Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugard. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþaikar. Því verður ekki neitað, að liið op- inbera hefir sýnt fullan vilja á að styrkja landbúnaðinn á undanförn- um áratugum. Með landbúnaðarlög- unum var stigið eill stærsta sporið, sem stigið hefir verið í húnaðarmál- um. hjer á landi. Með þeim lögum skuldbindur fjárveitingavaldið sig til að greiða ríflegan styrk til allskonar jarðabóta, styrk sem á íslenskan mælikvarða var ekki skorinn við nögl sjer. Sá styrkur var beinlínis greiddur af fjárafla þeirra sem sjó- inn stunduðu. Allir voru sammála um að landbúnaðinn bæri að styðja, bæði þeir sem blæddu og þeir sem græddu. En árferðið i heiminum varð svo á næstu árurn, að þrátt fyrir þennan styrk urðu jarðabæturnar svo þung- úr .baggi á bændum, að þeir sliguð- ust. Þeir sem ekki höfðu lagl í nein- ar framkvæmdir komust skárst af, hinir komust í þrot og ríkið varð að leggja fram stórfje, til þess að bjarga bændastjettinni frá almennu gjald- þroti. Sorglegri viðburður hefir tæp- lega gerst i íslenskri búnaðarsögu nje skaðlegri i þá átt að veikja trúna ó landið. Það átti að hefta strauminn úr sveitunum, sýna alþjóð að þar væri betra a8 vera en í kaupstöðunum. Styrkir voru veittir til þess að stofna nýbýli, koma upp húsum á þeim og endurbyggja hús á bygðum ábýlum. Vegakerfið hefir batnað meira á síð- ustu tuttugu árum en næstu þúsund ár á undan og um leið möguleikar bænda til að koma afurðum á mark- að. En samt er liagurinn þröngur. Ber að skilja þetta svo, að ekki geti þrifist annað en nurlarabúskap- ur á íslandi? Ber að skilja það svo, að bændur geti ekki efnast nema þeir liafi nægð lijúa, sem þeir greiða að- eins lítið eitt í kaup umfram fæði og skyldufatnað, eins og var alt fram á þessa öld? Víst ekki. Það sem orsakað hefir hina slæmu reynslu síðustu tuttugu ára er það, að þar hefir slæm af- urðasala lagst á sveif með þeim byrjunarörðugleikum, sem óvalt fylgja því að rækta land. íslensk jarðrækl getm- ekki skilað niiklum ágóða á fyrstu árunum, hún þarT góðan tíma og löng lán, ef ekki á að rekast á. Sjórinn hefir verið henni erfiður keppinautur og verður — meðan ekki siglir í strand útgerðar- málunum, eins og nú eru helst horf- ur á. Menn mega ekki gleyma því, að kreppan getur gripið fast um sjávarútveginn líka — jafnvel fastar en' 'hokkurntima um „landstólpann“. VINNUSKÓLINN AÐ KOLVIÐARHOLI Bærinn Kolviðarhóll er kend- ur við eina af aðalpersónunum í Kjalnesingasögu, Ivolvið, sem Búi Andríðsson deildi við og varð loks að bana. Meðan allar Ieiðir sóttust seinl var Kolviðarhóll merkilegur áfangi á leiðinni milli austur- sýslnanna (Árnes- og Rangár- valia) og Reykjavíkur. Var þar sælubús lengi, þar sem lang- ferðamenn leituðn atbvarfs er þeir komu braktir og þrevttir af Hellisheiði eða bvildust þar áður en þeir lögðu á heiðina. Þótti í gamla daga allreimt í þessu sæluhúsi, sem mörgum öðrum sæluhúsum og eru til um þann reimleika ýmsar sögur. Undir lok 19. aldar reis þarna upp gisti- og greiðasölu- staður og hefir verið síðan og eiga margir ferðamenn góðar minningar um gestgjafa þar eins og Guðna Þorbergsson og Sigurð Daníelsson, sem nú eru báðir nýdánir. Oft voru þeir og konur þeirra vakin upp um miðjar nætur til þess að taka á móti svöngum og köldum gestum, bæði mönnum og „þörf- ustu þjónunum“, hestunum, sem báru hita og þunga hinna erf- iðu langferðalaga áður en bil- arnir komu til sögunnar. Tvennir verða tímarnir hugsa jeg með mjer, jjegar jeg bruna með þægilegum bíl í glaða sói- skini upp brekkuna fyrir neðan Kolviðarból og heim á hlaðið. Það var eitthvað annað að koma þarna á hverjum velri fyrir 15 —20 árum göngumóður af Hell- isheiði. En þó var ánægjan á vissan hátt meiri þá. Ánægjan yfir því að hafa leyst af hendi fyrir eigin atorku allmikla þrek- raun að hafa gengið yfir heið- ina í ófærð og slundum allmik- illi snjókomu og diminu eða yfirvofandi hríð. Þessi blessuðu lífsþægindi eru nú góð segir fólk, en þau bafa þann mikla galla að veikja fólkið, gera það Iingerl og kveifarlegl því er nú ver. Piltarnir moka á bilinn. Kolviðarhóll er nú fremur lítið sóttur staður síðau fastar og hraðar bílferðir komust á milli Reykjavíkur og Suður- landsundirlendisins nema þá belst um hávetur, þegar eru snjóalög, svo að fólkið gelur rent sjer þar á skíðum. Nú hef- ir íþróttaf jelag Reykjavíkur keypt Kolviðarhól í því augna- miði að gera liann að miðstöð skíðastarfsemi sinnar enda er vandfundinn heppilegri staður til þeirra hluta en hann. Er nú verið að ryðja stökkbraut í brekkunni fyrir ofan bæinn skamt frá Búasteini, sem kend- ur er við Búa Andríðsson, þar sem bann varðisl af fræknleik miklum allstórum óvinahóp. Nú sem stendur starfar vinnu- skóli á Ivolviðarhóli undir stjórn Lúðvígs Guðmundssonar skóla- sljóra frá ísafirði og við eig- um ekkert annað erindi „á Hól- Kennarar og nemendur Vinnuskól- ans á húströppanum að Kolviðarhóli. Skólastjóri Lúðvíg Guðmundsson stendur fremst á myndinni (í hvítri peysuj inn“ en að forvitnast um liann og kynnast starfi hans. Lúðvíg skólastjóri er hugsjóna- og á- hugamaður og ber beill lýðs og lands mjög fyrir brjósti. Við hittum skólastjórann á hlaðinu, það er verið að vinna að því að stækka hlaðið og fylla Iægð- irnar upp með mold. Og nú heimsækjum við ásamt skóla- stjóranum hina vinnandi ungl- inga. Sá fyrsti sem við hittum hefir þá sjeratvinnu að „sturta“ moldinni af bilnum, sem er not- aður til að keyra ofan i hlaðið. Og hinn ungi maður tekur starf sitt mjög alvarlega, en er þó hinn ánægðasti. Þarna eru rnenn uppi á hlöðuþaki. Sumir skafa ryðbletti af járninu og menju- bera það. Aðrir eru að mála. Við göngum nokkurn spöl frá bænum. Þarna er allstór hópur af piltum, sem er að moka möl og mold á bíl. Og þegar Ijósmvndavjelin er lekin á loft Piltaflokkurinn sem vinnur að lagn- ingu skiðastökkbrautarinnar. örfast ósjálfrátt bandtökm. — Það er óneilanlega dálítið „spennandi“ fyrir unglingana að láta mynda sig við vinnu. Uppi í brekkunni eru margir drengir í tveim flokkum undir stjórn tveggja kennara. Og þeirra starf er býsna merkilegt. Þeir eru að rvðja skíðastökk- braut, þar sem fræknustu skíða- garpar vorir eiga að þreyta kepni sín á milji á komandi ár- um. Þarna verður Holmenkollen íslendinga og verður án efa oft mannkvæmt kringum þessa stökkbraut. Þessi braut er að miklu leyti sjálfgerð segja verk- fræðingarnir. Drengirnir þurfa aðeins að færa dálitið til i heiim og jafna hana og það finsl þeim skemtilegt verk. Þarna er alt unnið fyrir I. R., þvi að það á hjer öll hús og hverja þúfu. — Skólastjórinn fer með okk- ur inn í skúr heima á staðnum og sýnir okkur gangstjettahellur er nemendurnir hafa steypt á rigningardögum, þegar vont hefir verið að vinna úti. Eitt al' því, sem vekur mesta athygli okkar gestanna þarna, er að koma í áhalda- og geymslu- skúrinn, sem um leið er notað- ur sem þvottaherbergi. Hjer dylst manni ekki að reglunni: „Alt á sínum stað“ . er strang- Iega framfylgt. Að loknu dags- verki eru bjer öll vinnuáhöld vandlega hreinsuð og sinurð, svo að þau líta út sem alveg ný. Það er okkur Islendirigum stórtjón og til mikils vansa, hve illa við förum með verk- færi. Það er sannarlega lær- dómsrild að heimsækja vinnu- skólann og sjá hversu vel má með þau fara. Vinnuskólinn á Kolviðarhóli, sem Lúðvíg skólastjóri á hug- myndina að er spor i þá átl, sem flestar menningarþjóðir hafa þegar stigið að gefa atvinnulausum unglingum hæj- anna kost á því að vinna líkamlega vinnu undir eftirliti Framhald á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.