Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 12
12
F Á L K I N N
Ránfuglar.
Leynilögreglusaga. 10.
eftir
JOHN GOODWIN
að vifSurkenna það og gefa upp vörnina.
Þú hefir komið sjálfri þjer í slæma klípu
og jeg er eini maðurinn, sem get bjarga'ð
þjer úr henni. Þú neyðist til að gera mig
að trúnaðarmann þínum.
Joyce fanst liún vera eins og. fugl í húri.
Hún hafði ekki hugmynd um, hvernig hún
ætti að snúa sjer í þessu og livað hún ætti
að segja. En svo kom Dench á alveg rjettu
augnabliki til þess að hjálpa henni úr ó-
göngunum. Hann kom með silfurbakka
með vínflösku, sódavatnsflösku og glas.
Dench gekk liljóðlaust uirí alveg einsog
fulkomnnm þjóni sæmir og setti bakkann
frá sjer á borðið. Hann hlaut að hafa tekið
eftir, hvernig ástalt var þarna inni og eftir
eilraða augnatillitinu, sem Dalton sendi
honum, en hann sýndi ekki nokkur merki
þess að honum væri órótt. Og þó að Joyce
vissi, að sennilega yrði hann hirlur aftur
og settur í fangelsið og að hún yrði ef til
vill að fara sömu leiðina, var hún glöð og
róleg þegar liann var inni.
Dalton varð fyrstur til að segja nokkuð.
— Hafið þjer fengið góða atvinnu eftir úti-
legunóttina — mr. Jenkins?
Joyce varð livit eins og lak i framan. í
stað þess að svara starði hann rólega á Dal-
ton nokkrar mínútur. Og svo gekk liann,
án þess að segja orð, en með sama rólega
svipnum, fram að dyrunum, opnaði hurð-
ina og hjelt henni opinni en horfði á Joyce.
Það var ekki um að villast hvað hann
meinti, og til svars við ósagðri ósk hans
fór Joyce út úr stofunni.
Dench Ijet aflur hurðina á eftir henni og
gekk aftur inn að borðinu. — Á jeg að
hella í glasið hjá yður?
Dalton hafði reynt sitt af hverju á lífs-
leiðinni og þær skuggahliðar lífsins voru
fáar, sem hann ekki þekti, en rólyndi
Denchs var svo fullkomið, að hann varð
á báðum áttum og' nú kom honum sá
slæmi grunur í hug, að honum hefði ef til
vill skjátlast. Þó að alt kæmi heim við þá
skoðun, sem liann hafði myndað sjer á þvi
að þessi maður væri annar strokufanganna,
þá hafði hann samt enga sönnun fyrir því.
Hann hafði aldrei sjeð hvorugan þessara
fanga, og það var enginn vafi á því, að
Joyce hafði ekið til Taviton til þess að taka
á móti nýjum bryta. Ómögulegt var það
ekki, að þessi maður væri Jenkins sjálfur
og að fanginn væri falinn annarsstaðar.
Meðan hann var að velta þessu fyrir sjer
leit liann á manninn til þess að atliuga
hann. Nú á tímum voru fangar ekki snoð-
kliptir eins og áður var siður. Svo að hann
gat ekki ráðið neitt af gljágreiddu hárinu
á brytanum, það vitnaði ekki á móti hon-
um. Hann var útitekinn i andliti, en elcki
útiteknari en menn gerast, sem eru úti, þeg-
ar þeir geta. Föt hans voru ekki aðfinslu-
verð og hann var með algenga inniskó. En
Grant Dalton þóltist f 1 jótlega sjá sitt hvað
grunsamlegt við hendurnar á honum. Þær
voru að vísu hreinar. Dencli hafði haft
nægan tíma til að J)vo sjer úr heitu vatni
og hann hafði klipt neglurnar og hreinsað.
En samt sem áður voru þelta engar
hrytahendur, maður sein fjekst eingöngu
við innanliússtörf liafði ekki svona hend-
ur. Hörundið fyrir ofan hnúana var sól-
hrent og veðurbarið og hendurnar voru
orðnar svo breiðar og harðar, af því að
lialda á halca og skóflu, að Jivi var ekki
iiægt að leyna. Og nöglin á einum fingrin-
um var svört hún liafði marist.
Dalton var sannfærður. Hann brosti: —
Þjer eruð leikinn i að blekkja, mr. Jenkins,
en J)jer blekkið ekki mig!
Dench var enn jafn rólegur og áður.
Hann leit framan í Dalton og fór svo að
stara á hann. — Því skyldi jeg blekkja yð-
ur? spurði liann.
Grant Dallon varð ergilegur: Hættið
þjer þessu lálalæti, sagði hann uppvægur.
Fyrst frú Nisbelh og, svo J)jer! Jeg vil
ekki liafa það. Jeg veit hver þjer eruð, og
jeg ])arf ekki að segja nema eitt einasta
orð J)á eruð þjer kominn í svartholið
aftur.
Yður getur ekki verið alvára? Rólynd-
ið í röddinni espaði Grant miklu meira en
orðin sjátf.
Og hversvegna ætti jeg ekki að senda
yður í tugthúsið, sagði hann.
Vegna J)ess að J)á verðið J>jer sam-
ferða þangað! Dench beið augnablik og
endurtók svo setninguna: — Vegna þess að
J>á verðið ]>jer samferða sjálfur, — Hawk
Halsted!
12.
Phillip hittir sjer meiri mann.
Þó að Dencli hefði rekið Dalton rokna
hnefahögg í magann hefði álirifin ekki
orðið meiri. Það var þvi líkast að liða
mundi yfir þennan stælta jötun, kjálkarnir
slöptu máttlausir og hann slampaðisl eins
og drellir niður í næsta stólinn..
Dench hreyfði sig ekki úr sporunum, en
Iiorfði á hinn fallna andstæðing sinn. Ein-
asti votturinn um sigur hans var sá, að
liann brosti meinlega og illúðlega.
Eftir stutta slund rankaði Dalton við sjer
og leil upp. Hver eruð þjer? hvíslaði
hann hás.
Dench hrosti enn eins og áður. Jeg
hjelt þjer vissuð það, sagði hann.
Dalton reyndi fyrir sjer aftur. — Hvers-
vegna kallið þjer mig Halstead, spurði
hann. — Jeg heiti Grant Dalton.
Það getur verið að þjer heilið Granl
Dalton, hvað veit jeg um það? En Hal-
stead er nafnið, sem þjer notuðuð, þegar
þjer voruð i Gold City í Ameríku.
Iívað gerðuð þjer þar spurði Daltou.
Jeg sá ýmislegt til yðar, svaraði Dench
þurlega.
Nú kom aftur roði í kinnarnar á Dallon.
Og þjer voruð einn af þeim, sem lög-
reglan var að eltast við þar, sagði hann
glottandi.
Dench Ijet þetta ekki á sig fá. — Kanske
var jeg það, kanske ekki. Að minsta kosti
var jeg þar, þegar þjer rökuðuð Softy
Wilson.
Dalton stirðnaði i framan. — Hvaða rjetl
liafið þjer til að segja að jeg hafi „rakað“
hann? Hann spilaði og ta]>aði. Það var all
og sumt.
Alt og sumt? át Dench eftir kaldrana-
lega. Hvað kom þá til þess, að hann
fanst dauður í snjónum sömu nóttina, fyrir
utan húsið lijá yður?
Ætlið þjer að bera upp á mig, að jeg
hafi drepið hann? spurði Dalton hamslaus
af reiði.
Dench liorfði á hann með stökuslu fyrir-
litningu. Jeg geri eklci ráð fyrir, að þjer
hafið kjark lil þess að slcjóta mann. Það
var flugumaðurinn yðar, hann Svarti Alec,
sem skaut mannaumingjann.
Þjer hafið engar sannanir, sagði Dal-
ton ákveðinn.
Jeg gæti fengið nægar sannanir, ef jeg
vildi. En það er nú meira en þetta, Hal-
stead. Hvernig væri að jeg minntist á klef-
ann nr. 37 í Centralfangelsinu i Montreal?
í annað skiftið á skammri stund misli
Dalton máttinn og varð eins og slytti. Ilann
hallaðist aflur á hak í stólnum og góndi á
Dencli. En svo kom hann auga á whisky-
flöskuna, rjetti hendina út eftir henni, helti
glasið hálft og drakk whiskyið óblandað.
Dench horfði napurt á hann. Það
kemur sjer vel fyrir yður, að það skuli
ekki vera áfengisbann hjerna, sagði liann,
en Dalton svaraði engu.
Hvað svo sem fólst í sneiðinni um
Centralfangelsið þá duldist það að minsta
kosti ekki nú, að Dench hafði yfirhöndina.
Öll áform lians um að hafa tangarhaldið
á Joyce voru að engu orðin, og' svo mjög
hafði honum orðið um þetta, að hausinn
á honum, sem annars þótti fær í flestan
sjó, var alveg lamaður um stundarsakir.
Hann gat ekki fundið nein úrræði lil þess
að vega upp á móti ógnunum Denchs.
Dench sneri sjer snögt við, þegar hann
heyrði að hurðinni var lokið upp. Sá sem
inn kom var Phillip Dalton, liann lokaði á
eftir sjer og leit forvitnislega, fyrst á Dal-
ton og svo á föður sinn.
Hvar er Joyce, spurði hann. Jeg
hjelt að þú værir að tala við hana.
Hann var að tala við hana, sagði
Dench.
Phillip starði á Dench. Hver eruð
þjer? spurði hann þóttalega.
Jeg er nýi hrytinn, svaraði Dench.
Nýi brytinn? át Phillip eftir og hnykl-
aði brúiiirnar. Vitið þjer þá ekki, að
þjer eigið að segja „sir“, þegar ]>jer talið
við gentlemenn?
Jú, svaraði Dench og brosti. — Jeg
geri það altaf, |>egar jeg lala við gentle-
menn.
Phillip var heimskur i samanburði við
föður sinn, en svo heimskur var hann eklci
að liann skildi fljótt, að eitthvað óvenjulegt
yar á seiði. Hann sá, að faðir hans var ekki
eins og liann átti að sjer og lika sá hann
]>að, að nýi brytinn var sjálfstæðari niaður
en brytar gerast. Phillip var fokvondur, en
jafnframt var honum skrambi órótt innan-
brjósts. IJver er þessi maður spurði hann
föður sinn.
Dalton eldri svaraði ekki undir eins og
það var Dench, sem varð fyrri til svars. Jeg
hefi sagt yður að jeg er nýi brytinn hjeirna
á heimilinu.
.Teg trúi ekki að þjer sjeuð hrytinn,
svaraði Pliillip.