Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N HEIMSSTYRJÖLD ER YFIRVOFANDI SHANGHAI - NÝTT SERAJEVO voru í Rússlandi keisarans og sömu tegundar sem Gavril Princip sem myrti Ferdinand erkihertoga í Sera- jevo og kom þannig heimsstyrjöld- inni af stað, en þeir hafa allir sína rökrjettu ástœðu til þess að ráðast á Japana i alþjóðahverfinu. Þeir vita nefnilega, að ef Japanar þykjast fá hæfilega átyllu fyrir þvi þá óska Telfer-Smollet, hershöfðingi Breta í Shanghai. Japana megin eru jafn æstir ang- urgapar, sem halda sig sjerstaklega nærri alþjóðahverfinu, en fara stund um þangað í „kynnisfarir". Það eru hermenn úr liði Matsui. Þegar Kínverjar hugsa „alþjóð- lega“ á annað borð eru þeir fullir aðdáunar á Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, af því að þeir þrá að þessar þjóðir hjálpi þéim gegn Japönum. En Japanir eru mjög þrútn Japanskir hermenn hrósa sigri í Nanking. þeir einskis framar en að vaða inn í sjerrjettindasvæði útlendinganna og taka þá höndum. Og þeir vita iíka, að ef Japanar taka völdin af ensku, ameríkönsku og frönsku lið- sveitunum í Shanghai eru horfurnar á því, að þessar þjóðir grípi til vopna, meiri en áður, en hagurinn af því er Kínverja megin. Það er ómögulegt að giska á hve margir kínverskir flugumenn eru í alþjóðahverfinu og franska hverf- inu. Matsui yfirhershöfðingi Japana hefir gefið þeim gætur lengi. Undir eins og hann hafði tekið Slianghai sagði hann, i hinu fræga viðtali, þar sem hann hótaði að taka alþjóða- hverfið: „Þið vitið sjálfir, að það er fjöldi af kínverskum hermönnum í alþjóðahverfinu, sem bíða þes's að fremja hermdarverk þar“. Síðan þetta var sagt hafa frjettir borist af inörgum kínverskum sprengjuárás- um á japanska embættismenn, en engar þeirra liafa verið stórfeldar. En setjum svo að japanska hermála- sendiráðið Harada hershöfðingi væri myrtur á götu í alþjóðahverfinu á morgun! Japanar mundu óefað svara samstundis með því, að taka borgar- hverfið herskildi. ir af fyrirlitningu á öllum hvítum þjóðum — sjerstaklega Bretum og Amerikumönnum — að oss vestur- landabúum er tæplega liægt að skilja þá. Þeir lita hvíta menn sömu aug- um, sem hvítir menn litu austur- landabúa i gamla daga — ekki aust- urlandabúa sem heild heldur kúlí- ann. Japanskir hershöfðingjar svo sem Matsui, Araki, Abe, Itagake, sem alla dreymir um yfirráð Asíu yfir ver- öldinni, láta sig máske dreyma um að stúdentarnir frá Eton gangi fyrir kerrum þeirra á Piccadilly Circus, og þó mun þeim finnast sá draumur nokkuð öfgakendur. En óbrotnum japönskum hermönnum finst þetta ekki nema sjálfsagt. Líklega hefir hann hvorki heyrt Piccadilly nje Eton nefnt á nafn, en honum mundi ekki finnast neitt atliugavert við, að japanskir fyrirliðar beittu Ameríku- mönnuin og Bretum fyrir kerrur sín- ar í Shanghai. í orustunum við Shanghai skutu japanskir dátar fullum fetum á enska sendiherrann, sáðu úr vjelbyssunum á fólk sem var undir vernd ensku sendisveitarinnar, drápu enska her- menn og söktu „Panay“ og í hvert Eftir HUBERT R. KNICKERBOCKER. Shanghai er í dag martröð ver- aldarinnar. Á morgun getur borgin orðið Serajevo „næstu heimsstyrjald- ar“. Það þarf ekki annað en einhver æstur og óábyrgur unglingur fremji hermdarverk, sem hleypi heiminum í bál. Frjettirnar sem okkur berast frá Shanghai um sífelda árekstra og slys í alþjóðahverfinu og franska hverfinu, geta ef til vill sannað al- menningi hve mikla ábyrgð her- stjórn vor og stjórnmálamenn hafa tekist á hendur, og hve erfitt hlul- verk hefir verið lagt lagt Banda- ríkja-, Breta- og Frakkastjórn á herðar. Þær eiga jafnan á hættu upp- þot — og ávalt miklar líkur fyrir þeim, sem engin forsjálni eða besti vilji getur hindrað, og sem mesta umburðarlyndi getur ekki varnað frá að verða að þvi sem verra er. Það er ekki hægt að segja það sem manni bjó í brjósti uni ástandið í Shanghai þaðan að austan vegua ritskoðunar þeirrar, sem Kínverjar höfðu sett á blaðamennina, og nú er það ekki hægt lieldur vegna jap- önsku ritskoðunarinnar. Staðreynd- in er nefnilega sú að í Shanghai í dag er því varið eins og í Serajevo 1914 og heimsfriðurinn er kominu undir verknaði ábyrgðarlausra ungl- inga. Það er óviðfeidið en þó satt, að í sumu tilfelli eru örlög vor í hönd- um ofurlitillar klíku mongólskra piltunga, sem með hermdarverkum sínum geta sett vesturþjóðunum þessa úrslitakosti: þjóðernislega niðurlæg- ingu eða styrjöld! Flokkur manna í Japan og annar í Kína óska — vitanlega af gjör- ólíkum ástæðum — að flækja Am- eríku og Bretland í deilumál sín. Kínverjarnir eru sem stendur jafn hættulegir okkur og Japanarnir. Það eru ungir angurgapar, sem leynast hjer og hvar í alþjóða- og franska- hverfinu dulbúnir, og sitja um tæki- færi til að myrða japanska embættis- menn. Það verður ekki sagt, hvort þeir gera þetta eftir ráðum Chiang Kai Sheks hæstráðanda. En þeir eru þannig gerðir, að þeir mundu ekki skoða huga sinn um að myrða Chiang Kai Shek ef hann sýndi þess merki að hann ætlaði að gefast upp fyrir Japönum. Þetta eru sennilega fyrst og fremsl hryðjuverkamenn, sömu tegundar og skifti sem stjórnin i Tokió bað fyr- irgefningar yptu þeir öxlum og spýttu um tönn og sögðu sín á milli: „Bíði þeir hægir, við skulum bráð- um láta stjórnina fá dálítið veru- legra til að biðja afsökunar á. Hæg- an, hægan!“ Og nú reyna þessir japönsku dát- ar eftir megni að spilla friði og besta skemtun þeirra er sú, að taka enska lögregluþjóna og berja þá til óbóta. Þeir reyndu sig nýlega á rússneskum sjálfboðaliða og áður eri varði stóðu brynreiðar frá Japönum og sjálfboðaliðinu í Shanghai and- spænis hver annari. Hugsum okkur ef fingur hefði komið of fast við gikkinn. Það er ekki vafi á, hver afleiðing- in hefði orðið, ef þarna hefði lent í ofurlítilli smáorustu. Japanir hefðu látið knje fylgja kviði. Þeir hafa að minsta kosti 50.000 manns með fall- byssur skriðdreka og ljettum vopu- um, en vesturþjóðirnar hafa aðeins um 8.500 manns, um 2500 sjóliöa frá Bandaríkjunum, 2500 Englend- inga, 2000 Frakka, 700 sjálfboðaliða og 700 ítali. Og ef lent liefði saman við Japana er óvíst, hvorum ítal- arnir hefðu veitt. Útlendingarnir hafa ekkert stór- skotalið, enga sæmilega brynreið, aðeins nokkrar brynvarðar bifreið- ar, og Amerikumenn eru þeir einu, sem hafa fallbyssur til að verjast flugvjelum. Allar vistir, vatn, ljós, orka og samgöngutæki alþjóðahverf- isins er algerlega á valdi Japana. Jeg sþurði ýmsa háttsetta foringja útlendu liðsveitanna: „Hve lengi mundi alþjóðahverfið og franska hverfið geta varist Japönum?" Svar- ið var: „Við getum ekki varist. Má- ske 24 tíma ef okkur langar til að fremja sjálfsmorð“. Matsui hershöfðingi hefir liótað að taka alþjóðahverfið herskildi. Og hanu hefir hingað lil framkvæmt allar liótanir sínar, þrátt fyrir það að útlendingarnir í Shanghai vildu ekki trúa þeim í fyrstu, og stjórnir þeirra líklega ekki heldur. En setj- um nú svo, að Matsui telji sig knúð- an til þessa, vegna hermdarverka kínverskra angurgapa, eða að hans eigin angurgapar neyði hann til þess. Ábyrgðin sem hvílir á hinum seiga generalmajór Alexander Telefer- Smollet og Charles Little aðmirál og dökkhærða hershöfðingjanum Johu C. Beaumont og gráhærða aðmíráln- um Harry Yarnell er i sannleika sligandi. Þeir hafa ábyrgðina á okk- ur öllum gagnvart hættum, sem ern meiri en nokkrar þær, sem fram liafa komið siðan siðasta heims- styrjöldin hófst. Sir Charles Little, aðmíráll ensku flotadeililarinnar í Shanghai.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.