Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 2

Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N -------- GAMLA BlÓ --------------- .,Blóð og GuH“. Afar spennandi og efnismikil tal- mynd, gerÖ undir stjórn JAMES CRUZE. Aðalhlutverkin leika EDWARD ARNOLD, BINNIE BARNES og LEE TRACY. Sýnd bráölega. Það er æfintýri John Sutters, sem mynd þessi segir frá. Sutter var um eitt skeið ríkasti maður heimsins, þvi að hann átti alla Kaliforníu um það leyti, sem gullið fanst þar í landi. En það var einmitt gullið, sem gerði hann öreiga að kalla mátti á svip- stundu. John Sutter flýði ættland sitt, Sviss, vegna þess að hann var grun- aður um að hafa myrt mann. Æfi- sögur hans geta ekkerl um, hvort þessi grunur hafi verið á rökum bygður eða ekki, en það eitl er víst, að hann flýði vestur um haf, og ferðaðist áfram stað úr stað frá austurströndinni alla leið þangað til hann komst vestur á Kyrrahafs- strönd. Hann kyntist á leiðinni manni einum enskum, sem hjet Pete Perkins og komst með honum til Suðurhafseyja. Þar höfðu þeir þó skamma viðdvöl en hjeldu aftur fil lvyrrahafstrandar, og þar lókst Sutton að fá eignarhald á landi, hjá spánska landstjóranum Alvarado. Landið sem hann fjekk er sem svar- ar hálfri Kaliforníu, og settist hann þar að, sem nú er San Francisco, reisti þar búgarð og hafði fjölda fólks i þjónustu sinni. Var hann bú- höldur hinn besti og alt ljek í lyndi lijá honum, þangað til gullið fanst í Sacramentodalnum. Þá byrj- aði fólk að streyma að, úr öllum áttum. Og í stað þess að vera stór- býli, varð nú borg þar, sem heitir San Francisco. Hann flæmdist burt af nýlendu sinni, því að „gamm- arnir“ urðu honum ofjarlar. Þegar Sutton fór frá Sviss, árið 1839, skildi liann þar eftir konu sína og marga syni. Hann Ienti vitanlega í nýjum ástaræfintýrum í ferð . sinni vestra, en gleymdi þó aldrei konu sinni. Og fallegasti hluti myndarinnar, sem sýnd verður i GAMLA BIO innaiv skamms segir frá endurfundum hans og konunnar. Þessi mynd er sannsöguleg i öll- um atriðum og þessvegna hefir kvikmyndafjelagið, sem tók hana, lagt alla alúð við að gera hana sem rjettasta, svo að hún getur talisl raunverulegur þáttur i því starfi, sem Amerikumenn hafa byrjað í þá átt, að gera kvikmyndir, er lýsi því, hvernig land þeirra bygðist. En um leið og myndin er söguleg heimild, ei hún líka lýsing á því einkenni- legasta æfintýri, sem nokkur maður hefir upplifað. Og sögulokin, þegar „fyrverandi ríkasti maður heimsins“ gengur dag eftir dag inn i ganginn á rjettarsölunum, til þess að fá að heyra úrslit málaferlanna, sem hann á í við Bandaríkin, útaf eignatapi sínu, eru svo átakanleg, að orð fá ekki lýst því. — En myndin gerii' það vel. Ung ensk stúlka varð nýlega fyr- ir bifreið og meiddist svo mikið á öðrum fæti, að vonlaust þykir um, að hún geti nokkurntíma dansað sæmilega framar. Hún fjekk 36.000 krónur í skaðabætur, með þeim for- sendum að henni yrði erfiðara að giftast, úr þvi að hún gæti ekki dansað! Gísli Kristjánsson Laugaveg h?>, verður 70 ára 28. ágúst. UPPÁHALDS-GÍRAFFINN í dýragarðinum í London, sjest hjer á myndinni, nýkominn úr þrifabaði, og er gæslumaður hans að bursta á honum hálsinn. Skaftið á burstanum verður að vera langt, til þess að gæslumaðurinn nái upp á efstu hæð gíraffans. ÞETTA ER JOE LOUIS, svarti linefakappinn frægi, sem lagði Max Schmeling að velli og tók síðan heimsmeistaratignina af James Brad- dock í Chicago 22. júní í sumar, sem sjest lijer á myndinni. Á næst- unni á hann að etja kappi við enska hnefakappnnn Tommy Farr. Viðureign Roosevelts forseta við hæstarjett Bandaríkjanna, sem dæmdi ómerka ýmsa bjargráðalög- gjöf forsetans, hefir verið umtals- efni um víða veröld síðan í fyrra. Hjer sjást dómarar rjettarins, að af- lcknum rjettarfundi, dómsforsetinn Charles Evans Huglies til hægri og einn af yngri dómendum, Benjamin Cardozo til vinstri. Þegar tóbaksnantn var glæpnr. Ýmsir hafa ýmigust á tóbaksnauln nú á dögum, bæði vegna þess að hún sje heilsuspillandi og af því að þeir þola sjálfir illa reyk. En hvað er það á móti því sem var í gamla daga, þegar tóbaksnautn var talinn glæpur og varðaði við lög. Þá gekk bæði klerkastjettin og yfir- völdin i skrokk á öllum tóbaks- mönnum. í Persiu kvað svo ramt að, að sá maður sem staðinn var að því að reykja tóbak, var dæmdur til dauða. Það þótti hundahepni ef liann slapp með að láta skera af sjer nefið. Það var ekki heldur tekið nein- um' vetlingatökum á tóbaksmönnun- um í Rússlandi. Árið 1613 undir- skrifaði Michael Feodorovitsj keis- ari lög, sem álcváðu tóbaksreykinga- mönnum æfilangt fangelsi og i Tyrk- landi varðaði tóbaksnautn harðri refsingu. Alt fram að 1660 var tóbaksnautn talin hinn skaðlegasti löstur í Sviss og varðaði fangelsisvist. Jakob I. Englandskonungur lagði einnig harða refsingu við tóbaks- nautn og enska þingið gekk svo langt að það dæmdi mann einn, Ragldiff, tii dauða, fyrir það að liann hafði flutt þennan ósið inn í landið. Auðvitað urðu páfarnir að láta sig þetta mál einhverju skifta. Árið 1642 skrifaði Urban páfi VIII. erki- biskupnum í Sevilla og skoraði á hann að neyta ekki tóbaks, en cf hann skelti skolleyrunum við þvi, hótaði páfinn að lýsa hann í bann. Innocentius páfi XI. ákvað, að alla reykjandi presta skyldi setja af em- bætti tafarlaust, og sekta þá um 25 dúkata. En ekkert stoðaði. Tóbaksnautin breiddist út eins og fjárkláði og öll bönn reyndust einskis nýt. Og talið er, að bönnin og refsiákvæðin hafi orðið til þess að flýta meira fyrir útbreiðslu tóbaks en nokkuð annað. ——x------ NÝJA BIÓ. WAUER HUSTON RUTH CHATTERTON Amerisk kvikmynd samkvæml hinni heimsfrægu sögu „Dods- worth“ eftir Nobelsverðlauna- skáldið SINCLAIR LEWIS. Leikurinn fer fram í Bcuularíkj- unum, Auslurríki, Ítalíu og um borð í risaskipinu Queen Mary. Sinclair Lewis er ýmsum íslensk- um lesendum kunnur af bókum sín- um, en þó ekki nógu mörgum. Pví að hjer er um að ræða einn sjer- stæðasla rithöfund heimsins. Hann er meinlega fyndinn og svo háska- lega athugull, að lýsingar hans eru gersimar öllum þeim, sem kunna að lesa bók. „Dodsworth11 er ein frægasta saga Lewis. Hvort hún er sú besta, skal ósagt látið, en lnin hefir orðið ein aí þeim vinsælustu. Það er efni þessarar sögu, sem United Artists hafa kvikmyndað, og sett í aðalhlut- verkin ágætisleikarana Ruth Chatt- erton og Walter Huston. Meðferð þeirri er svo frábær, að því er ekki hægt að lýsa. Það var gert leikrit eftir sögunni, og ljek Huston sama hlutverk og í myndinni yfir 406 sinnum í New York. Dodsworth er „bíIakongur“ og svo mikill iðjuhöld- ur, að bærinn stendur og fellur með honum. Bærinn er of litill fyrir konuna hans — hún þráir að kom- ast þangað, sem hægt sje að gera meiri tilbreytingar á lifinu. Og svo lsetur hann til leið1ast, að selja bíla- verksmiðjuna sina, og fara í skemti- ferðalag til Evröpu. Sú ferð er góð lýsing á því, hvernig lunderni Ame- ríkumannsins er. Konan fer að dufla við einn og annan og maðurinn, sem er þó ekki nema tiu árum eldri, geriv það sama. Þegar að því er komið, að þau eigi að fara heim aftur, vest- ur um haf, vill hún ekki fara, en lætur mann sinn leigja fyrir sig bústað við Genfarvatnið í Sviss. Hann fer vestur, en leiðist þar hrátl einveran. Hann er orðin „rótlaus" — hefir selt fyrirtæk það, sem hann varð stór á og sem gerði bæinn stóran. Hann fer aftur austúr um haf, til þess að vitja konunnar. í þeirri ferð gerast mörg tíðindi, sem ekki verða rakin hjer. — En „Dods- worth“ er ekki aðeins skilgreining á hátterni Ameríkumannsins, sem á nóga peninga. Hún er líka lýsing á því, að þeir sem eiga nóga peninga, uppgölva stundum, að það er ekki hægt að fá alt keypt fyrir peninga. Lánið í lífinu verður aldrei metið i krónum eða aunun, því að jiað liefir aldrei verið til kaups. Sálarlífslýsingin, sem Lewis gefur í myndinni er svo mikill gimsteinn, að þeir sem horfa á myndina, kaupa sjer bókina á eftir, ef þeir eiga hana ekki áður. Það er ástæðulítið að vera hrædd- ur í þrumuveðri, þvi að hagskýrslur sýna, að eins ein manneskja af hverjum fjórum miljónum bíður bana af eldingum. Þá er miklu hættulegra að ganga um götur borg- anna eða þjóðvegina, því að af hverjum 4 miljónum farast 649 af umferðaslysum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.