Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 4
4 F ÁLKIN N „SÆNSKI NÆTURGALINN" í liaust voru liðin fimtíu ár síðan l'rægasla söngkona Norð- urlanda fyr og siðar, og fræg- asta söngkona veraldarinnar á sinni líð, dó. Og i þessari viku eru hundrað ár liðin síðan þessi sama söngkona kom í fyrsta skifti franr í leikhúsi í Stokk- hólmi. Um liennar daga var grammófónninn ekki til, og þessvegna hefir rödd hennar ekki gcymst þeim, sem nú lifa. Og samt hefir Jenny Lind ekki gleymst. Svo miklir voru yfir- burðir hennar og svo frábær I ist hennar að énn stendnr ljómi af minningunni. Það haí'a liinsvegar geymst ilarlegar lieimildir um Jennv Lind, lisl liennar og mannkosti í ýmsum hókum, sem um hana hafa verið skrifaðar. Svo marg- ir liafa fundið sig knúða lil að skrifa æfisögu þessarar merku og sjerstæðu konu, að það væri mikið verk að lesa það alt. En ítarlegusl mun æfisaga sú, sem kom út 1891 eftir Englending- ana H. S. Scott-Holland og W. S. Rookstro. A íslensku mun lítið Jiafa verið uin Jenny Lind skrifað og 'er því ekki úr vegi að rekja æfi liennar í fáum dráttum nú, í sambandi við það, að hundrað ár eru liðin frá ])ví að hún sön,g opinlrerlega í fyrsta skifti. — — Johanna Maria Lind hjel hún rjettu nafni, þó að kunn vrði liún undir nafninu Jenny og gengi jafnan undir þvi síðan. Hún fæddist í Stokkhólmi (5. október 1820 og sýndi sem barn frábæra sönghæfileika. Hún var ekki nema níu ára þegar söng- kennari nokkur, Crælius að nafni heyrði hana syngja og fanst svo mikið til um að hann fór með hana beina leið á kon- unglega leikliúsið í Stokkhólmi til þess að láta forráðamenn óperunnar heyra til hennar. Forstjórinn neitaði i fyrstu al- gerlega að eyða tíma sínum í að hlusta á þennan stelpugepil, sem var bæði veimiltítuleg og alls ekki lagleg. „Og hjer er auk þess ekkert barnahæli heldur konunglegt leikhús“, sagði liann. En Crælius sat við sinn keip og staðhæfði, að Jenny litla hlyti að verða heimsfræg ef henni væri sómi sýndur, svo að for- stjórinn ljet loks tilleiðast að hlusta á eitt lag. Og þá kom annað liljóð í strokkinn. For- stjórinn varð svo hrifinn, að hann tók telpuna þegar í leik- hússkólann og fjekk hún þar alla kenslu á ríkisins kostnað. Nú hófst söngnám liennar og hún hafði 'ágæta kennara. IJún var eklci nema tíu ára þegar hún fjekk fyrstu barnahlutverkin á leikhúsinu og þótti hún leika — JENNY LIND — með svo miklum skilningi og syngja af svo mikilli tilfinningu og rjettri túlkun á þvi sem hún fór með, að orð var a gert. Hún var talin undrabarn og vakti stórkostlegt umtal í borginni. Hún þólti svo frábær leikari að hún var orðin kunn fyrir leik löngu áður en hún varð fræg fyrir söng sinn. Þessi árin á leikliúsinu ljek hún að jafn- aði og oft í leikritum, sem sjer- slaklega voru samin fyrir hana. En jafnframl stundaði hún söng námið af kappi og tók undra- verðum framförum, og bjó sig undir að syngja í óperum. Og þess var ekki langt að bíða, að henni yrði trúað fyrir sönghlutverki. Hún hafði í mörg ár hafl sjerstakar mætur á hlut- verki Agathe í óperunni „Frei- schutz“ eftir Weber, sem þá var tiltölulega ný af nálinni (var fyrst sýnd 1821) og það varð líka þelta lilutverk, sem hún kom fyrst fram i. Hún var þá 17 ára. Þann 7. mars 1838 söng liún hlutverkið i fyrsta sinn á Stokkhólmsóperunni — og varð það upphaf eins hins æfintýralegasta söngferils, sem til er í veröldinni. Þetta var — leiklega sjeð — vandasamasla hlutverkið, sem hún liafði fengist við, því að áður hafði hún ekki leikið dramatisk hlutverk. Hún var heldur ófim og klaufaleg á æf- ingunum undir frumsýninguna og þorði varla að Iireýfa hönd eða fót. En á írumsýningunni sjálfri var eins og skeð liefði kraftaverk. Það var eins og liún væri gripin af guðmóði, sem löfraði alt og alla. Hún rann svo sjálf inn í hlutverkið, að liún gleymdi sjer að fullu. Það var ómögulegt að sjá að þetta væri leikur, heldur var það brot úr lífssögu, sem var að gerast. Röddin var unaðsleg og leikur- inn svo hrífandi að allir heill- uðust og löfruðust. Þessi sýning varð stórviðburð ur í sögu Stokkhólmsóperunnar og þó enn stærri í sögu Jenny Lind sjálfrar. Hún liafði nú sjálf sannfærsl um, bve mikil gáfa henni hafði verið gefin og var ekki i vafa um, hvaða lifsbraut hún ætti að velja. Nýr heimúr hafði opnast henni. IJún var í einu vetfangi orðin frægasta og dáðasta söngkona Svíþjóðar. Og þegar hún varð tvítug gerði Carl Joliann hana að konung- legri hirð-söngkonu. Þessi ár söng bún fjölda að- alhlutverka, meðal annars í „Vestalinden“, „Robert le Di- able“, „Norma“, „Euryantlie“ og „Lucia di Lammermoor“. Og aldrei hafa Svíar baft meira dálæti á nokkrum söngvara en þeir höfðu á Jenny Lind þessi árin. En þrátt fyrir sifelda sigra og sívaxandi dálæti ábeyrenda fanst Jenny Lind sjálfri ýmis- legt athugaverl við rödd sína og var staðráðin í að bæta úr því og læra meira. Og sjálf gerði hún það sem lnin gat, æfði sig og lærði, jafnframt því að hún vann störf sín á leikhúsinu. Lagði hún svo mikið að sjer, að heilsa hennar fór að bila, svo að henni varð nauðugur einn kostur að taka sjer hvíld. A- kvað hún að nota þennan hvíld- artíma til að fara utan og læra meira. 1 París var um þær mundir Manuel Garcia, söng- kennari með heimsfrægð, sem þá stóð á liálindi frægðar sinn- ar og dró enginn í efa, að hann væri færasti söngkennari í heimi. Til hans ákvað Jennv Lind að fara. Hún sagði lausu starfi sínu við óperuna og til þess að afla sjer farareyris fór liún í langa hljómleikaferð um Svíþjóð og Noreg og hafði húsfvlli hvar sem hún kom. Hún var uppgefin þegar hún kom til París að þessari hljóm- leikaferð lokinni, og fyrstu sam- fundir hennar og meistarans Garcia urðu ekki beinlínis gleði legir. Hún söng fyrir hann og hann kvað upp dóminn: „Það svarar ekki kostnaði að kenna yður, ungfrú, því að þjer hafið enga rödd!“ sagði meistarinn. Jenny Lind sagði svo frá sjálf síðar, að á þvi augnabliki hefði hún liðið meiri sálarkvalir en nokkru sinni fyr eða síðar á æfi sinni. Garcia sagði henni, að hún skyldi ekki syngja nokkurn tón og helst ekki tala í tvo til þrjá mánuði og svo skvldi hún koma aftur. Og hvíldin virtist hafa haft > góð áhrif á röddina og nú byrj- aði bún að læra hjá Garcia. Henni fór óðum fram. Röddin fjekk aftur sinn gamla hlæ og þroskaðist stórkostlega og varð sveigjanlegri. Eftir eitt ár var Garcia búinn að ganga frá henni eins og honum líkaði. Hún hafði tekið stórkostlegum framförum og gat nú sigrast á öllum tekn- iskum örðugleikum án þess að hafa mikið fyrir því. Og af náttúrunnar hendi liafði hún sálræna eiginleika til þess að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.