Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N WYNDHAM MARTYN: 4 Manndrápseyjan. Cannell vill kenna mjer að ríða og spila polo, þá get jeg ekki hugsað mjer neitt skemtilegra.“ „Ágætt,“ sagði Phyllis og ljómaði af fögn- uði. „Segðu já, langamma — gerðu það fyr- ir mig.“ Það fór svo, að frú Cleeve Ijet tilleiðast. Hún tók að sjer að verða í Manndrápsey um sumarið og hafa gát á, að eigandinn gerði ekki skissur í samkvæmissiðum. Það var svo mikil hætta á, að hleypa óheppi- legu fólki að. Frú Hydon Cleeve fór undir eins að romsa nöfn á fólki með tignum nöfnum og rúði af því alla æru og mann- orð með sömu fimi og krakki blæs af biðu- kollu. „Bara að þetta rekist ekki á,“ tautaði mr. Athee, „jeg hefi nefnilega þegar boðið sex—átta manns, sem jeg hitti í New York. Þjer segið að Georg Barkett sje þorpari og nú vill svo illa til, að hann, kona hans og sonur, koma hingað í næstu viku.“ „Jeg amast ekkert við því að vera innan- um þorpara,“ svaraði frú Hydon Cleeve, „og jeg hefi þekt Barkettsfólkið í mörg ár. Það lá við að mamma hennar Phyllis gift- ist George Barkett. Og jeg rjeri að þvi öll- um árum. Ekki svo að skilja að mjer fjelli við hann; en dótturdóttur mín var þá í klónum á samviskulausum dóna.“ Phyllis leit upp og varð forvitin. Hún hafði aldrei heyrt þetta áður. Hin fagra móðir hennar, sem hafði farist við bifreið- arslys fyrir tíu árum á Long Island, var fyrir hennar sjónum undursamlegasta manneskjan, sem hún hafði nokkru sinni þekt. Svo það var þá eitthvað, sem skraf- skjóðan, langamma hennar, hafði getað þagað yfir. „Þetta hefir þú aldrei sagt mjer,“ sagði hún með ávítunarhreim í röddinni. „Jeg hugsá svo lítið um það og jeg get,“ svaraði gamla konan og virtist sökkva sjer í endurminningar frá fortíðinni. „Flestir ungu mennirnir frá þeim tínia voru í þess- ari kliku frá Long Island, sem var alkunn fyrir útreiðar og veiðar. Þeir riðu sínum eigin hestum við sýningarnar. í Manassas, í Morristown, í Newport og allstaðar. Flestir þeirra voru duglegir strákar, óprúttnir, en í rauninni allra bestu skinn. Barkett var góður reiðmaður, en það var hann líka, maðurinn sem hún giftist, Dick Cannell. En hinn, sá sem endilega vildi ná í hana — hann var nú af öðru sauðahúsi.“ „Hvernig?" spurði mr. Athee. „Því göfugri sem fjölskyldan er,“ svaraði hún, „þvi svartari verða svörtu sauðirnir í fjölskyldunni. Þegar sonur af góðu fólki legst i spillinguna verður hann verri en þeir verstu. Svo var það um þennan dóna. Hann hafði rangt við í spilum. Hann tók við pen- ingum af giftum konum, sem voru vitlaus- ar í honum. Hann falsaði nafn föður síns. En drottinn minn — hvað hann sat fallega á hesti! Hvað hann.var ljómandi fallegur og vel að manni. Þeir hötuðu hvor annan, hann og George Barker. Georg var hærri og gildari — hann reið á stærstu hestunum — og einn daginn lenti þeim saman í áflog- um i Casino i Newport. Það er orðinn einn af sögulegustu viðburðum þar. Jeg hugsa að Russel Periton hefði drepið hann, ef Dick Cannel og einhverjir fleiri hefðu ekki gengið í milli. Jeg horfði á þetta. Jeg hafði aldrei sjeð morð uppmálað í andliti nokk- urs manns fyr en jeg leit framan í Russel Periton. Hann sór að hann skildi ná sjer niðri á George, þó svo að það tæki heilan mannsaldur“. Það fór hrollur um Phyllis. „Og mömmu þótti vænt um hann?“ „Hann var djöfullega aðlaðandi,“ fnæsti frú Hydon Cleeve. „Jeg veitti kampavín þegar jeg heyrði látið hans og bauð jafn- vel óvinum mínum.“ „Áttuð þjer óvini?“ spurði mr. Athee. „Hann, Russel Periton, var einn þeirra. Það var jeg sem sagði forstjóranum i Cas- ino frá ýmsu smávegis, sem hann þorði ekki að skjóta skolleyrunum við. Hann skammaðist aldrei við mig — eins og George. Hann kunni mannasiði. Hann sagði bara brosandi, að jeg væri á listanum“. „Listanum?“ spurði Phyllis. „Listanum yfir þá, sem að hans áliti höfðu komið illa fram við hann.Jeg get fullvissað þig um að okkur ljetti mörgum, þegar við heyrðum, að hann hefði verið drepinn í slagsmálum í Kowloon, portú- galska spilavítinu fyrir handan ána, við Hong Kong.“ Athee hristi höfuðið. Það virtist hrella hann að heyra talað um slíka mannvonsku og hryðjuverk. „Jeg er ekki vanur þrætum og slagsmálum“, sagði hann, „en jeg á bágt með að skilja, hvernig vesæll manngarmur gat farið að skjóta yður skelk í bringu einn.“ „Það kemur kanske af því, að það er geðveiki í Peritonsættinni. Það var oft vit- firring í augunum á honum. Jeg get varist ofbeldi og hefi aldrei hræðst kraftana, en — ------“ Hún þagnaði alt í einu. „En hvað?“ endurtók mr. Athee. „Mjer sámar að jeg skuli aldrei geta losnað við hjátrúna úr æskunni. Jeg er fædd í St. Louis, þegar þar var ekta suður- rikjabær, og svertingjastúlkurnar sem hirtu um okkur smituðu okkur með sömu hræðsl- unni, sem þær liöfðu sogið i sig í frumskóg- unum, sem fróma fólkið í Boston hafði frelsað þær úr.“ „Barnæsku minni var gjörspilt með öfga- fullum sögum, sem vinnukonan hennar móður minnar tróð i mig,“ sagði mr. Athee. „Jeg var myrkfælinn og jeg var hræddur við skóginn, hræddur við skuggann minn.“ Hann hugsaði sig um og gaut hornauga til húsmóðurinnar og hló tilgerðarlega. „Jeg verð að gera játningu — það er ekki laust við að jeg sje hræddur við Manndrápsey. Já, jeg er það í raun og sannleika. Þegar jeg heyrði fyrst allar sögurnar sem sagðar voru þaðan þá hló jeg. Jeg sagðist ætla að byggja mjer þægilegt hús, sem væri svalt á sumrin en hlýtt á vetrum, fylla það með góðum kunningjum, eiga góða daga þar og hlæja að öllu saman. En nú er jeg ekki eins öruggur.“ „Hvaða bull er þetta!“ sagði frú Cleeve. „Aldrei mundi jeg láta slikt hræða mig.“ Það var auðsjeð, að mr. Athee kunni ekki við, að það væri hlegið að liræðslu hans. Röddin var beinlinis hvöss þegar hann svaraði: „Þjer fáið eflaust tækifæri til að reyna hugrekki yðar, frú.“ „Hvað er eiginlega að liræðast þar?“ „Jeg veit ekki“, svaraði hann. „Og það gerir einmitt ilt veiva. Jeg þykist að visu ekki vera sjerlega hugrakkur — annars er oft gert of milcið úr hugrekki manna — en jeg hugsa að jeg geti tekið mótlætinu með eins mikilli stillingu og fólk flest. En það hlýtur að vera voðalegt að finna, að dauð- inn liggi allstaðar í leyni fyrir manni.“ „Varla finst yður það?“ „Dómgreind mín trúir því ekki. Þegar jeg sit hjerna í þessari notalegu stofu, finst mjer jeg vera sannfærður um að þessar hugmyndir sjeu bæði heimskulegar og hlægilegar. En jeg var eina nótt þarna úti. Erissa var í New York og verkamanna- skálarnir voru svo sem kílómeter frá liús- inu. Jeg sá ekki neitt og heyrði ekki neitt. Tunglið var i fyllingu og öldurnar niðuðu við klettana; en mjer varð sífelt órórra eftir því sem á leið. Mjer fanst þær liljóta að vera sannar, allar þessar sögur, sem hafa myndast um Skalla skipstjóra og Drauga- Fratton.“ „Fegin er jeg að jeg skyldi ekki vera þar,“ sagði Erissa og saup hveljur. Hún leil til Phyllis. „Þjer eruð víst ekki hræddar við nokkurn hlut?“ „Jeg held varla að jeg vildi vera ein um nótt i Manndrápsey", svaraði hún, „eftir að hafa heyrt frásögn mr. Athee.“ Hún leit bláum augunum á miljónamær- inginn. „Jeg hefi oft lieyrt talað um Fratl- oney, en jeg hafði ekki hugmynd um, að hún væri heitin eftir sjóræningja. Jeg lijelt að þelta væri indiánanafn. Mig hefir oft langað að sjá þessa ey, en það var ómögu- legt að komast þangað fyr en þjer ljetuð gera einstigið.“ „Fratton sá fyrir því“, sagði Athee. „Mennirnir hans sprengdu og klufu bjarg- ið þangað til það varð ókleift. Rjett við húsið er kyprusviðarrunnur. Hvert trje er fyrir mann, sem Fratton drap og dysjaði þarna. Það voru trjen sem gerðu mig hræddan. Hafið þjer nokkurntíma tekið eftir, hve lifandi trje geta verið á nætur- þeli, þegar þau banda greinunum eins og löngum handleggjum? Mjer fanst kyprus- trjen seilast eftir mjer með löngum fálmur- um þegar jeg fór hjá þeim.“ „Þetta er nú ekki annað en heimskulegt heiðingjahjal,“ sagði frú Hydon Cleeve ó- þolin. Mr Athee leit alvarlega á hana. „Eruð þjer viss um það? Jeg var lika þein'ar skoð- unar áður en jeg hafði verið einn á Mann- drápsey. Sofið þjer vel, frú?“ „Nei,“ svaraði hún stutt, „það gerir fólk ekki á mínum aldri. Hversvegna spyrjið þjer?“ Einhverja nóttina þegar þjer eruð alein vakandi í húsinu skuluð þjer drepa tím- ann með því að horfa á kyprustrjen hans Frattons. Þá munuð þjer sjá, að þau ganga í hring kringum húsið og banda og ógna yður með greinunum.“ „Þjer ætlist víst ekki til að jeg trúi þessu ?“ „Ekki strax,“ svaraði liann, „ekki fyr en þjer hafið sjeð það sjálf eins og jeg.“ Yfirbragð hans breyttist. „Það er víst annars ekki rjett af mjer að vera að bjóða

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.