Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.08.1937, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Möðruvallaskólinn fyrir 50 árum. Endurminningar frá árunum 1885-.87. Eftir Árna Jóhannsson, bankafulltrúa. (Sigurður skólameistari Guð- mundsson á Akureyri ætlaðist svo til, að gefið yrði i'it minningarrií nm gagnfræðaskólann á Möðruvöil- um og Akureyrarskóla á nO ára al- ■mæli skólans, 1930. Skrifaði hann ýmsum gömlum Möðrnvellingum og nemendum Akureyrarskóla 1929 og mœltist til að þeir rituðu minning- argreinar um skólann, veru þeirra þar og not námsins við æfistarf þeirra, til birtingar í minningarrit- inu, og lagði fyrir þá ýmsar spurn- ingar þar að lútandi. ítarlega sögn skólans munu þeir hafa samið, skólameistarinn og Brynleifur Tobi- asson kennari. En þegar tit kom, strandaði útgáfa ritsins á fjárskorii. Bið jeg ná Fálkann fyrir minn- ingargrein þá, er jeg reit i þessa skyni. Á. Jóh.). Mjer er það ánægja, að fá tæki- færi til aS minnast MöSruvallaskól- ans, því aS jeg tel mig eiga honum mikiS upp aS unna. Mjer var lofaS aS velja, hvort jeg vildi heldur: fara á MöSruvallaskól- ann, eSa læra trjesmíSi. Reyndar þóttist jeg vita, aS for- eldrar mínir vildu öllu heldur, aS jeg iærSi handiSnina. Þau munu hafa álitiS framtíS minni betur borgiS meS þeim hætti. Þökk sje þeim fyrir það og alla umhyggju þeirra og umönnum. En jeg valdi skólagönguna. Þótti eitthvað meira til þess koma. Og svo fór jeg í skólann lj? ára drengur, Iiaustið 1885. I>að voru fyrstu sporin mín heim- an að, úr foreldrahúsum. Og til dval- ar kom jeg þar ekki framar. En blessunaóskir ástríkra foreldra og systkina fylgdu mjer út í heiminn — og var þess full þörf. Tveir aðrir Svarfdælingar fóru i skólann það sama haust: æskuvinur minn Halldórsson á Melum og Ágúst Jónsson í Hrappstaðakoti. Vorum við hinir fyrstu, er skólann sóttu úr þeirri sveit, fylgdumst að allan skólatímann og höfðum sarn- Jags-mötuneyti hjá Jóni bónda Ólafs- syni á HalIgilsstö'Sum. Það var orðið dimmt um kvöldið. er við komum heim að Möðruvöll- um, Svarfdælingarnir. Ljós voru í öllum gluggum skólans og í móií okkur glumdi einkennilega fagur og fjörugur hljóðfærasláttur. Við vor- um leiddir inn og upp í svefnlofí. Þar sat maður á rúmstokk og ljek á harmoniku af list svo mikilli, að slíkt hafði jeg aldrei áður heyrt og sjaldan síðan. Það var Einar Ólafs- son frá Firði í Mjóafirði. Hópur ungra og fjörugra sveina þyrptist utan um okkur, hina nýkomnu; tók einn þeirra í axlir mjer og sveiflaði mjer í kringum sig eftir hljóðfallinu -— og þar með taldi jeg mig vera orðinn fullgildan skólasvein. Námið gekk sæmilega. Skólavistin átti vel við mig. Má svo að orði kveða, að mjer þætfi hver dagurinn öðrúm ánægjulegri, þá tvo vetur, sem jeg var í skólanum. Enda er tæplega hugsanlegt indælla líf fyrir heilbrigða og sæmiíega vel gefna pilta, en að iðka skemtilegar og gagnlegar námsgreinar, og þess í milli að leika sjer með fjörugum fjc- lögum. Auðvitað hlupu smásnuðrur á vinskapinn við og við; en þær riiknuðu upp jafnharðan. Sjerstaklega er mjer ljúft að minn- asl rektors, .1. A. Hjaltalíns, með virðingu og þakklæti. Ágætari skóla- stjóra get jeg var.t hugsað mjer. Nje heldur betri kennara. Skráðar skólareglur voru fáar. Og yfirleitt var þeim fúslega hlýtt. Piltum var Ijúft að vera skólastjóra að skapi, af þvi að þeir fundu, að hann vildi þeim alt hið besta. Smámunasemi, hótfyndni og sýtingur var honum fjarlægt. Augnatillitið nægði. Það sást svo vel á svip hans, hvort hon- uin likaði betur eða ver. Og yrði einhver pilta orsök þess, að svipur- inn þyngdist, þá átti sá hinn sami vísa vanþóknun allra hinna. Svo vel virtu |ieir hann og þótti vænt um hann. Vasklegur og fagur leikur (fair play) var honum unun; en hverskonar bolabrögð og ragmenska andstygð. Kenslustundir rektors voru liinar ánægjulegustu, og kenslugreinar hans þungamiðja skólanámsins. Það |>ótti þyi miklu varða, að geta stað- ið sig sem best í þeim greinum. Eðlilegur og góðfús myndugleiki hans var piltum yfirleitt næg hvöt lil ástundunar. Og vanþóknun fyrir slæma frammistöðu kom öllu freru- ur frá skólabræðrum, en skólastjóra. Hann hafði eitthvert fyrirhafnar- laust lag á því, að vekja hjá skuss- anum rjettmæta sjálfsásökun án nokkurrar hirtingar — og þá um leið löngun til að gera betur. Vafalaust var islenskan mesla uppáhalds-kenslugrein rektors, og vel tókst honum að vekja virðingu og áhuga pilta á henni, þó að mis- jafn yrði árangurinn. Hefir sú náms- grein orðið mjer æ kærari síðan, þó iió aldrei hafi jeg náð nema lausa- tökum á henni. — Við enska tungu lagði hann einnig mikla rækt, svo og sögu íslands og islenskt stjórnar- far („Hvernig er oss stjórnað?") Heyrt hefi jeg það, að Hjaltalín hafi átt að vera eitthvað „blendinn i Irúnni", og að hann hafi átt að hafa slæm áhrif á pilta i þá átt. — þetta er mjer alveg ókunnugt, og engra misindis-áhrifa varð jeg var. Hann hafði þá föstu og fögru reglu, að byrja hvern dag með bænahaldi í skólanum: las sjálfur stuttan kafla í Ritningunni og Ijet okkur syngja sálmvers á undan og eftir. Aðrir kennarar skólans voru þá W. G. Spence Paterson og Halldór Priem. Likaði mjer vel við báða og þótti vænt um þá. En utan kenslustunda höfðum við piltar barla litið af þeim að segja. Báðir kyrlátir, sjerlega prúðir og afskifta- litlir. Jeg hygg, að um þá megi segja, að þeir hafi verið góðir kenn- arár, og að áhrif þeirra á pilta hafi eingöngu verið góð. Paterson kendi hinar ýmsu grein- ar náttúrufræðinnar. Af efnafræði. eðlisfræði, grasafræði og steina- fræði mun jeg hafa haft einna minst raunhæf not. Vildi jeg þó engan veginn hafa verið án þeirrar fræðslu sem jeg fekk i þessum námsgrein- um. Mannkynssaga og landafræði voru mjer hugþekk viðfangsefni. Það skal sagt, Halldóri Briem til hróss, að námsgreinar hans munu hafa orðið mjer einna notadrýgstar, fyrst og fremst reikningurinn; jeg befi svo oft þurft á honum að halda. Danskan sömuleiðis. Söng- fræði kendi hann líka; en þá kenslubók, sem notuð var, kunni jtg áður. Leikfimin var ljeleg. Magnús Einarsson organleikari á Akureyri kendi söng og varð hann mjög til að Hfga og fegra skóla- lifið. ----x----- Af því, sem þegar er sagt, er það auðsætt, að í minni skólatíð tel jeg pilta hafa orðið fyrir langmestum og bestum áhrifum frá Hjaltalín rektor, og það jafnt í kenslustund- um sem utan þeirra. Skólabragurinn var yfirleitt góð- ur, glaðvær og frjálslegur. Og það tel jeg bestan kost skólalífsins. Sam- komulag gott milli kennara innbyrð- is, og slíkt hið sama inilli lcennara og pilta. Og þegar getið er glað- værðarinnar í skólanum, má ekki ekki gleyma að minnast rektors- frúarinnar með viðurkenningu og þakklæti. Jeg hygg, að skólinn hafi veitt staðgóða og notadrjúga undirstöðu- mentun, svo góða, að aðrir skól- ar geri varla betur á svo stuttum lirna og með likum tilkostnaði. Af námsgreinum þeim, er kendar voru, vildi jeg engri hafa slept. En vegna hins takmarkaða skólatima álít jeg, að ekki hefði verið fært að hafa þær fleiri. Margur mundi að vísu hafa kosið fullkomnari mentun. En hæpið er, að skólinn hefði komið að jafn almennum notum og orðið hefir, ef tíminn hefði verið ákveðinn lengri. Námið hefir komið mjer í góðar þarfir og notast sæmilega. ----x----- Hver áhrif skólinn hefir haft á æfiferil minn og gengi? Um það er spurt. Og jeg tel mig svara spurn- ingunni besl með því, að greina hin helstu störf, sem jeg hefi haft á hendi, síðan skólanáminu lauk. Þremur árum eftir að jeg útskrif- aðist, var jeg ráðinn heimiliskenn- ar til Þórarins Gnðmundssonar kaupm. og konsúls á Seyðisfirði. Var jeg (i ár bjá þeim sæmdar- manni, við kenslu á vetrum, en verslunarstörf á sumrin. Þá var jeg næstu 10 árin skrifari og fulltrúi sýslumanns og bæjar- fógeta Jóhannesar Jóhannessonar á Seyðisfirði, og oft settur til að þjóna cmbættum hans. Reyndist hann mjer einn hinn allra mesti drengskapar- og mannkostamaður, sem jeg heíi lcynst á lífsleiðinni, og var samveran og samvinnan með honum mjer ómetanlegur ávinningur. — Jafn- framt var jeg spítala- og bæjar- gjaldkeri Seyðisfjarðarkaupstaðar. Þaðan flutti jeg til Reykjavíkur 1900. Var þá fyrst við ritstörf lija hinum þjóðkunna stjórnmálamanni Birni Jónssyni ritstjóra — síðar ráðherra. Þar næst biskupsskrifari hjá hr. Hallgrími biskuj) Sveinssyni, síðasta æfiár hans, og hjá hr. Þór- lialli biskup Bjarnarsyni, fyrsta ár hans. Á jeg margar góðar minningar frá samverunni með öllum liessum mætu og mikilhæfu mönnum. Um áramótin 1909—10 fór jeg i Landsbankann og var þar nærfelt 10 ár, þar af tæ]> 2 ár útbússtjóri bankaútbúsins á Eskifirði (1917— 19). Þá rjeðist jeg í íslandsbanka i Reykjavik, og hefi vcrið þar síðan. Hefi jeg átt í báðum bönkunum ýmsa ágæta yfirboðara og sam- verkamenn, og yfirleitt alla tíð ver- ið mjög lánssamur, að þvi er hús- bændur snertir, eins og þegar er sýnt. Ofurlítið hefi jeg fengist við rit- störf og áll ýms áhugamál, svo sem sjálfstæðismálið, bindindismál og kristindómsmál. Seyðfirðingar sýndu mjer ])ann i óverðskuldaða heiður, að kjósa mig i landsdóm. Og í stjórn Sjálfstæðis- fjelagsins var jeg þau árin, er mesl- ur var hitinn í sjálfstæðisbaráttu vor íslendinga. Það er ekki mitt að dæma um það, hvernig jeg hefi leyst störf min af hendi. En það þykist jeg vita, að ekki héfði jeg tekisl þau á hendur, ef jeg hefði ekki notið þeirrar undirbúningsmentunar, sem jeg fekk á Möðruvallaskóla. — Þess vegna endurtek jeg það, að jeg lel mig eiga honum mikið að þakka. — Og vinarkveðju vil jeg nú senda þeim skólabræðrum minum, sem enn eru á lífi. Og enn er eftir hin ljúfasta minn- ing í sambandi við veru mína á Möðrilvöllum: Þar kyntist jeg konu minni, Önnu M. .1 ónsdóttur, er þá var ráðskona Hjaltalínshjóriannö. Og þar kvæntist jeg lienni, á höf- uðdag 1887. Hefir hún verið og er mjer tryggur og ástrikur förunautm alla tíð siðan. Árni Jóhannsson frá Ingvörum. — KARLMENNIRNIR BARNFÓSTRUR. Danir hafa tekið upp það ný- mæli, að halda námsskeið í barn- fóstrun — fyrir karlmenn. P7r þeim kent alt það, sem nauðsynlegl er að vita um meðferð ungbarna. Hjer á myndinni sjásl tveir piltar ver.i ;;ð æfa sig í að halda á börnum -- en til vonar og vara eru börnin brúður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.