Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 7
FÁLKINN Þegar eggið vill kenna hænnnni. Svo a'ð þjer l'inst erfitt að skilja kenningu Einsteins! Ójá, þú veist að það þarf skilning til að skilja. En mjer var það leikur, að skilja heimsmyndina, sem hann sýnir okk- ur. Vitanlega nota jeg heilann, jeg hefi vanið mig á að hugsa skýrt. „Það var gaman“, tók jeg fram í við vin minn Pjetur. „Jeg er einmitt að leita að manni, sem getur hugs- að skýrt. Að vísu eru það ekki Ein- steinsvísindi, sem jeg þarf að fá ráðn- ingu á, heldur eru það nokkrar al- mennar spurningar úr daglega lif- inu. Jeg hefi spurt marga, en svör- in sem jeg fæ eru svo margvísieg, að jeg botna ekkert í þeim, enda er jeg óvanur því að einbeita hug- anum. Líttu á flöskuna þarna — það var að vísu önnur flaska, en það kemur í sama stað niður. Hún kostaði eina krónu og sex aura ásamt tappanum. Flaskan kostaði krónu meira en tappinn. Hvað kost- ar flaskan sjálf þá mikið'þ* „Þetla er hlægileg spurning! Eins og allir geti ekki svarað þessu! Hún kostar nei, annars bíddu hægur — ja, þetta er bölvuð vit- ieysa og það stendur alveg á sama hvað flaskan kostar. Annars kostar hún krónu“. „Stendur á sama, já, en það var þetta með að æfa heilann. Minn er svo skorpinn. En þú átt bíl. Get- urðu sagt mjer skýringuna á svo- litlu, sem jeg botna ekki í. Það var kringlótt akbraut og tveir bílar óku einn hring á brautinni með ná- kvæmlega sama liraða. Þeir fóru í sína áttina hvor. Samt var annar bíllinn 80 mínútur að fara umferð- ina, en hinn var 1 tíma og 20 mínútur. Hvernig getur legið í þvi?“ Hann gáfaði vinur minn varð kindarlegur á svipinn. „Hvað ertu að bulia", sagði hann. „Geturðu ekki heldur sagt eitthvað af viti. ‘Því er fljótsvarað þessu, þvi verður sem sje alls ekki svarað, en . . . .“ „Geturðu þá svarað mjer dálitlu viðvikjandi sokkum. Það hjengu 24 sokkar uppi á háalofti, 12 hvítir og Þjer hafið tekið út liæsta vinning á númer 12, fimta flokk þann 14. júlí i fyrra? Sebaldus kinkaði aftur kolli, en sagði ekki neitt. Þjer hafið þá myrt Jaro- slav Krek. Jeg tek vður fastan. Komið þjer! Nú megið þið ekki verða hrædd, þið sem vitið sannleik- ann. Sannleikurinn og rjettlætið sigrar ávalt að lokum. Það dróst að vísit í nokkra mánuði. En svo kom sannleikurinn í ljós. Sebaldus Schneider slapp með tveggja ára fangelsi fvrir ólöglega meðferð á fundnu fje. Því að hann hafði eytt eign Jaroslavs Kreks og erfingja hans. Og húsið i Sandgötu? Það er orðið svart aftur. Og börnin ganga herfætt núna. Skórnir eru orðnir gatslitnir. Og ein- liversstaðar er hundur að snuðra í gömlum úrgangshing og reynir að finna eitthvað æti- legt .... Asaint betlurunum, sem nú eiga engan að .... 12 svartir. En nú var koldimt uppi á loftinu, svo að ekki var liægt að sjá litinn á sokkunum. Nú var stúlka send upp á loft og beðin að sækja eitt sokkapar, hvítt eSa svart, en koma ekki ofan meS fleiri sokka en hún þyrfti til að vera viss um, að hvítt eða svart par væri í sokk- unum, sem hún kæmi með. HvaS gat hún komist af með að taka marga sokka minst, til þess að vera v’iss um, aS koma með tvo af sama lit?“ „Fífl getur spurt meir en tíu vís- ir menn hafa við að svara —Pjet- ur hló fyrirlitlega. „Taki maður þrettán sokka er maSur viss um að koma með samlitt par. En færri kemst ma'ður ekki af með. Þetta get- ur hvert flónið skilið. Barn í neðstu bekkjunum i skóla ....“. „Segðu mjer þá annað, sem jeg hefi verið að ígrunda. Það lijekk kaðalstigi niður með hliðinni á skipi á höfninni og neðsta þrepiS snerti vatnsborðið. MillibiliS milli þrepa í stiganum var eitt fel. ÞaS var aðfall og sjórinn liækkaði uln Ivö fet á klukkutíma. Hvað voru mörg þrep í stiganum komin í kaf eftir tvo tima?“ Pjetur tútnaði út af fyrirlitningu. „Það eru auðvitað 4 þrep — það er deginum ljósara. Þegar maður heyrir svona spurningar liggur manni við að segja eins og Cæsar: Veni, vidi, vici . . . .“ ,,Já, vel á minst, Cæsar. Jeg ætla að nota tækifærið meSan jeg er í ná- vist viS svona greindan mann. ÞaS er nefnilega ýmislegt fleira, sem jeg get ekki skili'ð. ÞaS hefir fundist áletrun suður í St. Galle í Sviss. Áietrunin er með eigin hendi Cæs- ars og hljóðar svo: Jeg, Július Cæsar, keisari ltómverja, vann sig- ur yfir Göllum á þessum stað, árið 53 fyrir Krists burð. Jeg hefi verið að þvæla þessu fyrir mjer. Sögulega sjeð er áletr- unin rjett, en mjer finst eitt skrítið við hana. Þú ....“ Pjetur leit niður á mig: „Sje hún sögulega rjett, þá er ekkert við hana að athuga, það getur hvert l'lónið sjeð. Cæsari skjátlaðist aldrei. Áletrunin er rjett. Punktum og basta. Þjer væri nær að nota gáfurnar i eitthvað þarfara en að vera brjóta heilann um sjálfsagðan hlut. En rök- fræðin er fólgin í því að byggja upp — leggja stein á stein“. Leggja stein á stein —! Mjer fór að gremjast gorgeirinn i piltinum. „Getur þú leyst aðra gátu fyrir mig. Það er um stein — múrstein. Þegar múrsteinn vegur 2 kíló -(- hálfan múrstein, hvað þungur er hann þá aliur? „Þessi spurning er hvorki rök- fræðileg nje slærðfræðileg. Jafnvel Einstein sjálfur gæti ekki svarað herini. Að eiga ákveða þyngd hlut- ar af hálfri þyngd hlutarins, sem ekki er ákveðin það er þvætt- ingur“. Nú var kominn hálfkæringur i mig en jeg lijelt áfram. Svaraðu mjer þá þessu: Það var tjörn og í tjörninni var lilja, daginn eftir voru liljurnar 2, daginn þar á eftir 4, næsta dag 8, hinn daginn 1(5 — talan tvöfaldaðist á hverjum degi. Eftir þrjátíu daga var tjörnin orðin full af liljum. En hvaða dag var tjörnin hálf-full?“ Jeg sá hvernig neistarnir fuku inni í vitstöðvum Pjeturs. „Hálffull segirðu? Maður skyldi halda að þú værir hálffullur. Þú ættir ekki að þurfa að liugsa þig inikið um til þess að vita, að þegar það tekur 30 daga að fylla tjörnina, þá tekur jiað 15 daga að hálffylla liana“. Nú gat jeg ekki lengur á mjer setið. Jeg varð að varpa kurteisinni fyrir borð og láta skina i tennurnar á hreinskilninni. „Það getur verið að þú meltir hann Einstein vel, en hvað sem þvi líður þá hefir þú ekki þau hyggiiidi, sem í hag koma. Jeg het'i ekki verið að prófa greind- ina í þjer, heldur hefi jeg verið að fá sannanir fyrir hve vitlaus þú ert. Og þú hefir farið fram úr því, sem mjer gat dottið í hug. Þú meltir Ein- stein af því að þú botnar ekkert í lion- um. En gagnvart daglegum viðburðum ertu eins og flón. Og þessar 7 spurn- ingar sem jeg hefi lagt fyrir þig hafa verið mælikvarði á flónsku þína. Ef þú hefðir nent að liugsa mundirðu fljótt liafa sjeð, að flask- an kostaði eina krónu og 3 aura. Ilún kostaði 1 kr. meira en tappinn, sem hefir kostað 3 aura, og 1 kr. og 3 eru einni krónu meira en 3 aurar. Bilarnir voru þjer of vaxnir, því að í allri speki þinni gleymist þjer, að 80 mínútur og 1 tími og 20 mínútur eru nákvæmlega það sama. Og sokkarnir! Sá sem ekki er ofviti, t. d. meðalgreind vinnu- kona, mundi fljótt hafa sjeð, að ef hún tæki þrjá sokka með sjer var hún örugg. Því að minsta kosti tveir þeirra hlutu að vera af sama lit. — Og svo var það kaðalstiginn og flóðið. Fjögur þrep fóru í sjóinn. segir þú. En þau fóru alls ekki í sjóinn. Þvi að skipin eru venjulega fljótandi og vatnið sem steig lyfti skipinu um leið. Jeg hafði aldrei sjeð Pjetur roðna fyr en nú. Og svo herti jeg á. „Cæsar var mikilmenni, það er víst um það. En liann hlaut að sjá fyrir óorðna híuti úr því a'ð hann gat krotað á bjargið, að hann hefði unnið sigurinn 53 árum fyrir Krists burð. Vissi liann að Rristur mundi fæðast og hvenær? Pjetri batnaði ekki við þetta. Nú varð liann dreyrrauður i framan. En jeg hugsaði til Cæsars og hjelt áfram sigurförinni. „Þú sagðir, að Einstein mundi ekki hafa getað reiknað út þyngd- ina á múrsteininum. Þjer væri holl- ara að reyna að hugsa í stað þess að hreykja þjer og þykjast vera gáfaður. Þá mundirðu ef til vill skilja. Hugsaðu þjer að þú skiftir steininum í tvo jafna parta. Svo tekurðu hálfa steininn, sem nefndur er í dæminu á burt. Afgangurinn vegur 2 kíló, en það er hálfur múr- steinninn. Hann vegur þá allur 4 kíló. Og að lokum skal jeg segja þjer þetta um liljurnar í tjörninni -- sem þú sagðir að væru búnar að hálffylla tjörnina eftir 15 daga. Þegar liljurnar tvöfaldast á hverjum degi segir það sig sjálft, að helm- ingurinn hefir ekki verið kominn fyr en 29. daginn. Því að 30. dag- inn tvöfaldast þær og þekja þá alla tjörnina". Pjetur fór án þess að kveðja. Josep Caspari, eða Mezzofanti kardínáli er líklega mesti málamað- urinn sem nokkurntíma hefir verið uppi. Hann fæddisl i Bologna i Ítalíu. Málanám var auðvita'ð aðal lífsstarf hans enda lærði liann til fullnustu 114 tungumál og 72 mál- lýskur að auki. Hann er eini mað- urnn sem skilriki lærðra raanna ligga fyrir um, a'ð hafi kunnað „54 tungumál eins vel og innfæddir menn“. Það tók hann fjögra mánaða kappsamlegt nám að læra kinversku til fullnustu, og hún var það mál sem tók hann lengstan timan. Hann kunni mál allra siðaðra þjóða og að auki fjölda af mállýskum, t. d. Indiánamállýskur vestan af Kyrra- hafsströnd. Og hann gat kent Byron lávarði almúgamálið sem talað var i London. Mezzofanti kom aldrei út fyrir landsteina Ítalíu. Skák nr. 38. Skákþing íslendinga 1938. Reykjavík 8. febr. Drotningarbragð. Hvítt: Eggert Gilfer. Svart: Ásmundur Ásgeirssun. 1. d2—d4, d7—d5; 2. c2—c4, c7 -cO; 3. Rgl—f3, Rg8—f6; 4. e2—e3, Venjulegra og betra er Rbl—c3); 4. .... e7—e6; 5. Ddl—c2, Rb8—d7; 6. Rbl—c3, a7—a6; 7. c4xd5, c6xd5; (Ásmundur hafði, í svipaðri stöðu, leikið e6xd5 á móti Baldri Möller og fekk erl'iða stö'ðu); 8. Bfl- d3, b7—b5; 9. 0—0, Bc8—b7; 10. Dc2—e2, Bf8—dö; 11. Rf3—d2, 0—0; Til mála kom að leika lijer e6—e5 en er þó of tvísýnt til þess að fai- andi sje út í það í svona rólegri stöðu); 12. f2—f4, (Hindrar spreng- ingri á e5); 12 .... Ha8—c8; 13. a2—a4, (Tilgangslaust. Sjálfsagt var að undirbúa sókn konungsmegin, t. d með því að leika Hfl—f3), 13. .... b5—b4. 14. Rc3—dl,. a6—a5: 15. Rdl—f2, (Hindrar 1U6—e4), 15. .... Rf6—e8; 16. g2—g4, f7—f5; 17. g4xf5, (g4—g5 hefði að vísu lokað stöðunni meira en æskilegl var en gefur svörtu hins vegar þrönga og vandasama stöðu. Eftir liinn ger'ða leik verður peðið á e3 að veikleika), 17...... e(ixf5; 18. Rd2—f3, g7—gO; 19. Rf3—g5, (Betra var að leika Rf3—e5, meðal annars lil þess! að skýla peðinu á e3), 19. .... Dd8—e7; 20. Kgí—hl, Re8— g7; (Til þess að hindra sprenging- una h2—li4—h5); 21.'Bcl—d2, Rd7 f6; 22 Hfl—gl ?, (Hvitt sjer ekki hættuna sem stafar af því að drotn- ingin stendur á bak við peðið á e3. Hvítt á nú vandasamastöðu. Ef I. d. De2—f3 þá 1U6—e4). 22 ....Bd6xf4!!; (Þetta er sjötta skák Ásmundar á þinginu. Hann er aftur orðinn samur og hann var); 23. e3xf4, (Hvítt á ekkert betra), 23 ....De7xe2; 24. Bd3xe2, Hc8 c2; 25. Hgl—dl, (Betra en Hal—dl) 25 .... Rf6—e4; 26. Rf2xe4, (Hvítt á að líkindum ekkert betra. Manns- tapið verður ekki umflúið), 26... .... d5xe4; 27. d4—d5!, h7—h(i!, (Neyðir riddarann á óhagstæðan ueit); 28. Rg5—li3, e4—e3; 29. Bd2 xe3, Hc2xe2; 30. Be3—b6, Hf8—c8; 31. lvhl—gl, (Lösar peðið á d5). Hc8—c2; 32. Bb6—f2, (Rli3—f2 var ekki betra. Ef 32. d5—d6, þá He2- g2f; 33. Kgl—fl, Bb7—aOt; 34. Kfl —cl, Hc2—e2t; og mát í. öðrum leik), 32....He2—d2; 33. d5—d6, Rg7—e6; 34. dO—(17, Bb7—c(i; 35. Bf2—bO, Bc(ixd7; 36. HxH, HxH; 37.Bb6xa5, Hd2xb2; (Svart liefir unnið manninn aftur og haldið peð- inu, sem vanst í 22. leik. Þrátt fyr- is mislita biskupa er staðan óverj- andi á hvítt); 38. Ba5—bO, b4—b3; 39. Hal— a3, Bd7—c6; 40. a4—a5. Bc6—d5; 41. Bb6—e3, Hb2—g2t; gefið. Mátið verður ekki varið nema nokkra leiki. 0-**ll«MO-*,ln»'O'*,WM'O-*,U»»'O^w'O *' 9 •*«1Iim0 **<Im-0'*0m'0 k Drekkiö Egils-öl O'-lte-O-w -mrO-^-O-Mto'OO'-lfc. # "iu,0■••wo

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.