Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 2
0 F Á L K I N N Kaupmannahöfn nálgast nú óðum það, að verða miljóna-borg. Við sið- asta manntal vantaði tæp 14 Jhís. til þess, að þar væri 1 miljón ibúa, og er búist við að þessi 14 þúsund bæt- ist við á þessu ári. Kaupmannahöfn skiftist frá fornu fari í þrjú bæjarfé- lög Gentofte að norðvestan með 72 þús. ibúum, bina eiginlegu Kaup- mannaböfn með 686 þúsundum, og Friðriksberg (sem nú er alveg um- lukt af gömlu Kaupmannahöfn) með 114 þús. íbúa. ----x—— Alfred Langeven í Detroit getur slökt á kerti með lofti sem hanp biæs út úr augunum á sjer. ----o--- ------ GAMLA BlÓ ----------- Taylor skipstjóri. Tilkomumikil sjómannasaga og þrælasalamynd, sem gjörist um endalok þrælasölunnar illræmdu forðum. Aðallilutverkin leika: GARY COOPER, FRANCES DEE, GEORGE RAFT. Petta er sannkölluð stórmynd bæði að efni og útbúnaði. Mýndin verður sýnd bráðlega. Gamla Bíó sýnir iiráðlega m'ynd, sem nefnist „Taylor skipstjóri“, og fjallar um atburði frá þeim tímum, er þrælasala var daglegt brauð og hinn arðsamasti atvinnuvegur, enda þótt hún væri bönnuð með lögum. Kringum 1840 lögðu þrælakaupmenn mikið kapp á að ná í svertingja á vesturströnd Afríku og flytja þá lil Ameríku og selja þá þar, því að þá var þrælahald enn leyft í Bandarikj- unum. Græddu þeir á þessu stórfje. Hins vegar gerðu Englendingar alt, sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir þessa óleyfilegu verzlun og höfðu skip úti til þess að sitja fyrir skipum þrælakaupmanna og klófesta þau. Myndin lýsir m. a. mjög átakanlega meðferðinni á þrælunum, og baráttu Englendinga til þess að útrýma þessarri ólöglegu og svívirði- legu verslun. Með snarræði, hyggind- um og ófyrirleitni tekst ungum skip- stjóra Taylor að nafni, sem leikinn er af liinum vinsæla og karlmann- lega lefkara, Gary Cooper, að veita Englendingum slíka aðstoð í bar- áttunni við þrælakaupmennina, að þeir bera ekki sitt barr eftir það. Það kemst upp um forgöngumenn- ina, félagsskap þeirra er sundrað, og þeir bíða algerlega ósigur Myndin er hetju- og sjómannamynd, afar- spennandi á köflum, svo að menn eru milli vonar og ótta um úrslitin. Ekki fara áhorfendur þó alveg á mis við að sjá í myndinni synishorn af sætleik ástarinnar. Taylor skipstjóri og hin unga Margaret Tarryton, sem leikin er af Frances Dee, sjá fyrii- því undir lokin. Myndin er í lieild sinni með hinum tilkomumeiri, sem lijer er kostur á að sjá. NÝ GIGLI-MYND. Nýlega er lokið við að taka kvik- mynd sem heitir „Móðurljóð“ með Benjamíno Gigli í aðalhlutverkinu og lc-ikur þýska söngkonan Maria Öebe- tari þar á móti honum. Hjer sjást þau í atriði úr myndinni. DELBOS HJÁ CAROL KONUNGI. Delbos utanríkisráðherra Frakka fór skömmu fyrir jólin í heimsókn til Rúmeníu. Hitti hann þar Carol konung að máli og sjást þeir saman hjer á myndinni, sem tekin er í frönslui sendisveitinni í Bukarest. ----- NÝJA BIC. ---------- Þar sem lævirkion syngur. (WO DIE LEUCHE SINGT). Hrífandi og fjörug söngvamynd frá Wien. Aðalhlutverkið 'leikur hin fagra og glæsilega söngkona MARTA EGGERTH. Nýja Bíó sýnir bráðlega skemti- lega og fjöruga mynd, sem heitir „Þar sem lævirkinn syngur“. Læ- virkinn í myndinni er enginn annar en hin vinsæla söngkona og leik- neyðist til þess að setja upp bila- knæpu við þjóðveginn til Budapesl, vegna þess að baróninn, faðir henn- ar kemst í fjárþrot. Knæpurekstur- inn gengur á trjefótum framan af. Menn aka fram hjá og kráin stendur auð. Þó kemur þar ungur heims- maður, sem stendur til arfs eftir auðuga frænku sína, og fær leyfi til þess að setja þar upp benzíngeymi fyrir hönd félags, sem hann er í þjónustu hjá. Barónessan og liinn ungi maður kynnast og fella hugi saman, en þótt þau nói saman að lokum, skeður það ekki viðburða- eða æfintýralaust. Mörg atvik, sum- part lcátleg, sumpart spennandi og áhrifamikil koma fyrir í myndinni. En blæ fegurðar og yndisþokka slær yfir myndina af hinum dásamlega leik og söng Mörtu Eggerth, lævirkj- ans meðal söngkvenna. Hún syngur kona, Marta Eggerth, sem allir þekkja og hljóta að dást að, sem hafa heyrt hana og sjeð í kvikmynd- um. Efni myndarinnar er í aðal- dráttunum það, að ungversk barón- essa, sem leikin er af Mörtu Eggerth, mörg ungversk lög, Vínarlög og dansa, svo sem „Dónárvalsinn" o. fl. eftir Strauss. Myndin hefir fengið einróma lof hvarvetna, þar sem hún hefir verið sýnd, og hún mun einnig vafalaust vinna hjörtu allra bíógesta Blaðið hefir verið beðið að skera úr hvernig ætti að bera fram nöfnin á þessum kjóláefnum: Georgette, Voal og Crepe de Chine. Hið fyrs- nefnda nefna stúlkurnar liér i Reykjavík venjulega sjösett, en það á að bera fram sjorsett. Voal er vanalega borið fram hjer vojl, en það á að bera það fram alveg eins og það er ritað. Þriðja nafnið á að bera fram krep dö sjin, en meyj- arnar hjer i Reykjavik kalla það venjulega krebdúsin, eða krebdúkína. ----------------x--- Sam Goldwyn, hinn frægi amerí- kanski kvikmyndakonungur telur eftirfarandi tíu kvikmyndir þær bestu, sem hann hafi framleitl: „Þjóð arfæðing“, „Sýningin mikla“, „Arr- owsmith", „Dr. Jekyll og mr. Hyde“, „Gullæðið“, „Stella Dallas“, „Töfru- maðurinn“, „Smiling Through“, „The Covered Wagon“ og „Tíðindalaust frá vesturvígstöðvunum". En nöfn aðalleikendanna í hverri mynd eru þessi, talin í sömu röð: Joe Marsh, Jolin Gilbert, Ronald Colman, Frid- ricli March, Chaplin, Belle Bennett, Lon Chaney, Norma Shearer og Ernest Torrence. Alll ineft Islenskum skrpum1 «fi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.