Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 6

Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 6
(i F Á L K I N N m-1' —: •—^—- | Heine Hroo: Xvisvar sinnum ^=11= 11 ■ . ====H ■■ -^IHI=^ag=lFII -^= þi ’játiu 1 þúsund. -Á Klukkan var yí’ir Ivö þegar aðalgjaldkerinn í Víxla- og Gjaldeyrisbankanum, Ferdínand Silfurberg, kom inn í ytri skrif- slofuna lijá Velour málaflutn- ingsmanni. Þar beið enginn fvr- ir. „Málaflutningsmaðurinn er bundinn eins og stendur“, svar- aði ritvjelastúlkán þegar Silfur- berg spurði. „En það verður visl ekki lengi. Vill ekki gjaldkerinn fá sjer sæti?“ Síúlkan þekti Silfurberg vel i sjón, hann var gamalkunningi liúsbónda hennar, og kom stund uni til hans á skrifstofuna. „Þakka“, svaraði liann og sett- ist. „Lejdir ungfrúin að jeg kveiki mjer i vindli?" spurði Iiann svo, um leið og hann tók upp vindlaseskið sitt. „Sjálfsagt“, sagði ritvjelar- stúlkan. Hún sá að hann var að leita að eldspítum i vösum sínum og brá við skjótt og kom með slokk, sem lá á borðinu. „Bestu þakkir, ungfrú“, sagði Silfurberg og fetti sig og bretti meðan hún var að kveikja í hjá honum. Stúlkan tók eftir að hendin sem hann hjelt vindlin- u.m í skalf mikið meðan hún var að kveikja, og hún stalst til að líta framan í liann. Andlitið var gráhvítt og hann var tekinn kringum augun. Ungu stúlkunni varð þá á að hugleiða, hvað maðurinn mundi hafa hafst að kvöldið áður. Silfurberg var þrekinn maður á fimtugsaldri með þunt, hör- gull hár, skvapmikill í andliti og augun lítil og letileg. Hann hafði sínar ákveðnu kröfur til iífsins þæginda. Uppáhalds-lesn- ing Iians voru margbrotnir mat- seðlar og fræðaþorsti hans hafði smámsaman einskorðast við sjerstaka kafla úr landafræði Erakklands: hann þekti hvert þorp og hvert „chateau“ i hjer- uðum Bordeaux, Bourgogne, Champagne og Cognac. Og þetta nám liafði ekki látið honum neinn tíma afgangs til þess að iðka aðrar veraldlegar íþróttir. Hann var til dæmis einstaklega hirðulaus um sinn ytri mann; þegar kringumstæðurnar neyddu hann til að lireyfa sig voru föt- in einn samanhangandi hafsjór af fellingum og hrukkum, en skiftu ham eins og atburðir í sorgarleik og bættu upp það, að engin svipbrigði voru sjáanleg í andlitinu. En einmitt þetta ytra liirðuleysi setti á hann eins konar traustvekjandi bóndahjúp sem alls ekki var þýðingarlaus manni í hans stöðu. Stúlkan settist aftur við borð- ið sitl og Silfurberg toltaði vind- ilinn sinn i þögulli ró. Skömmu síðar opnaðist hurðin að skrif- stofu málaflutningsmannsins og hár herra með pipuhatt í hend- inni og aðlinepptum frakka, birtist í dyrunum. Bankagjaldkerinn hrökk upp úr stólnum og misti vindilinn á gólfið. Hann stokkroðnaði í framan, en varð svo en grárri cn áður. Hái maðurinn með pípuhattinn var bankastjórinn í Víxla- og Gjaldeyrisbankanum herra Valentínus Gullborg. „Nú lierra Silfurberg, eruð þjer líka að leita lögfræðiaðstoð- ar?“ spurði bankastjórinn í vin- gjarnlegum meðaumkunartón, en stutt og ákveðið. Ilonum hafði lærst þessi tónn með marga ára æfingu í að neita smávíxlum. „Já, hm .... jú“, stamaði bankagjaldkerinn um leið og hann beygði sig til að taka upp vindilinn . „Það er nokkuð .... sem sagt .... einkamál, og .... já, Velour hæstarjettarmála- flutningsmaður er líka gamal- kunningi minn . . . .“ hjelt hann áfram og bljes upp og niður, um leið og hann rjetti hendina í áttina til dyranna, þar sem bankastjórinn stóð. „Já einmitt“, sagði banka- stjórinn og horfði um stund dá- lílið forviða á gjaldkerann sinn. „Verið ])jer sælir, herra mála- fiulningsmaður!“ Hann lmeigði sig eilítið og setti svo upp pípu- hattinn og fór. „Jæja, komdu innfyrir, Silf- urberg“, sagði málaflutnings- maðurinn glaðlega og rjetti kunningja sínum hendina. Velour málaflutningsmaður var dökkhærður maður og þjett- ur á velli, á líkum aldri og gjaldkerinn. Andlitsfall hans og svipur gaf sterkan grun um, að einhverjir fulltrúar guðs út- valda lýðs mundu vera meðal forfeðra hans. Hann vaggaði ofurlilið þegar hann gekk og armhreyfingar hans voru lipr- ar og mjúkar. „Hvað kemur til að þú heim- sækir mig?“ spurði hann um leið og hann lokaði að þeim hurðinni. „Þú ert eitthvað svo vandræðalegur. Er eitthvað sjerstakt um að vera?“ „Já“, sagði bankagjaldkerinn og settist. „En segðu mjer fyrst: Hvað vildi bankastjórinn þjer?“ „Hvað hann vildi mjer?“ át málaflutningsmaðurinn eftir. „Þú veist að jeg hefi ýms mál með höndum fyrir Víxla- og Gjaldeyrisbankann. Og sem að- algjaldkera sama banka mun þjer vera kunnugt um, að liann hefir mörg erfið mál með höndum núna, eins og aðrir bankar “ „Það var þá ekkert mjer við- komandi, sem hann var að tala um ?“ „Þjer? Ónei, hvað hefði það svo sem átt að vera?“ Það var ekki vandi að sjá, að gjaldkeranum ljetti. „Getur nokkur heyrt til okk- ar hjerna? spurði hann. . „Nei, enginn“, svaraði mála- flutningsinaðurinn, sem var orðinn óþolinmóður. „Það lítur út fyrir, að þjer sje eittlivað alvarlegt á liöndum“. „Já, það er alvarlegt. Jeg er kominn i 30.000 króna sjóð- þurð í Víxla og Gjaldeyris- bankanum“. Málaflutningsmaðurinn spratt upp, stóð kyr eins og klettur og starði á vin sinn. „Hvern fja ....... segirðu, maður“, sagði hann loksins. Bankagjaldkerinn sal og góndi á gólfið. Og án þess að líta upp fór hann að gera grein fyrir málinu, titrandi og óða- mála: Eins og Velour vissi hafði hann grætl talsvert fje í góðærunum, vanið sig á óhóf í lifnaðarháttum, liafði auk þess marga sem hann varð að hafa umönnun fyrir, fjölskyldu sína og ýmsa fjarlægari ætt- ingja, sem liann varð að hjálpa .... hlutabrjef lians í ýmsum fyrirtækjum höfðu orðið einsk- is virði, og fyrir lánsfje liafði liann liætt sjer út í nýtl brask, og þegar það mistókst líka hafði hann að lokum .... að lokum .... Þar strandaði bankagjaldker- inn í frásögn sinni. „Með öðrum orðum gainla sagan!“ sagði málaflutnings- maðurinn og óbeit og fyrirlitn- ing skein út úr honum. „Já .... gamla sagan“, end- urtók bankagjaldkerinn. „Jeg hjelt að jeg hefði svolítinn frest ennþá. En vegna þess hve bankinn er í miklum kröggum, verður aukaleg endurskoðun í næstu viku. Og þá .... þá . .“ „Jeg skil“, sagði málaflutn- ingsmaðurinn stutt og ólundar- lega. „En . . . . “ „Þú verður að hjálpa mjer“, lók gjaldkerinn fram í og leit nú í fyrsta sinn beint framan í málaflutningsmanninn. „Hjálpa þjer. Það er liægra sagt en gjört. Eins og þú veist sjálfur, þá á jeg engar per- sónulegar eignir, og í bönkun- um er ómögulegt að fá pen- inga eins og stendur“. „Jeg veit það. Jeg liefi reynt alt og alla, líka hankana. Þú ert síðasta þrautalendingin, sem jeg reyni. Þú verður að bjarga mjer. Ekki bara mín vegna heldur vegna konu minnar og barna, vegna fjölskyldunnar og æru hennar. Ef þú getur ekki heldur gert neitl þá .... já, þá .... „En Iwað ætti jeg að geta gert?“ „Jeg veil það ekki. Eitthvað .... Finna eitthvert ráð . . . .“ Málaflutningsmaðurinn settist aflur. Hann tók hendinni fyrir augun og hugsaði. Frá barn- æsku liafði hann haft náin tengsli við kunningja sinn og fjölskyldu hans .... hann hafði fulla ástæðu til að hjálpa hon- um núna, ef nokkur möguleiki væri á því .... Ef aðeins nokk- ur möguleiki væri ........... Stöðu sinni samkvæmt hafði Velour málaflutningsmaður snemma tamið sjer að lesa hegningarlögin á sama hátt og skrattin les biblíuna. Hans borgaralega tilvera bygðist á þeirri staðreynd að takmörk hins órefsiverða eru teygjanleg, og með tíð og tíma hafði hann l'engið mikla æfingu í því að vikka mörkin, þegar skjólstæð- ingar hans áttu í hlut, en færa þau saman þegar um skjólstæð- inga andstæðinganna var að ræða. En að færa takmörkin svo langt út, að þrjátíu þúsund- in hans Silfurbergs yrðu rjetlu megin, var gersamlega ógern- ingur, liversu gjarnan sem hann hefði viljað gera það. Hann varð að leita að öðrum leiðum .... Og djúpt i meðvitund málaflutningsmannsins örlaði nú á hugmynd, sem Jakoh frændi lians, Iiinn ótrúi hirðir Lahans, hefði eflaust heilsað með lófaklappi. Velour stóð upp og fór að skálma fram og aflur um gólf- ið. Lillu, undanrennubláu aug- un i Silfurberg' stóðu út úr höfðinu og fylgdu liverri smá- hreyfingu lögvitringsins .... þangað til málaflutningsmaður- inn staðnæmdist snögglega beiht andspænis honum. „Áttu litla handtösku?“ spurði hann og röddin var innileg. „Jeg á fjórar eða fimm“, svaraði bankagjaldkerinn undr- andi. „Hversvegna spyrðu að því? Viltu kanske að jeg fari strjúki? Það er þýðingar- laust, hneykslið verður jafn bert fyrir því. Og fjölskyldan mín . .. .“ „Vertu ekki að trufla mig. Hefirðu handtösku með nafn- inu þínu eða fangamarkinu á?“ „Já, það hefi jeg líka. En .

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.