Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.03.1938, Blaðsíða 14
II F Á L K I N N Roosevelt þriðji. Alþekt fjármálatímarit komst ný- lega svo að orði um James Roose- velt, son forsetans: „Óefað er James Roosevelt í dag sá maður í Randa- ríkjunum, sem mest óhrif hefir, næst forsetanum. Takið vel eftir þessum unga manni hann er aðeins að byrja“. Það væri ekki nema eðlilegt, að synir valdamikilla mikilmenna yrðu sjálfir áhrifamenn, en þelta er samt tiitölulega fátítt. Roosevelt sjálfum er þetta Ijóst, því klögu- máiin yfir framferði yngri sonar hans, . sem skvetti kampavíninu framan í borgarstjórann i Cannes í sumar, eru honum enn í fersku minni. Þegar frjettin um lineykslið i Cannes barst til Randaríkjanna fjell það í hlut James að segja föð- ur sínum frá þvi. Er sagt, að hann hafi byrjað með þessum orðum: „Daddy, þú veist að jeg skvetti aldrei kampavini! ....“ Þessi eldri bróðir, sem í kunn- ingjahpp er jafnan kallaður Jimmy, hefir líka ábyrgðarmikla opinbera slöðu í. Washíhgton. Hanu er sem sje fyrsti ritari forsetans og l'ær 10.000 dollara fyrir það á ári. Jimrny er kornungur, og hlutverk haris er það, að lesa öll brjef og erindi, sem forsetanum berast, og spyrja alla þá sem vilja ná fundi hans, um erindið. Þetta er því ærið umsvifamikil staða, sem hann hefir. En aðstaða hans er að þvi leyti betri en óviðkomandi ritara, að hann getur náð tali af föður sínum hvenær sem hann vill. Nú skyldu menn halda, að Jimrny væri öfundsverður af þessari stöðu, en þeir sem heyra hann segja frá, komast brátt á aðra skoðun. I „tveggja l'lokka ríki“ eins og Banda- ríkjunum eru stjórnmál og kaup- sýsla jafnan nátengd. Af þessu leið- ir, að sá flokkurinn sem hefir völd- in í það skiflið sjer jafnan fyrir því, að hlyrina að sínum mönnum og veita þeim öll embætti sem losna. Þetta er orðin svo hefðbundin venja i U. S. A. að öllum finst hún sjálfsögð. Vegna stöðu sinnar hefir Jimmy að jafnaði úrslitaorðið uin, hver eigi að hljóta stöðurnar. Og menri sem ekki þekkja til Ameríku- manria eiga erfitt með að ímynda sjer, hve mjög menn sækjast eftii vináttu Jimmy Roosevelts af þessum ástæðum, og livílík kynstur af kjaftasögum hann verður að hlusta á dags daglega. En nú er það svo um núverandi forseta, að hann tek- ur ekki tillit til þess við embætta- veifingar, hve mikið umsækjandinn borgar í flokkssjóð heldur fer eftir hæfileikum umsækjenda og þess vegria eiga embættasníkarnir erfitt uppdráttar. Þessvegna leita þeir með tvöföldum ákafa á yngra Roose- velt, sem á í sífeldu stríði við jiessa manntegund, sem er á sífeldum embættaveiðum, og reyna bæði mútur hótanir og fagurgala. En Jimmy lætur ekki múta sjer og hann er varkár en einbeittur og ákveðinn. Hann hefir Staðist allar atlögur sníkanna og geið sjer al- menuingsorð fyrir og vaxið i áliti allrar þjóðarinnar, svo að nú eru ýmsir farnir að spá því, að hann eigi eftir að verða foseti í Banda- ríkjunum — verða Roosevelt þriðji. Harin er viðurkendur fyrir að vera jafnan rólegur, skifta aldrei skapi, ræða hvert mál með rökum og festu og vera þó ljúfmannlegur og alúð- legur. Auk þess er hann ágætur ræðumaður. Faðir hans er talinn snjallasti ræðumaður Bandaríkjanna eins og sakir standa, og því er ekki nema eðlilegt að fjórðungi bregði til fósturs. En þegar hanri talar í útvarpið dáist fólkið að honum og hlýjunni sem felst i rödd hans. SPÁNSKU TOGARARNIR. Spánskt fjelag hafði áður en borg- arastyrjöldin hófst samið um smíði á tveimur stórum togurum við skipa- smiðastöðina „Fredrikshavn Skips- værft“. En eftir að togararnir voru fullsmíðaðir reis ágreiningur um, hver væri í raun og veru eigandi togaranna og hver ætti að borga þá. Stendur nú á málarekstri út af þessu fyrir rjettinum i Frederikshavn. Hjer er mynd af þessum stóru togurum. Það er ekki vegna föður síns, sem Jimmy hefir komist út á stjórn- málabrautina. Þegar hann var að lesa tög í Boston kvaðst hann stað- ráðinn í að verða stjórnmálamaður og hann hafði tekið öflugan þátt i stjórnmálum áður en faðir hans varð forseti og gerði hann að ritara sínum. Hinsvegar telur Jimmy að þessi ár, sem hann vinnur sem hægri hönd föður síns sjeu sjer einskonar „háskóli í stjórnmálum“. Og meðan hann er þar má hann ekki hafa sig í frammi. Jimmy er einlægur lýðræðismaður eins og faðir hans og samvinna þeirra hin besta. Markmið þeirra er, að allar stjettir Bandaríkjanna verði aðnjótandi þeirrar hagsældar — prosperity — sem Franklin Roose- velt hefir verið að berjast fyrir undanfarin ár. Þeir menn eru að vísu til, sem ekki hafa trú á um- bótaviðleitni Roosevelts, en það mega andstæðingar hans þó eiga, að þeir vilja gefa honum vinnufrið og bíða og sjá hvað hann getur. Enginn forseti Bandaríkjanna liefir tekið við stjórn á jafn bágbornum tímum og Franklin Roosevelt og margt hefir breyst til batnaðar síð- an. Og menn þakka honurn þetta að miklu leyti, en ekki ósjálfráðum atburðum. KRÖFUR ÞJÓÐVERJA í TJEKKOSLÓVAKÍU. Það hefir ekki verið vinsamlegur tónn í þýsku blöðunum i garð Tjek- koslávaka síðuslu vikurnar og á- stæðan er sú, að Þjóðverjum finst tjekknesku stjórninni hafa farist ó- mannúðlega við þýska sjálfstæðis- menn í Böhmcn undanfarið. Tilefni þessa var það, að í iðnborginni Teplitz-Scliönau, sem hefir um 30 þúsund íbúa, hjeldu þýskir sjálf- VALLÓ KLAUSTUlt 200 ARA. Hinn 28. nóvémber voru 200 ár síð- an Sophie Magdalena drotning stofn- aði Vallö klaustur handa ógiftum aðalsstúlkum. Myndin hjer að ofan er af klaustrinu, sem er talið ein af stæðisirienn nýlega fund undir for- ustu Konrad Heinlein, sem er leið- togi þeirra, en eftir fundinn tók lögreglan svo ómjúkt á fundarmönn- um að firnum þótti sæta, og barði nokkra þýska þingmenn bæði með hnefunum og með stöfum, svo að þeir emjuðu. Þess ber að gæta, að af 30.000 íbúum borgarinnar eru 24.000 þýskir. Heinlein lijelt mótmælafund dag- inn eftir og skrifaði Benes forseta og varaði hann við því, að beita Þjóðverja í Bölimen ofbeldi, þvi að af þvi mundi leiða stórkostleg vand- ræði. í sama brjefi krafðist hann þess, að Þjóðverjar i Böhmen fengi heimastjórn, því að annars mundi verða innanlandsófriður. íbúar Tjeklcóslóvakíu eru um 14 miljónir en af þeim er aðeins rúmur helmingur, eða 7.3 miljónir, Tjelck- ar. Næstir eru Þjóðverjar með 3,5 miljónir, Slóvakar með 2,3 miljónir, en það sem ávantar eru Madjarar o. fl. Þegar Tjekkóslóvakar stofnuðu ríki sitt voru Þjóðverjar ekki spurð- ir álits, því að þeir höfðu beðið ósigur. Og Þjóðverjar hafa síðan verið hafðir útundan, þó að þeir til merkilegustu byggingum í Danmörku. Stofnun þessi, sem er mjög rík og á eignir fyrir um 8 miljónir króna, stendur skamt fyrir sunnan Koge á Sjálandi. málamynda hafi átt Ivo fulltrúa i stjórninni síðan 1926. En fyrir þrem árum stofnuðu þýskir sjálfstæðis- menn „súdetaþýska flokkinn“ og varð hann næststærsti flokkur jiings- ins við kosningarnar 1935 og fjekk fleiri atkvæði en nokkur annar þingflokkur. Þýska hreyfingin er þannig svo sterk, að Tjekkar komast ekki lijá að taka tillil til hennar framvegis. Stjórnin á úr vöndu að ráða. En ef hún lætur ekki undan má búast við að til stórtiðinda dragi í Tjekko- slovakiu. Hjer birlist mynd al' Konrad Heinlein, foringja Súdeta-Þjóðverja. Gharles Freeman, fyrsti hnefaleika meistari Bandaríkjanna var talsvert stærri en Carnera hinn ítalski. Hann var 7 fet og þrír þumlungar á hæð og vó 3201 pund ensk. ----x---- „Konan með stóru fæturna" var ungfrú Fanny Miles í Cincinnati kölluð. Og það var ekkert rangnefni, því að skórnir hennar voru tveggja feta langir og breiðir að sama skapi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.