Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Þinghúsið í Tokíó. hinni fornu höfuðborg Kína- veldis.----- Til þess að lialda uppi lögum og reglum í norðurfylkjunum var setl svokölluð Chahar- Hopei-nef nd. N ankingst j órnin tilnefnir menn í nefndina en japanska stjórnin samþykkir kjörið. Formaður nefndar þess- arar heitir Sung Chehyuan, maður, sem enginn sá er íhugar norðurkínverska málið, verður klókur á. í Peiping spyrja menn liver annan en fá aldrei svar: Er Sung Chehyuan Kínverja mað- ur eða Japana? Hann þiggur fje frá háðum aðilum og þessvegna er vant að orða sannleikann um hann svona: Ilann er hvorki fyrir Kínverja nje fyrir Japana en hann er fyrir sjálfan sig! Hopei og Chaliar eru 214.000 enskar fermílur að' stærð og i- húatala þessara tveggja fylkja er 40 miljónir. Sung Chehyuan varð að hlíta því, að banna ali- an þjóðræknislegan undirróður fyrir Kinverja í fylkjum þess- um, og ungir stúdentar, sem telj- ast til fjelagsskaparins Kuom- intang sæta því sifeldum of- sóknum, fundum þeirra er sundrað og þeir sjálfir fangels- aðir og drepnir. Jeg kyntist sið- astliðið sumar ýmsum af leið- logum þessarar ungu ættjarð- arvina og' lýsing þeirra á með- ferðinni á sjer var ótrúleg. En þeir berjast eigi að siður fyrir sínum málstað, eggja fólkið í þorpunum til andstöðu, ungar slúlkur með gjallarliorn fyrir munninum lirópa níðvísur fyrir iiændurnar um liinn erlenda böðul, sem þær lýsa, sem hálf- skapnaði manns og dýrs. Sumarið 1936 færðu Japanar sig' svo upp á skaftið, að þeir lögleiddu láglolla fyrir Hopei- Chahar, svo að nú flæddu ó- dýrar japanskar vörur yfir landið og ldnversku framleið- endurnir i hjeruðum þessum urðu gjaldþrota, en japanar keyptu verksmiðjur þeirra. Næst skeði það, að Japanar heimtuðu, að Sung Chehyuan færi með her sinn úr fylkjun- um, suður til Kína. Japanar kváðust slcyldu taka að sjer að Katsuki, ;/firhershöfðingi Japana í Norðnr-Kína. lialda uppi lögum og reglu. Einn af stúdentaforingjunum sagði mjer, að í leyni liefði komið skilaboð til þeirra frá fylgjendum Sung Chehyuan um að fara í hermannaskálana og halda þar eggjunarræður yfir hermönnunum um að hopa hvergi, jafnvel þó að hann yrði sjálfur til málamynda, að biðja þá um að fara. Alt var undir- búið. Við miðdegisverð dinn átti Sung Chehyuan að undir- skrifa nýjan samning, þar sem hjeruðin fimm lýstu yfir sjálf- stæði sínu og ósk sinni um að fá japanska ráðunanta í allar opinberar skrifstofur .Og Jap- anar voru þegar farnir að fagna sigrinum. Miðdegisverðurinn fór fram, en Sung Chehyuan stóð upp og fór, án þess að skrifa undir. Hann var viss um her sinn, sem stúdentarnir höfðu eggjað lögeggjan. Það var eigi annað sýnna en að til tíðinda mundi draga, en ekkert skeði. Japanar óku brynreiðum sínum inn i Peiping og Tienlsin í mót- mælaskyni, en hættu við „her- æfinguna“ eftir nokkra daga. í staðinn ljetu þeir hersveitir mongólskra manna ráðast inn i Suyianfylki, en þeirri árás var hrundið og nokkru seinna gerði Sung Chehyuan heimsókn hjá Chang-Kai-Shek í Nanking. __ _ __j _ Japanar hafa 8000 manna fastalier við Peiping og er það samkvæmt samningi Kínverja við erlend ríki eftir boksara- styrjöldina um aldamótin. í Austur-Hopei hafa þeir 15.000 vel æfðra hermanna. Það sem mestu skiftir i sambandi við liinar nýju skærur er þetta, hvorl lierinn í Mandsjúríu er þátttakandi í hinu nýja innrás- aræfintýri. Það er nefnilega ekki hægt að tala um her Jap- ana í einu lagi; til þess rekast of margir gagnstæðir hagsmunir á í japöskum stjórnmálum. En hinsvegar er það fyrir löngu ljóst, hvað Japanar þrá: að fá í Norður-Kína. Það kemur fram í hverri yfirlýsingu stjórnar- innar, nú seinast fyrir mánuði. Japan vill fá hráefni, bómull getur ekki vaxið i Mandsjúriu, það hafa margar tilraunir sýnt, og járnmálmurinn i Mandsjúriu er ekki nothæfur til stálfram- leiðslu. Kolin eru ljeleg. En bómullin vex vel í norður-kín- versku fylkjunum finnn, og að- eins nokkurra klukkutíma járn- brautarleið frá Peiping eru sumar dýrmætustu kolanámur Asíu.------ Hingað til hafa Kínverjar hvarvetna látið undan siga þar sem Japanar leituðu á. Fyrst í Mandsjúríu, svo i Jehol, síðan i Norður-Kína — en þrátt fyrir það þó að Japanar hafi töglin og hagldirnar í fjármálum þar, þá er Norður-Kína stjórnarfars- lega hluti af kinverska ríkinu. Síðaslliðið sumar var formlega tekið tillil til þess að Kínverjar sögðu nei; Japanar hikuðu í fyrirætlun sinni. Enginn veil livorl Kínverjar reynast nú menn til þess, að setja völd sín þessu nei-i að bakhjarli. Hitt vita inenn, að tíminn hefir spilt málstað Japana. Þegar þeir seltust upp í Mandsjúríu stóð fólkinu þar nokkurnveginn á sama, liver til þess yrði að kúga það og ræna, og veitti því ekki viðnám. Og i Jehol var Japön- um lekið sem bjargvættum. í Norður-Kína er þannig ástatt, að almenningur er eigi aðeins á móti Japönum, vegna þess að ungir ættjarðarvinir Iiafa talað kjark í fólkið, lieldur hatar það einnig Japana vegna þess að þeir hafa gert verksmiðjufyrir- tækin öreiga og eyðilagl versl- un Norður-Kína. Hersliöfðingj- arnir, sem stjórnarfylkjunum í Norður-Kina þrá ekki — að einum undanteknum — að Jap- anar stjórni þeim, en þeir kæra sig heldur ekki um, að komasl undir áhrifavald stjórnarinnar i Nanking. f Peiping situr enn stjórnandi, sem enginn getur skipað eða bannað. Ef Nanking- stjórnin lýsir yfir, að Japönum verði ekki leyfðar frekari að- gerðir, þá er sú yfirlýsing lítils virði í samanburði við það, sem Sung Chehyuan vill vera láta. Kjósi hann Nankingstjórnina þá ná Japanar ekki völdum i Norður-Kína — en kjósi hann að verða stjórnandi Norður- Kína af Japana náð, þá verður Nankingstjórnin ekki spurð fyr en Japanar eru komnir suður að Gulá. En vera má, að honum takisl enn að koma á samningum. Það hefir undanfarna mánuði verið þingað um ýms merk mál, svo sem járnbrautir, er Japanar vilja leggja frá kolanámunum i Sliansi og til sjávar, og um nýj- ar verksmiðjur sem hið nýja japanska fjelag, er ætlar að liagnýta sjer auðæfi Norður- Kina, vill koma á fót. Helstu auðfyrirtæki í Japan hafa ver- ið pínd til að leggja fje í þetta fyrirtæki, ella skyldu ráðamenn jieirra drepnir. Það eru hæst- settu menn liersins, sem ráða þessu fyrirtæki. Það er hugs- andi, að þessir sanmingar kom- ist á, en ef ekki —ef herinn leggur upp, þá verður að minn- ast þess, að hversu margar þús- undir manna sem missa lífið, þá telja Japanar sig ekki vera að fara i st\ríð, nú fremur en nokkru sinni fyr. Jeg átti í vet- ur tal við japanska aðalkonsúl- inn Suma, mann hersins í sendi- ráðinu i Kína og ötulasta bak- lijarl alls japanska undirróð- ursins í Kína. Hann sagði: Stríð .... það er fáviska að tala um stríð. Hjer er um að ræða hlutverk, sem Japönum er lífsnauðsyn að koma i fram- kvæmd — eða ef þjer viljið frenmr: hjúskap, sem farsælast væri að koma í framkvæmd á þann liátt, að brúðirin segði já, en sem undir öllum kringum- stæðum er óhjákvæmilegur!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.