Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L Ií I N N GAMLA RÍÓ England á friðar og éfriðartíma. Nautgriparæningjarnir. Afar spennandi mynd, sem sýnir bardaga ríðandi lögregluliðs við nautgripaþjófa í Arizona. Aðalhlutverkin leika: BUSTER CRABBE og KATHARINE DE MILLE. Sýnd bráðiega! Á síðasta ári dóu ýmsir menn, sem vert er að geta, þó að langar dánarminningar hafi ekki komið um þá í blöðunum. Hjer skulu nokkrir nefndir: í Flomaton í Alabama dó feitasti maður heimsins, Jack Eckert, 63 ára gamall. Hann vóg 739 pund. — í London dó Richard Howlett, 70 ára gamall. Lífsstarf lians hafði ver- ið það, að hugsa um þó 500 einkennis búninga, sem Georg V. Englakonung- ur átti. — í Oklahomo dó ríkasti Indíáni heimsins, Enus Wilson, 35 ára að aldri. Hann ljet eftir sig fimm miljón dollara. — í Sydney dó mest „tattóveraði“ maðurinn i heimi, W. J. Bennell. Á skrokknum á hon- um voru 800 myndir en þó dó hann ekki af því. — í Beacon í Bandaríkj- unum dó John Wells, 83 ára. Hann hafði verið 59 ár æfi sinnar í tugt- húsinu. — í Washington dó „Old Babe“, 99 ára. Hún var elsti fíllinn í dýragörðum heimsins. — í London dó Aigernon Asthon, 77 ára. Hann hafði komið 3000 aðsendum greinum í ensku blöðin. Frú Þóra Á. Ólafsdóttir Laufás- veg 3, ver&ur 70 ára 5. f>. m. Stórmerkileg og skemtileg kvik- mynd sem sýnir manni í stórum dráttum sögu Englands síðustu 40 árin. Eru í mynd þessari þætt- ir, sem hafa verið í eign ýmsra ríkja, og birtast hjer í fyrsta sinn almenningi. Fyrir alla áhugamenn um, söguleg efni er naúðsynlegt að sjá kvik- myndina England á friðar og áfrið- artíma. Þarna er dregin upp í stuttu máli saga Englands frá því á Viktor- íutímunum og til vorra daga. Myndin er full af áhrifaríkum atburðum frá upphafi til enda. Berlingske Tidende segir: „Á að- eins einni klukkustund lifir áhorf- andinn heilan mannsaldur, og þar á meðal hina stórkostlegu og skelfi- legu viðburði síðasta aldarfjórðungs, sem byrjuðu svo sakleysislega, en enduðu í — ja, það veit enginn....“ Annað stórblað Hafnar segir: — „Myndin er áhrifarik frá upphafi til enda, og engan mun iðra að sjá liana." DAVID HEARST yngsti sonur blaðakonungsins ame- rikanska, er nýgiflur 17 óra gam- alli dansmær, sem ainerikönsku blöðin telja fegurstu stúlku í heimi. Eru þau komin til Englands í brúð- kaupsferð. Fyrir skömnui andaðist María ekkjudrotning í Rúmeníu, mjög mæl og mikilhæf kona. Hjer á myndinni halda tiðsforingjar heiðursvörð um líkkistu hennar. Hnefaleikari sem var að keppa í Illinois kvartaði undan því eftir sjöttu lotu, að hann hefði óþægindi í fótunum. Þegar farið var að at- huga málið kom það í ljós að hann hafði vinstri skó á hægra fæti og öfugt. Paramount-myndin Nautgriparæn- ingjarnir, sem sýnd er um leið er ein af þessum hóvaðasömu amerísku myndum, sem mörgum þykir svo gaman af. Hún iðar af krafti og fjöri. Byssuskot og bardagar, mann- dráp og aðrir óróaviðburðir ganga gegn um alla myndina. Hún er ætluð sterkum taug- um. — Vestur í Arizona í Ameríku er nautgripaþjófn- aður mjög .tíður og sýnir myndin hinar harðvítugu sennur, sem verða milli þjófa og ræningja annars- vegar, og hinsvegar bænd- anna, sem með hjálp lög- reglunnar eru að verjast þessum vágestum. Iiinan um alla þessa við- burði er fljettað ástarsögu. Ungur piltur frá Ne\v York, Jim Traft að nafni, verður ástfanginn af ungri og fal- legri Arizona-stúlku, Molly Dunn. Hún er ekki auðunn- in, en öllu lýkur nú vel, eins og í flestum kvikmyndum, eftir að Jim hefir sýnt það í bardögunum við nautgripa- ræningjana, að hann er eng- inn heigull, heldur þróttmik- ið karlmenni. Blaðamenn i Belgrad hjeldu ný- lega liappdrætti til ágóða fyrir sig. Stærsti vinningurinn var ókeypis áskrift að blaði í þúsund ár. Á það að ganga í arf til ættingja þess sem vinnur það. ------ NÝJA Bló. ----------- Hinn hræðileg! sannleikur. Bráðskemtileg amerísk kvikmynd frá Columbia-film. — Aðalhlut- verkin leika: IRENE DUNNE og CARY GRANT. Þetta er ein af allra fyndnustu og skemtilegustu kvikmyndum, sem gerðar hafa verið í Amerikú siðustu ár. Hún hefir hvar- vetna hlotið mikið lof og aðdáun áhorfenda. Nýja Bíó sýnir bráðum mynd frá Columbia kvikmyndafjelaginu und- ir nafninu. Hinn hrœðilegi sannleik- ur, með þau Irene Dunne og Cary Grant i aðalhlutverkunum. Mynd þessi var sýnd nýlega í Kaupmannahöfn og komst Berlingske Tidende þannig að orði í dómi um liana: „Það var hlegið mikið og hjartanlega í kvikmyndahúsinu í gær, og það var ærin ástæða til þess. „Hinn hræðilegi sannleikur" er einn skemtilegasti gamanleikur, er hjer hefir verið sýndur um lengri tíma, og hann mun fylla kvikmynda- húsið livað eftir annað. Gary Grant var eiginmaðurinn, hrífandi, fyndinn og ástfanginn. Irene Dunne var eigin- konan, töfrandi og óútreiknanleg. Aukapersónurnar allar voru ágætar. — Það var skemtilegt kvöld í stuttu máli sagt.“ í sama streng taka hin Kaup- mannahafnarblöðin. Politiken segir: „Hinn hræðilegi sannleikur er skemti leg, amerísk gamanmynd, sem vekur hjartanlegan hlátur." ■— — Ung hjón eru að skilja, og það er ekkert skilnaðinum til fyrirstöðu annað en það, að þau geta ekki orð- ið ásátt um hvort þeirra eigi að fá uppáhaldshundinn, Smith, sem er stríhærður, skynugur völskurakki. Eftir mikið þóf og málalengingar fellir dómarinn úrskurð um að kon- an (Lucy) skuli fá hundinn. Eigin- maðurinn (Jerry) kann þessum úr- skurði illa, — en það er þó bót í máli að honum er dæmt leyfi til þess að heimsækja hundinn fjórt- ánda hvern dag. Svona er nú uppliafið að þessari fjörugu mynd, sem ekki verður hjer frekar rakin. Ameríkumenn eru nú farnir að búa til gerfitennur i hundana sína. Tannlæknirinn Fosland í Aberdeen í Washington bjó nýlega til lieilan tanngarð í gamlan hund, sem hafði mist allar tennurnar i efra skolti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.