Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 VNGSVU LE/&H&URNIR Skotfimi með teygjubyssu. Hjer skal jeg sýiia ykkur nýja og endurbœtta útgáfu af teygjubyssun- um, sem margir af ykkur strákun- um eflaust hafið notað einhvern- tíma. Eins og í öllum leygjubyssum er sterk gúmmíteygja notuð þarna í staðinn fyrir ' púður eða fjöður, en þessari teygju er komið öðru- vísi fyrir en á gömlu byssunum. Þið fáið ykkur vel sljetta fjöl, 7ö sentimetra langa, 10 sentimetra breiða og 5 sentimetra þykka. Með bleki dragið þið línu á nákvæmlega n.'iðja fjölina, frá öðrum endanum, svo sem 10 sm. inn á fjölina. Þegar þið miðið eftir fjölinni frá hinum endanum, verðið þið að geta sjeð þetta strik, því að það er sigtið á byssunni. Nú klippið þið ykkur reim úr gúmmíi, t. d. úr gamalli reiðhjólsslöngu. Lengdina á þvi miðið ])ið við það, hve sterka teygju þið viljið hafa i byssunni. Ef hún á að draga langt á reimin að vera stutt. Á mynd 1 og 2 sjáið þið teygjubyssuna, sjeða ofanfrá (1) og frá hlið (2). Á (1) er teygjan teikn- uð svört og á (2) sjáið þið, hvernig endarnir eru festir með skrúfum að framan, undir endann á fjölinni. Til hægri á (2) sjáið þið trjekubb, sem er skrúfaður neðan á fjölina, hann er notaður sem liandfesti, þegar þið eruð að miða byssunni. Sjálfan gikkinn sjáið þið teiknaðan fyrir sig á mynd 3. Það er skotið með svokölluðum „marmarakúlum'* (líka má nota matbaunir) og teikn- ingin sýnir, hvernig þeim er komið fyrir í teygjulykkjunni. Öðrumegin a fjölinni er sterkur nagli, en hinu- meginn snerill, sem festur er með skrúfu, og í snerlinum er svolítill seglgarnsspotti. Þið sjáið, hvernig teygjulykkjan með bauninni er fest milli snerilsins (gikksins) og nagl- ans. Neðsl á myndinni sjáið þið, hvernig maður miðar byssunni, en heldur bauninni kyrri á meðan, n;eð hjálp snerilsjns. Það er best að láta byssuna hvíla á einhverju, meðan maður er að Skjóta. Þegar maður liefir miðað, kippir maður snerlinum frá með þræðinum og þá ríður skotið af. En farið þið nú varlega, þegar þið eruð að iðka þessar skotæfing- ar, annars getið þið farið ykkur eða öðrum að voða. lÍEntyg skDtskíía. Þegar þið farið að æfa skotfimi ykkar með byssunni, sem jeg var að segja frá, er gaman að hafa skotskífu, sem sjálf segir til um, hvar maður hittir. — Lítið þið á myndina! Skotskífan er búin til úr stórri krossviðarfjöl, sem mörg göt eru söguð á, eða boruð með hring- bor. Bak við hvert gat er ofurlitil loka úr Ijettum viði og er lokan á hjörum. Mynd 1 og 2 sýnir tvær þesskonar lokur, að baka til á skot- skifunni. Önnur lokan er að opnast en hin er aftur, að ofanverðu er ofurlitil fjöður, sem ekki er sterk- ari en svo, að hún aðeins hindri lokuna i að detta niður af sjálfri sjer. Þegar Iokur eru komnar fyrir öll götin eru skrifuð gildi á hverja loku Ef götin eru misjafnlega stcr eru hæstu gildin vitanlega höfð á minstu götunum. Það er gott að liafa dúk fyrir aftan og undir skífunni, svo að baunirnar safnist þar saman en fari ekki i allar áttir. Þá er fljótlegra að ná þeim aftur. ---x---- kartöíluíugl. Þið takið hráa kartöflu og sker- ið úr henni fugl, eins og þann, sem — Hýjasta bragö Pjeturs. 1. Trygg var strengilega skipað, af víkja ekki af verðinum. 2. Skyldi nú nokkur branda taka á öngulinn hjá honum? 3. Bragðið reynist alveg eins og það á að reyhast. 4. Og þarná kemur Tryggur heim með alla veiðina. sýndur er á myndinni. Stingið svo litlum fjöðrum í fuglinn, þar sem vængir og stjel eiga að vera. Nefið og lappirnar er tálgað úr spítum og augun annaðhvort máluð eða gerð úr hausum al' svörtum títu- prjónum. Skerið svo ofurlitlar sýl- ingar neðan í lappirnar og stingið vír gegnum fuglinn neðanfrá, eins og sýnt er á myndinni. Þá getið þið látið fuglinn standa á þræði, ef þið hengið eitthvað smávegis neö- an í vírinn. Þið getið notað svona fugla ti! þess að skjóta til marks á úr teygjubyssunni. ----x----- TVISVAR SINNUM 30 ÞÚSUND Frh. af bls. 7. ir því þá verð jeg nú samt að segja, að mjer var ekki óbland- in ánægja að kynnasl því, Jeg hefi aldrei liitt fólk, sem liugs- aði eins vel um eigin hag. Jeg gat ekki fengið eina einustu sparisjóðshók fyrir nafnverð, jeg varð að borga öllum fram- yfir. Frændi þinn með lifeyris- trygginguna var sjerstaklega hölvaður viðureignar. Hann einn reiknaði sjer 400 krónur yfir tryggingarupphæðina. En það munaði líka mest um þá upphæðina“. „Nú svona lá þá í því“, sagði Silfurherg og hrosti. „Hjelstu kanske að mismun- urinn hefði runnið i vasa minn, eða hvað?“ spurði málaflutn- ingsmaðurinn. „Nei“, svaraði gjaldkerinn. „Jeg liafði þvert á móti ætlað mjer að spyrja þig', Iivað mikið jeg ætti að horga þjer í þóknun“. „Þóknun?“ Málaflutningsmað- urinn liló. „Hefir þú nokkuð að horga þóknun með?“ „Ójá, jeg hjelt nokkrum þús- i ndum eftir“, sagði gjaldkerinn. — „Jeg meina vitanlega — af fyrri þrjátíu þúsundunum“, bætti hann við, og svo fór liann að dreyma aftur. Báínaprúí. Hugsiö ykkur, að tveir jafn- þungir drengir sitji í tveimur ról- um sem settar eru upp eins og þið sjáið á teikningunni. Trissurnar að ofan eru mjög liðugar, og alt verð- ur að vera i nánu jafnvægi. Hvað verður nú um drenginn i rólu 2, ef drengurinn i rólu eitt fer að róla sjer? Heynið þið, hve fljótir þið eruð að svara þessari spurningu. Svar: Við sveifluna verkar mið- flóttaaflið samstundis á rólu eitt, svo að liún togar rólu tvö upp. Átakið er mest þegar róla 1 veit beint niður. Höfuðsmaðurinn: — Hversvegna heilsar þú ekki liðsforingjanum. — Hann er bróðir minn. — Jafnvel þó hann væri faðir þinn ættir þú að sýna honum þá virðingu. — Vanstu i happdrættinu? — Já, nærri því. Hefði staðið þarna sex i stað níu á dráttarlistan- um og fimm í stað sjö á seðlinum þá hefði jeg unnið tuttugu þúsund krónur. — Truflaðu mig ekki, jeg er að skrifa kærustunni minni. — Hversvegna skrifar þú svona hægt? — Vegna þess að liún getur ekki lesið fljótt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.