Fálkinn


Fálkinn - 23.07.1938, Page 12

Fálkinn - 23.07.1938, Page 12
12 F Á L Ií I N N WYNDHAM MARTYN: 2 MANNDRÁPSEYJAN og sálnarannsóknafræðingur. Hún var bæði djörf og frek og gat ekki aðgreint þessa tvo eiginleika. Nú sat hún í bakháum stól, komin í lanvendellitan og kniplingasettan. kjól, og liafði fæturnar uppi á gyltum skemli. Perlufesti hafði hún um hálsinn og^ á nettum fingrunum tvo stóra steinhringi með demöntum er voru með einkennileg- um gljáa, og hefir hann líklega verið á- stæðan til, að hún fjekk að halda þeim. Það hafði sópað að frú Hydon Cleeve hvenær sem var og hvar sem var. Hún þakkaði guði fyrir, að ellin hafði livorki sljóvgað hvassa tungu hennar nje skarp- an heilann. Hún var sannfærð um, að líf hennar hefði orðið styttra og fábreyti- legra ef hún hefði verið auðsveip og um- burðarlynd að eðlisfari. Umburðarlyndið var að áliti frú Cleeve skapbrestur og manngildismissir. Hún liorfði með athygli á gestina sem komu inn. Fötin á stúlkunni voru margra peninga virði og stúlkan sjálf sjerlega geðsleg, slúlka sem allir piltar elta á röndum, virtist gömlu konunni. Svo at- hugaði hún föður liennar: stúrinn mað- ur, hálfsextugur eða meira, sem fillaði ó- styrkur við gleraugun sín. Hann hafði ljóst liár, ofurlítið hrokkið, grágræn augu og var klæddur að enskum sið. „Herra Gharles Athee og ungfrú Erissa Athee“, sagði Tilly. Hún hneigði sig djúpt fyrir frúnni. „Frú Hydon Cleeve“. „Þið eruð heppin að fá annað eins hús- næði og þetta“, sagði frú Cleeve og ein- beitti arnaraugunum á mr. Athee. „En jeg skil ekki hvað yður gengur til að setjast að hjerna, þegar Harbour Bar er að eins í fárra kílómetra fjarlægð". „Jeg hefi sjerstaklega ástæðu til að vera hjer“, svaraði hann, „og Harbour Bar er ekki staður við mitt liæfi, þó að Erissa kysi fremur að vera þar.“ Frú Cleeve braut heilann um livaða á- stæða gæti verið til að taka nokkurn stað fram yfir Harbour Bar og fjörið og sam- kvæmislífið þar, sem hún las um i blöð- unum á hverjum degi, með öfund og gremju. „Kanske eruð þjer að fela yður fyrir einhverjum?“ sagði liún og hvesti á hann augun. „Hver veit. Við höfum öll eitthvað að fela, er ekki svo “ Frú Cleeve saup hveljur. Þegar alt sem hún átti hafði farið í að reyna að bjarga tengdasyninum og ekki varð annað eftir en endurminningin um auðæfin, hafði hún reynt mikið. Kaupmennirnir sem hún skuldaði peninga og hafði móðgað, hefndu sín. |0g hún hafði orðið að fara huldu höfði þangað til fjarskyldur ættingi hennar, Curtis Weld, hafði hlaupið und- ir baggann, borgað lánardrotnunum og trygt henni gamla húsið og nokkur hundr- uð dollara í árlegan lífeyri. En hún reyndi að gleyma þeim árum; því að þau mintu hana á að hún liefði verið hrædd, og hún þóttist af því að hún kynni ekki að hræðast. „En jeg er ekki glæpamaður — enn- þá“, hjelt Athee áfram; „að jeg liefi kos- ið þetta hús kemur af því, að það er út- sýni hjeðan til þessarar kynlegu eyjar þarna“. Hann benti út á flóann, þar sem öldurnar hraut á sæhröttum hólma, um þrjá kilómetra undan landi. Hann var þarna í Bassaflóanum, eins og háu tind- arnir og ókleifu, sem maður sjer í New Mexico eða Arizona, þar sem indíána- sagnirnar segja, að menning fyrri tíma liafi haldisl við lýði, útilokuð frá um- heiminum. „Frattoneyjan!“ sagði frú Cleeve. „Hvað finst yður svo merkilegt við hana?“ „Jeg minnist hennar aldrei undir þvi nafni“, sagði Atliee og starði út á sjóinn, „hún á annað nafn, sem er miklu eldra“, bætti hann við og röddin varð viðkvæm og hlý. „Hún heitir Manndrápsey". Frú Cleeve kunni ekki Við að láta setja ofan í við sig, jafnvel þó óbeinlínis væri. „Jeg kalla hana Frattoney, af því að það heitir hún, og jeg ætla mjer að halda því áfram. Jeg skil ekki að þjer, ókunnugur maðurinn, skuluð leyfa yður að ætla ,að hreyta um nafn á henni“. „Það vill svo til að þessi ey er mín eign, frú“, svaraði Atliee, „og jeg ætla mjer að fá því framgengt að gamla nafnið verði tekið upp aftur. Jeg vona að þjer beitið yður ekki á móti því“. Kaldhæðnin i röddinni fór víst fyrir ofan garð og neðan hjá gömlu konunni, þvi að nú var það ríkast í hug lienni, að þarna var hjá henni maður, sem fólk sagði að væri margfaldur miljónamær- ingur og hafði látið hora eftir vatni á eyjunni, liöggið þrep alla ldið upp á brún og var nú að láta smiða skrautlegt stórhýsi þar. Þetta var svei mjer athug- unarvert! Fólki var ekki leyft að koma út í eyna. Þar var jafnan vörður úti, og með þvi að ekki var um aðra uppgönguleið að ræða en áðurnefnt einstigi, þá var auðvelt að líta eftir, að bannið væiá ekki hrotið. Sagan sagði, að hópur af miljónamær- ingum væri að byggja spilaviti þarna í hólmanum og ætluðu sjer að stunda fjár- hættuspil þar í næði allan veturinn. Því að frá því i nóvember og þangað til í apríl var ómögulegt að lenda við eyna. Stór skip gátu ekki lagst þar og lílil skip komust ekki gegnum brimgarðinn. Frú Cleeve fanst merkilegt, að jafn hógvær maður og mr. Alitee skyldi þrá jafn al- gera einveru. „Manndrápsey?“ endurtók hún. „Hvers- vegna heitir hún það?“ „Vegna þess að hvert einasta fet á þess- um fimm þúsund dekörum, sem eyjan nær yfir, hefir vöknað af blóði,“ sag'ði hann brosandi. „Af því að allskonar glæp- ir hafa verið framdir þar. En jeg vil ekki liræða yður með því að segja yður alt sem jeg veit.“ „Hræða mig?“ hrópaði frú Cleeve. „Það liefir hara einn maður reynt." „Leyfist mjer að spyrja, livernig fór fyrir honum?“ Hann fjekk ekki svar undir eins. Frú Cleeve Ijet hugann reika aldarljórðung aftur í tímann, lil þess tíma er Russel Periton kom til hennar til þess að hiðja hana um hjálp. Hann vildi giftast dóttur- dóttur hennar, hinni fögru Betty Tiler. Þessi ,Russel var mesti lausingi, fjárhættu- spilari og fylliraftur, óprúttinn og fífldjarf- ur. Og hann hafði dirfst að lialda, að frú Cleeve mundi leggja honum liðsinni, af því að liann hafði sjeð að það hjó í henni dálítið af sömu uppreisnarlundinni og liann hafði sjálfur. Hjálpa honum! Þann minnisverða dag hafði liún verið i essinu sínu. Hún andvarpaði. Hún hafði ekki verið nema sextug þá, á allra hesta aldri. Þegar maður er orðinn átlatíu og fjögra er nú víst farið að lialla undan fæti samt, þó að maður finni ekki til þess. „Hann er dauður,“ sagði hún og hleypti hrúnum. Hún var ekki vön að láta spyrja sig. „Hvernig hafið þjer grætt auðæfi yðar?“ „Með óheiðarlegu móti,“ Ahtee hló, „í spilavíti því, sem kallað er kaupliöllin, með þeim ránum og þjófnaði, sem kallað er viðskifti.“ „Þjer talið eins og flón,“ sagði hún reið, „alveg eins og það sje ekki sama hvernig máður græðir. Bara að jeg hefði verið karlmaður!“ Hún hugsaði til Richard Canells, sem átti sökina á því, að hún sat nú þarna í gömlu húsi í afslcektu þorpi. Dótturson- ur hennar hafði verið talinn fjármála- snillingur og hún hafði farið eftir því, sem fólk sagði, i stað þess að neyta dóm- greindar sinnar. Og hjer sat hún nú, nærri þvi áttatíu og fimm ára gömul og braut heilann um hve lengi þessir leiguhúar af himnum sendir, mundu verða hjá henni. „Fólk segir að þjer hafið eitl miljónum í Frattoneyjuna,“ hjelt hún áfram. „Manndrápseyjuna“, leiðrjetti hann. „Það eru nú ýkjur. Jeg keypti liana fyrir slikk og síðan hefi jeg rutt þar og hvgl stórt hús þar.“ „Til hvers ?“ „Til þess að búa þar. Jeg kann ekki við mig í horgum innan um margt fólk. Jeg ætla að bjóða til mín þægilegu fólki. Jeg fyrir mitt leyti gæti verið einn, en jeg verð að laka tillit til Erissu.“ Gamla konan leit á ungu stúlkuna. „Það er skrítið nafn. Jeg hefi heyrl Melissa, Clarissa og Nerissa.“ „Þetta er ennþá eldra nafn,“ sagði At- hee. „Ættarnafn.“ Frú Hydon Cleeve hugsaði um fram- tíðina og afrjeð að verða þægileg við manninn. Hún varð að hugsa um fallega barnabarnið sitt, Phyllis Cannell, Phyllis, sem að rjettu lagi átti heima í samkvæmis- lífinu, en aldrei fjekk tækifæri til að sjá lieldra fólk. Því skyldu þær Phyllis og Erissa ekki verða vinstúlkur og Phyllis fá tækifæri til að eignasl ríkan mann og komast á rjetta hillu í manufjelaginu?

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.