Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 „Það er gott“, sagði mála- flutningsmaðurinn og fór aftur að ganga um gólf. Svo stans- aði hann aftur hjá áhyggju- fullum skjólstæðingnum. „Þetta voru þrjátíu þusund krónur?“ „Já, þrjátíu þúsund“. „Gott. Svaraðu mjer nú já eða nei við þessari spurningu: Geturða dregið þjer þrjátíu þúsund í viðbót á morgun...“ Bankagjaldkerinn stóð upp og' gapti. „Ekkert er hægara“, sagði hann loksins. „Til dæmis fvrir klukkan ellefu ?“ „Já, auðvitað ....“ lvortjeri siðar fór Ferdinand Silfurberg af skrifstofu vinar síns með vonarneista í mæddu hjartanu. Það var ekki að vita hvort fögru frönsku sveitirnar væru enn töpuð Paradis liinni þráandi sálu hans ............ Snemma morguninn eftir átti Velour málaflutningsmaður stutl viðtal við Silfurberg aðal- gjaldkera. Á éftir var mála- flutningsmaðurinn ekki til við- lals á skrifstofu sinni, en varði timanum á einkennilegan hátt. Hann endasentist um allan bæ- inn í bifreið og heimsótti ýmis- legt af fólki, sem hann hafði aldrei gert þann lieiður áður. — Hann var einnig í nokkrum velstæðum smábönkum, sem hann hafði ekki haft neitt sam- an við að sælda áður. Rjett fvrir klukkan tvö staðnæmdist bifreiðin fyrir utan Vixla- og Gjaldeyrishankann. Velour horgaði bifreiðarstjóranum og fór inn. í hendinni hafði hann ofurlitla handtösku úr ljósu leðri, með stórum, svörtum slöfum: „F. S.“ Eftir fáeinar mínútur sat Ve- lour málaflutningsmaður and- spænis Gullhorg, bankastjóra í einkaskrifstofu hans. „Mjer er mjög leiðinlegt er- indi á höndum“, byrjaði mála- flutningsmaðurnn með semingi og lagði áherslu á hvert orð. „Nú, livað er það?“ Málaflutningsmaðurinn gat greint það gegnum augnagler bankastjórans, að hann bjóst við einhverju illu. „Svo að maður víki umsvifa- laust að málinu“, hjelt liann áfram með sama semingnum — „þá hefir aðalgjaldkeri yðar, lierra Ferdínand Silfurberg . . viðurkent fyrir mjer, að hann .... leyfið þjer að jeg kveiki mjer i vindli .... þökk? .... að hann hafi komist í sextíu þúsund króna sjóðþurð hjerna við bankann“. Sextíu þúsund eru meira en þrjátíu. Bankastjórinn varð enn meira forviða en málaflutnings- maðurinn hafði orðið daginn áður. „Hvað eruð þjer að segja, maður? Þetta er ómögulegt?“ lirópaði bankastjórinn. „Það er afar sjaldgæft, að hankagjaldkeri ljúgi upp á sig sextiu þúsund króna sjóðþurð“, sagði málaflutningsmaðurinn. Bankastjórinn tók ekki eftir þessari athugasemd. Augun syntu eins og fjarlæg móðublá stöðuvötn undir glerjunum. „Sextiu þúsund", sagði liann aftur lægra, og röddin lýsti hinni trúræknu lotningu, sem fjár- málamennirnir hafa fyrir há- um tölum, þegar krepputímar eru. „Og Silfurherg', sem jeg liefi treyst eins og hægri hendi minni! .... Jeg verð að gera lögreglunni aðvart undir eins“. Bankastjórinn rjetti hendina í áttina til símans á skrifborðinu sinu. En málaflutningsmaðurinn varð fyrri til. Hann lagði liend- ina á símatólið g sagði: „Það verður dýrt símtal, herra bankastjóri“. „Hvað eigið þjer við?“ „Það kostar upp undir þrjátíu þúsund krónur“. Bankastjóranum datt sem snöggvast í hug, að það væri kominn leki að hinu annálaða lögfræða-heilahúi Velours mála- flutningsmanns ,og sem snöggv- ast livarflaði það að honum að rjettast væri að hringja á geð- veikrahælið i stað þess að hringja til lögreglunnar. En Velour hjelt áfram í sama semingstón: „Við skulum setjast aftur, og þá skal jeg útskýra þetta nánar fyrir yður. Þjer komuð til mín í gær á skrifstofuna. Jeg veit ekki livort þjer munið, að þegar þjer voruð að fara út rákust þjer á aðalpersónuna í þessari litlu glæpasögu, sem sje Ferdinand Silfurberg?“ Bankastjórinn kinkaði kolli. „Eftir að þjer voruð farinn átti jeg langt samtal við Silfur- Iterg. Hann meðgekk þá, sem sagt, að henn hefði dregið sjer 60.000 krónur af fje bankans. En hann skildi eftir hjá mjer jiessa handtösku. Eins og þjer sjáið er hún merkt fangamarki hans, F. S.“ Bankastjórinn leit rannsókn- araugum á töskuna og kinkaði kolli. „Áður en jeg ,fer lengra", hjelt málaflutningsmaðurinn á- fram, „ætla jeg að undirstrika það, að jeg á ekki nógu sterk orð lil þess að fordæma þessa sviksemi, sem aðalgjaldkeri yð- ar hefir gert sig sekan í“. Bankastjórinn hafði ekki augun af töskunni. Honum varð um og ó, þegar málaflutnings- maðurinn talaði um þessa tösku með svo mikilli tilfinningu eins og hún væri aðalpersórian í málinu. Honum sfóð stuggur af töskunni, liann óraði fyrir þvi að hún mundi springa i loft þá og þegar, og hann flutti stólinn sinn fjær og siiurði svo: „Hvað, i herrans nafni, er í þessari tösku?“ „Það eru verðmæti — laus verðmæti i mörgum og sumpart smáum heildum — fyrir sam- tals nálægt 29.000 krónur“. „Hvað segir þjer?“ Álit banka stjórans á töskunni hafði gjör- breyst. „Eins og jeg segi, 29.000 krón- ur. Málið er svona vaxið: Silf- urberg á marga ættingja, en flesta fátæka. í góðu árunum þegar hann hafði talsverðar aukatekjur, setti hann talsvert fje á nafn konu sinnar og barna en var líka afar örlátur við fjarskyldari ættingja sína. Með- al þeirra voru margar gamlar konur, sem liöfðu úr mjög litlu að spila, örkumla frændi lians, sem hann keypti lifeyri fyrir, svo að hann gæti komist á elli- hæli, einkasonur þessa manns, efnilegur drengur, sem Silfur- herg styrkti til náms, stór barna- hópur forstöðulaus, eftir liann Grím gamla söðlasmið, sem var giftur berklaveiku systirinni hans Sijfurbergs .... og svo framvegis. Nú hefir alt þetta umkomulausa fólk, nánustu og fjarlægari ættingjar lagtfram síðustu aurana sína til þess að hjarga Silfurberg“. Málaflutningsmaðurinn opnaði töskuna. „Hjer er meðal annars heill bunki af sparisjóðsbókum. Summurnar i þeim eru ekki stórar. Þessi er til dæmis á 637 krónur og 78 aura og er frá Maju Silfurberg, sjötugri konu sem ekkert á til .... Og lítið þjer á þessi umslög. Hjerna er til dæmis það, sem var í spari- hyssu yngstu dóttur Silfur- bergs, ellefu ára gamallar, 28 krónur og 17 aurar —. . Og hjerna hefir frændi hans, ör- kumlamaðurinn afhent trygg- inguna sína sem pant. Hann er íeiðubúinn til að flytja í annað ódýrara ellihæli. Þjer sjáið að laskan er full. Samtals gerir þetta nákvæmlega 28.835 krón- ur og 74 aura“. Úr því að hjer var ekki um að ræða, að neita hógværri lán- beiðni frá þurfandi manni, en þvert á móti að taka göfugmann- legu tilboði bankanum í liag, gat bankastjórinn varið það, þó hann sýndi ofurlítið mannlegar tilfinningar. „Og nú vill alt þetta fólk . . ?“ byrj aði hann og komst svo langt að liann tók af sjer gleraugun og þurkaði af þeim með vasa- klútnum sinum. „Já“, bætti málaflutningsmað- urinn við, „þetta er ærukær fjölskylda!“ „Ja-á!“ sagði bankastjórinn og stóð upp. „Þetta flytur málið í annað ljós. Auk þess . . gagn- vart svona mikilli fórnfýsi verð- ur maður að teygja sig eins langt og hægt er . . En, en. Þetta er þó ekki nema fyrir tæpri hálfri upphæðinni". „Persónulega", sagði mála- flutningsmaðurinn legg jeg enga álierslu á tilfinningahliðina á málinu. En sem málaflutnings- maður bankans hlýt jeg' á bein- im hagnaðargrundvelli bank- ans, að mæla með þvi að til- boðinu verði tekið. Það lækkar lap bankans úr sextíu þúsund niður í rúm þrjátíu. Já, því að það er vitanlega ófrávikjanlegt skilyrði fyrir tilboðinu, að málið verði ekki gert opinbert“. „Auðvitað. En livernig höfðuð þjer hugsað yður ....?“ „Það verður að finna form fyrir því. Þessar 31.165 krónur gætu til dæmis komið inn í bæk- urnar sem veitt lán, sem aðal- gjaldkerinn hefði fengið í ein- hverju sjerstöku augnamiði, og sem ef lil vill væri hægt að lækka smámsaman með þvi að draga af kaupinu hans“. „Gerið þjer þá ráð fyrir, að Silfurberg verði áfram í bank- anum?“ spurði bankastjórinn uppvægur. „Já, auðvitað. Það er eitt skil- yrðið“. Gullberg bankastjóri hugsaði lengi. Eitt kvöldið, vikutíma seinna sátu þeir i makindum sinn i hvorum leðurstólnum í reyk- ingastofu málaflutningsmanns- ins, hann sjálfur og Ferdinand Silfurberg. Hinn sveimhuga andi Silfur- bergs hafði, meðan stóð á mál- tiðinni er þeir höfðu nýlokið við, reikað um ýms af hinum fögru frönsku hjeruðum, sem hann elskaði sem sitl eiginleg- asta heimkynni. Nú dvaldi hann í draumi í hjeraðinu Cognac. Milli vinanna stóð messingshorð með koparkönnu, flaska með háleitu innihaldi milli tveggja lítilla glasa. Samt var það etthvað sem ó- náðaði bankagjaldkerann í sælu móki hans, og' eftir að hann hafði tæmt fjórða glasið rauf hann þögnina. „Þetta var meistaraverk hjá þjer“, sagði hann, „að þú skyld- ir á nokkrum klukkutímum geta skrapað saman öllum þess- um sparisjóðsbókum og hinu draslinu, sem þú fyltir koffort- ið með“. „Það var ekki heldur tekið út með sældinni“, svaraði mála- fíutningsmaðurinn. „Sumt var nú tilbúningur, eins og t. d. þetta með sparibaukana. En mest af þvi var ekta“. „Það er víst um það. En það er eitt, sem mjer er ekki fylli- lega ljóst. Þú fjekst ekki fult andvirði fyrir þessar þrjátíu þúsund krónur. Að því er mig' minnir var .... „28.835 krónur og 74 aura“, sagði málaflutningsmaðurinn. „Jæja, þú skilur það ekki. Þú þekkir víst ekki þetta frænd- fólk þitt. Með allri virðingu fyr- Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.