Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 15

Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Nýjar bækur: Þessar bækur eru nýkomnar í bókaverslanir: RIT JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR, öll síðari hefti bindanna, svo að nú er verkið alt komið út. MANNFAGNAÐUR. Þetta er úrval af þeim ræð- um, sem Guðm. Finnbogason hefir haldið í ýmsum mann- fagnaði. Prýðileg bók að efni og útliti. FRÁ LIÐNUM KVÖLDUM. Nokkrar smásögur eftis Jón H. Guðmundsson. Jón er efnilegur ungur rithöfundur; sögur eftir hann hafa birst í blöðum og timaritum og hlot- ið ágæta dóma. ÞRÁÐARSPOTTAR. Sex sögur eftir íslenska konu í Vesturheimi, Rannveigu K. Sigbjörnsson. RÖSKUR DRENGUR. Drengjasaga eftir dönsku skáldkonuna Helene H0r- lyck, þýtt hefir Þorsteinn Halldórsson. Sagan er spennandi og ágætlega skrifuð. SKRÚÐGARÐAR. Eftir Jón Rögnvaldsson garð- yrkjufræðing á Akureyri. Þeir sem vilja láta líta lag- lega út í kringum hús sín, þurfa að eignast þessa bók. í bókinni er fjöldi mynda og uppdrátta. KENSLUBÓK í ÍTÖLSKU. eftir Þórhall Þorgilsson. VIRKIIt DAGAR I eftir Guðm. G. Hagalín. Þetta er önnur útgáfa. Fyrsta út- gáfan seldist í fyrra á mjög stuttum tíma og síðan hefir verið mikil eftirspurn eftir bókinni. KEYPTUR Á UPPBOÐI eftir Conan Doyle. Lítil bók, kostar aðeins 1 krónu. Allar þessar bækur fúst hjá bóksölum am land alt. Hræddir við konuna sína. Hertoginn af Marlborough (1650 1722), yfirhershöfðingi Önnu drotn- ingar, var giftur einni hirðmeyjunni, seni hjet Sarah Jennings. Hún var l)æði falleg og ráðrik og hafði mann ■ inn sinn í vasanum. Þessi frægi herstjóri, sigurvegarinn frá Malpla- uuet segir í brjefi, sem til er enn, að hann sje liræddari við konuna sina en 60.000 dáta. Sarali sagðist elska manninn sinn, en eigi að síð- ur kúgaði hún hann. Og hann hlýddi henni af því að ha'nn var hræddur við hana. Abraham Lincoln (1809—’65) hafði grun um það undir eins í trúlofunarstandinu, að hann mundi fr.ra halloka í hjónabandinu. Unn- usta hans hjet Mary Todd og hún dró ekki fjöður yfir, að hún ætlaði sjer að stjórna manninum. Brúð- kaupsdaginn konl brúðurin og gest- irnir til kirkjunnar en brúðgumann vantaði. Það varð að fresta brúð- kaupinu. En við næstu tilraun sá Mary fyrir því, að hafa Abraham sinn vísan. Þau giftust og Mary fórst skammarlega við þennan merk- ismann. James Watt (1836—1819) var tvi- giftur og fyrra hjónabandið var farsælt. Seinni konan botnaði ekk- ert í áhugamálum og starfi Watts. Hún var kattþrifin en mesta skass. Fleygði hún oft ýmsu, sem hún taldi skran, út úr vinnustofu lians, en þegar hann maldaði í móinn fleygði hún honum út líka. Þegar Watt hafði gesli og skassið vildi fara að hátta, kærði hún sig koll- ótta um gestina, en sendi vinnu- konuna inn til þeirra og Ijet hana slökkva á lampanum. Watt varð þá að biðja gestina um að fara. Hann varð mjög bölsýnn í ellinni og átti leiðinlega daga, svo var konunni fyr- ir að þakka. Jobn Wesley (1703—1791) stofn- andi meþódistasafnaðanna giftist ekkju sem lagði með sjer fjögur börn i búið. Hún var síhrædd um manninn sinn, og njósnaði ávalt um ferðir hans. Þegar presturinn fjekk heimsókn af konum í söfnuðinum, stóð frúin altaf við skráargatið. Þeg- ar grunur hennar varð sterkur, tók hún Wesley og flengdi hann. Hún liafði nánar gætur á brjefberanum og skoðaði ávalt brjefin, sem liann kom með til Wesley eða fór með frá honum. Og ekki vílaði hún fyr- ir sjer að opna brjefin til mannsins síns. Afbrýðissemi hennar keyrði svo úr hófi, að Wesley var í raun- inni ekki frjáls maður. Thomas Carlyle (1795—1881), hinn heimfrægi skotski spekingur varð i'yrir miklu hnjaski i lijónabandinu. Það bar ekki ósjaldan við, að kon- an bans grýtti bollum og könnum framan i hann, þegar lienni sinn- aðist. Hún hjet Jane Welsh og er talinn „gáfuð kona en afar ör- geðja“. Það var þetta öra geð, sem oft gerði Carlyle lífið súrt, þó að hinsvegar væri það ekki eintómur skuggi. Fyrstu sex árin sem þau voru gift bjuggu þau á landsetrinu Craigenputtoch, sem Jaine fjekk í heimanmund. ----x—— Skritin lagaírnmvörp. í Bandaríkjunum hafa komið fram ýms skrítin lagafrumvörp fyr og sið- ar. Þannig hefir verið reynt að lcoma fram lögum um það í Utah, að allir baði sig, að minsta kosti einu sinni í viku, og skuli varða fangelsi ef út af sje brugðið. í Texas eru menn ákaflega blótsámir enda hefir komið þar fram frumvarp um, að það skuli varða sektum, að bölva' i síma! Hitt hefir þótt of viður- hlutamikið, að láta blót yfirleitl varða sektum, enda mun það reyn- ast nægilega erfitl, að hafa eftirlit með bölvinu í símanum livað þá hinu. í New York liefir komið fram frumvarp um að gera stóra vagna með sýnigarpalli og aka þeim um götur borgarinnar, með helslu fylli- rafta borgarinnar, til þess að sýna þá almenningi. Þá hefir komið fram fruinvarp um það, að feimin brúð- hjón, sem kunna þvi illa að glápað sje á þau i brúðarskartinu, megi senda fulltrúa fyrir sig lil prestsins, til þess að gefa hjúskaparheitið i þeirra stað. í Kansas er á döfinni lagafrumvarp um það, að allir ó- giftir menn, eldri en 45 ára skuli greiða 25 dollara á ári i skatt. í Colorado liggja háar sektir við því að taka á móti drykkjupeningum. Undanþegnir eru þó þjónar á svefn- vögnum járnbrautanna. Til Akureyrar alla daga nema mánudaga. H FHíSf PVíSÍt1 alla miðvikudaga, föstudaga, 111 dUlljiUli laugardaga og sunnudaga. 2ja daga ferðir þriðjudaga og fimtudaga. Afgreiðsla í Reykjavík: Bifreiðastöð íslands, Sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. sem getur kallað sig fyrverandi for- sætisráðherra Frakka, þó að ekki yrði hann gamall i sessinum, sjest hjer ásamt konu sinni, sem hann giftist í sumar og lijet frú Blanc- hart áður en hún varð frú Tardieu. ------- VOPN GEGN BRYNREIÐUM. Hið nýjasta vopn enska hersins er fallbyssa, sem sjerstaklega er til þess ætluð, að vinna bug á bryn- reiðum. Hjer sjest gamall indverskur hermaður vera að skoða fallbysu þessa og kynna sjer notkun hennar. KONA SEM FLUGKAPTEINN. Hin kunna svifflugkona Hanna Reitsch, sem sjest hjer á myndinni, hefir getið sjer svo góðan orðstír, sem stýrimaður svifflugna á Svif- flugsstofnuninni í Darmstadt, að Göring hefir gert hana að flugkap- teini. Er það í fyrsta sinni, sem kona hlýtur þann vegsauka. WINSTON CHURCHILL, hinn nafnkunni stjórnmálamaður leggur á margt gjörva hönd. Þannig var hann í sumar fenginn til að vígja nýja eimreið, og sýnir myndin hann að því verki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.