Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 8 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. lUtstjárar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. A ðalskrifs l ofa: Bankastræti 3, Heykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mánuði: kr. 4.50 á ársfjórðungi og 18 kr. árg. Eriendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirtram. Augtfjsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent. Skraddarabankar. „Gott er nú blessað veðrið“, sögðu menn, er þeir hittust i góðu veðri fyrrum. Og svo gáfu þeir sjer rúman tima til þess að tala um veðrið, hvort það nú var gott og blessað, eða „mikil ótíð“ — og ait þar i milli. Sumir menn, sem þóttust vera vitrir, göntuðust að mönnunum, sem töluð’u um veðrið, þótti það litið um- ræðuefni og til lítils að verja löng- um tíma í, að tala um hluti, sem enginn gæti ráðið við, nje haft ihlutunarrjett um. Þetta þótti góður siður og þykir enn hjá ölluni þeim mönnum, sem eigi vilja tala um annað en það, sem þeir þykjast geta ráðið við. En það skaðar ekki að tala um „hlessað veðrið". Jafnvel rosann, sem þjakað hefir bændum meiri liluta landsins að kalla má allan þeirra hábjargræðistíma á þessu sumri. Það er til saga um gamla konu, sem blessaði sjóinn, um leið og hún heyrði, að son, sem var eina ellistoð hennar, hafði tekið út af báti, og liann týnst. Eins er með blessað veðrið. Það tekur með einni vindstefnunni af einum og gefur um leið, og með hinni áttinni gefur þáð þeim, sem það tók frá, en tekur f'rá þeim, sem það gaf. Jafnvel á þeim litla hólma, sem íslendingar byggja, eiga bændur norðanlands og sunnan andstæða hagsmuni við- vikjandi ]iví atriði, hvaðan vind- uririn blæs. Hvernig mundi þá hægt, að samræma hagsmuni fjórðungs hnattarins af veðrinu, hvað þá hnattarins alls? Það eru flestir sammála um, að aldrei muni takast að ráða gangi veðrirs og vinda, fremur en gangi himintunglanna. Menn hafa snúið mætti fallandi vatns í skapandi mátt, og menn eru að reyna að segja Geysi fyrir um, hvenær hann eigi að gjósa, með þvi að koma honum klígju — með sápu. En aldrei mun nokkur maður gerast svo djarfur, að ætla sjer að segja Heldu fyrir um, hvenær hún eigi að .gjósa. Þessi dæmi, sem nefnd voru, eru staðbundin. Jafnvel stað- bundin öfl verða aldrei beisluð að fullu. En óstaðbundnast allra nátt- úruafla er vindurinn og veðrið, þó að það hafi sín rök og orsakir. Heimurinn verður að taka því fyrir- brigði og sætta sig við það. Veðr- átlan gefur og tekur með sömu hendinni — sömu áttinni. í dag mjer, á morgun þjer. Það er mann- anna hlutverk, að komast að eðli veðráttunnar og vera viðbúinn Hýr skóli. Þegar unga fólkið fer að setjast á skólabekkinn í haust hefir bæst nýr skóli — eða rjettara sagt skóla- hús — við þá, sem fyrir voru í vor. Skólahús en ekki skóli, því að skólinn, sem i hlut á, er orðinn ærið gamall og nafn hans þjóðkunn- ugt um tugi ára, áður en hjeraðs- skólarnir risu upp. „Er hann Möðru- vellingur eða Flensborgari ?“ spurðu menn í gamla daga, um ýmsa þá, sem mentast höfðu i skóla, án þess að hafa gengið i Lærða skólann. Það er Flensborgarskólinn, sem birtist hjer á myndinni, upprisinn úr öskunni eins og fuglinn Fönix og með sama nafni og áður, eins og hann. Möðruvallaskólinn er nú Akureyrarskóli, og Hólaskóli er horfinn og kominn Bændaskólinn á Hólum, Skálholtsskóli enginn til. En Flénsborgarskólinn er kominn úr lágu húsi í lægð við Hafnar- f.jörð, upp á einn fegursta blett bæj- arins: sunnan í Hamrinum. Þar stendur nú stór bygging, samsett úr tveimur álmum, annari 26x10,3 m. og veit önriur hlið hennar að suðri, en bin 20x11,6 m. breið, og vita aðai- herbergi hennar að vestri. Það yrði of langt mál, að lýsa hjer fyrirkomulagi þessarar stór- byggingar, sem Hafnfirðingar hafa ráðist i, lil þess að endurnýja hina veglegu gjöf, sem mætur maður gaf á sinni tíð til minningar um son sinn. Væntanlega verður tækifæri til þess, þegar húsið verður full- gert og búið að taka utanaf þvi allar steypuspjarirnar, sem sjásl á þessari mynd, og ganga að fullu frá þvi að innan - en þetta verður hvorutveggja áður en skólar laka tii starfa í haust. En þess er vert að geta, að ]ió að skóii Jiessi sje i kaupstað, hefir þó verið sjeð fyrir heimavistarherbergjum i skólanum fyrir 22 nemendur, og mötuneyti fyrir þá og aðra, sem á skólann ganga. Það er vottur um framtak áhuga- samra manna i Hafnarfirði, að skóli sem þessi skuli vera kominn upp. Um hann hefir ekki staðið neinn styr i stjórnmáiablöðunum En byggingin hefir risið upp og hækkað smátt og smátt, uns hún nú er orðin mesta húsaprýði staðarins og um leið fagur minnisvarði á framtak kaupstaðarbúa og þá hug- sjón þeirra, að láta það, sem gam- alt var og gott í þeirra bæ, ekki hiörna, heldur vaxa. Árni .1óhannsson bankafulltrúiog frú Anna M. Jónsdóttir eiga gullbrúðkaup 29. þ. m. Karl II. Englakonungur er talinn höfundur þess, að nota gamansem- ina til þess, að draga athygli al- mennings að því, sem maður vill láta fólkið lesa. Hann týndi einu sinni hundinum sínum og auglýsti henni. Þeim viðbúnaði er ávalt að fara fram. En hinum viðbúnaðinum þarf líka að fara fram, að lítil þjóð skifti árangri veðráttunnar bróður- lega á milli sín. svohljóðandi eftir honum: „Sá týndi hundur er hundur Hans Hátignar, og sennilega liefir einhver dóni stolið honum. Hundurinn er hvorki fæddur nje uppalinn i Englaudi, og mundi aldrei hafa svikist frá hús- bónda sínum sjálfráður. Sá, sem finnur hundinn ætti að gefa sig fram í Whitehall, þar sem hundur- inn er miklu kunnari en sá, sen stal honum“. ----x---- Pjetur Hafliðason beykir, Hring- braut 186, verður 80 ára 29. ág. Eyjólfur Guðmundsson fyrv. hreppstjóri og oddviti í Land- mannahreppi í Rangárvalla- sýslu, verður áttræður 3. sept. HANN ER 123 ÁRA. Þessi maður á heima í Calcutta og er 123 ára gamall. Hann heitir Maulana Shah Syed Ahmed Kadri og er ættaður frá Afganistan. Sex sinnum liefir hann verið kvæntur og eignast 29 börn alls og er það elsta þeirra 90 ára. Nýlega kom maður inn á vinnu- miðlunarskrifstofu í I.ondon og bað um atvinnu. Var hann spurður við livaða störf hann hefði fengist undanfarin ár, og afgreiðslumanninn setti hljóðan, þegar maðurinn svar- aði því, að liann hefði ekki fengisl við neitt starf í 23 ár. „Jeg hefi verið sjúklingur síðan 1914“, sagði inaðurinn, „Jeg var við Verdun í orustu og hefi legið í rúminu síð- an“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.