Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
II
vws/w
LE/UttURNIR
Haldið þessari mynd fáeina senli-
metra frá auganu og kikið sem
snöggvast á svarta strikið. Þegar þið
hafið gerl það nokkrar sekúndur
sýnist ykkur flugan fljúga og setjast
á nefið á lafhræddum stráknum.
Vitið þið
að það voru lil lásar, sem ekki var
hægt að stinga upp, í Rómaborg til
forna?
Þið haldið sjálfsagt að flóknir og
erfiðir lásar, eins og yale-lásarnir
sjeu tiltölulega ný uppfinning. En
lílið þið á þessa mynd. Hún sýnir
lás ás'amt lykli, sem óneitanlega er
jafn margbrotinn og skerðingaður
eins og bestu peningaskápslyklar
nútímans. En þessi lás og lykill
fans't nýléga við gröft í gömlum rúst •
um frá keisaratímunum í Róm.
Skautahlaup með seglum.
Það væri ekki úr vegi fyrir ykk-
ur að búa ykkur til skautasegl til
þess að nota, þvi að oft er hægt að
fá óðan byr á tjörninni bjá ykkur.
Mynd 1 er af skautasegli og sýnir
lögun þess greinilega. Það er ekki
ósvipað venjulegum flugdreka en
bara miklu stærra. „Grindin" er bú-
in lil úr bambusreyr. Þversláin á að
vera jafnlöng þeim sem ætlar að
nota seglið og langsláin b á að vera
hálf önnur lengd þversláarinnar.
þessar slár eru bundnar saman og
slerk snúra strengd milli enda þver-
slárinnar og stutta spanskreyrsins.
Blettirnir sem merktir eru með x á
skautaseglinu eru svokölluð hliðar-
horn, sem eru úr sterkara efni en
seglið. Þau eru vitanlega sett á síð-
ast, og hlifa seglinu þegar maður
rekur það í.
Nú er ekki til þess ætlast, að
skautamaðurinn haldi seglinu þann-
ig, að það gleypi í sig alla goluna
þá mundi ferðin verða svo mikil,
að hann ætti ómögulegt með að stýra
sjer. Seglinu er haldið eins og sýnt
er á mynd 2, þannig að vindurinn
falli skáhalt á það. Með því að
leggja seglið á vixl til vinstri og
hægri axlar getur maður siglt beiti-
vind á móti alveg eins og seglskip.
Mynd 3 sýnir skautamann, sem lief-
ir látið sjer hugkvæmast að setja
i«ga úr sellófan á seglið sitt, svo
að hann geti jafnan sjeð hvað fram
fer hinumegin við seglið. Mynd 4
sýnir hvernig skautamaðurinn stöðv-
ar sig á hraðri ferð, er hann notar
skautasegl. Hann lyftir seglinu yfir
höfuð sjer og heldur því lárjettu og
þá er enginn vandi að staðnæmast.
Vertu aldrei einn á skautum og
vertu aldrei á skautum nema þar,
sem þú veist að isinn er öruggur.
Það hafa margir drengir druknað
ofan um is.
Tóta fræ'nka.
Gamli maðurinn: Hvað gengur
að þjer í hendinni, drengur minn?
Kiddi: Jeg sagaði af mjer fing-
urinn.
Gamli: — Hvernig í ósköpunum
gerðirðu það?
Kiddi: -— Með sög.
Biífrœðingurinn: Þetta er nýjasta
og allra besta tegund ai' mjaltavjel-
um.
Búffarstúilkan: —- En haldið þjer
að hún búi til eins góða mjólk og
kýrnar?
Gamii maðurinn iá á skurðarborð-
inu. þjáður af kvölum og svo kveið
hann fyrir þvi, að uppskurðurinn
mundi kosta mikið. Loks gal hann
ekki á sjer setið en muldraði i
liálfgerðu óráði:
— Læknir, hvað haldið þjer að
skurðurinn kosti?
— Hann kostar ekki nema hundr-
að dollara.
— En heyrið þjer læknir, jeg vil
bara hafa venjulegt saum á mjer,
engan gatasaum eða bróderí.
HJÓLREIÐAFJELAGIÐ DANSKA
hefir fyrir skömmu byrjað vetrar-
starfsemi sína, en hún er í þvi fólgin
að hafa kappreiðar á hjólum í hús-
um inni. Hefir fjelagið tekið á leigu
hið stóra samkomuhús Forum og
gert þar hringbraul. Á myndinni sjásl
hjólreiðakapparnir Werner Grúndahl
Hansen og Björn Stieler.
Skemtileo
pappirsmynd.
Hvar sigraði hver?
Þið nolið pappírsrenning, svo
langan sem þið getið fengið og
helst ekki mjórri en 15—20 senti-
metra. Svo vefjið þið renninginn sam-
an, eins og sýnt er á mynd 1 og
klippið svo rifur, talsvert margar
og með beittum skærum rúmlega
hálfa leið ofan í pappírsrúlluna
(mynd 2). Svo teygið þið úr rúll-
unni og haldið henni eins og sýnt
er á mynd 3. Ef pappirinn er ekki
of stífur falla fliparnir nú niður af
sjálfu sjer svo að úr rúllunni verð-
ur „pappirstrje" eins og sýnt er á
4. mynd. Annars verðið þið að
beygja hornin niður.
- Sagði jeg yður ekki að taka
eftir þegar mjólkin syði upp úr,
Birgitta?
Jú, jeg gerði það. Klukkan var á
minútunni átta.
Faðirinn er að reyna að halda i
hemilinn á stráknum sinum: —
Komdu hjerna, Mummi, jeg ætla að
segja þjer söguua af henni Gilitrutt.
Sonurinn: — Æ, þarf þess. Get-
urðu ekki sagt henni mömmu hana.
Jeg má ekki vera að hlusta á ])ig.
Lögreglan hafði tekið sex myndir
frá ýmsum hliðum af alræmdum
glæpamanni, en liann slapp úr varð-
haldinu og nú sendi lögreglan mynd-
irnar til allra breppstjóra á landinu
og bað um að taka óbótamanninn
griðalausan.
Viku seinua kom svolátandi skeyti
l'rá hreppstjóranum í Hlíðarseli:
— Myndirnar af glæpamönnun-
um mótteknar. Hefi náð í fimm
þeirra og er nú að fás't við þann
sjötta.
Hjer fara á eftir nöfn tíu frægra
sigurvegara og tíu staðanöfn. Vilja
lesendurnir skera úr, á hvaða stað
hver um sig vann sigur, og merkja
við staðinn með tölunni sem stend-
ur við mannsnafnið.
1. Haraldur hárfagri Cannae.
2. Alexander mikli. Austerlitz.
i 3. Hannibal Hastings.
4. Karl XII. Waterloo.
5. Hindenburg —— Port Arthur.
0. Napóleon j—- Masúríumýrar
7. Nelson —-— Hafursfjörður.
8. Wellington - Nárva.
9. Nogi !—L_ Aboukir.
10. Vilhjálmur sigursæli : issos.