfunnar fyrir tæpum tveimur ár- um, en brátt bar orðið meira á honum en sjálfum utanríkisráðherr- anum, sir John Simon. Og lionum þótti verða svo vel ágengt í þess- um ferðalögum, til Hitlers, Musso- lini og annara stórlaxa, að Bretar stofnuðu lianda honum nýtt embætti: gerðu hann að þjóðbandalagsróð- herra. Og þegar sir Samuel Hoare fjell á makki sínu við Laval, varð Eden utanríkisráðherra, 22. des. s. 1. — aðeins 38 ára. Eden er af tignum ættum. Þegar stríðið hófst var hann við nám í Eton en fór undir eins í herinn, 17 ára og þegar ófriðnum lauk var hann yngsti kapteinn í enska hern- um. Hann var kominn á þing 1920 og varð þá þingritari Austen Cham- berlain og dáði hann mjög. Þegar þjóðstjórnin var skipuð 1931 varð liann innsiglisvörður hennar. Það er lalið að sir John Simon hafi spill því, að hann fengi tignara embætti, en kaldhæðni örlaganna rjeði þvi, að Eden var falin meðferð ýinsra utanríkismála einmitt eftir að sir John var orðinn utanríkisráðherra. Og þegar hann fjell varð Eden þjóð- bandalagsráðherra en sir Samuel Hoare utanríkisráðherra. Eden er mjög listelskur maður, enda líkari i útliti listamanni en stjórnniálamanni. Hár og grannur, dökkhæhður og svipmikiil, glæsimenni bið rnesta i framgöngu og tollir svo vel í tiskunni livað klæðaburð snert- ir, að Frakkar segja að hann sje jafnoki prinsins af Wales (núv. Engla- konungs) livað það snertir. Viðmót hans og persónulegur þokki er tal- in eiga mikinn þátt í, live sleipur samningamaður hann hefir reynst, ásamt óvenjulegri skerpu og minni og lægni á að tala vel fyrir máli sinu. Þó stjórnmálin hafi lengi verið að- alstarf Edens þá hefir hann liaft tíma til að gefa sig við öðru. Hann les mikið um flest milli himins og jarðar og er ágætur bókfræðingur og á sjálfur merkilegt bókasafn. En einkum er málakunnáttu háns við- brugðið. Hann talar fullkomlega öll heimsmálin, svo að tæplega verður gréint að liann sje útlendur maður. Og liann kann skil á ýmsum austur- landamálum og talar bæði persnesku og arabisku. Það er þessi maður, sem nú á að ráða fram úr meiri vandamálum en verið hafa á döfinni nokkurntíma síðan styrjöldinni lauk, Annaðhvort þykir hann meiri maður eða minni þegar þau eru leyst.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar: 7. Tölublað (15.02.1936)
https://timarit.is/issue/294268

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

7. Tölublað (15.02.1936)

Gongd: