Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Nýtísku tundurspillir. Beiiiskip í Shanghaihöfn. HERFLOTARNIR í KYRRAHAFINU Það bar við einu sinni í gamla daga, á friðarárunum fyrir heimsstyrjöldina, að Vilhjálmur Þýskalandskeisari var á sigl- ingu og mætti þá rússnesku keisarasnekkjunni, með Zarinn um borð. Og hann sendi frænda sínum svolátandi merkjaskeyti: „Aðmíráll Atlantshafsins heilsar aðmírál Kyrrahafsins.“ Þessar aðmirálstignir voru í meira lagi vafasamar, enda tókst hvorugum þessara keisara að halda þeim. Og siðan þetta skeyti var sent hefir rás viðburð- anna tekið óvæntar brautir. Um aðmíráístignina á Atlantshafinu þarf enginn að fara í grafgöt- ur: hún er hjá Bretum eins og hún var þegar Þjóðverjar freist- uðu að auka veldi sitt á hafinu. En hvað er um Kyrrahafið að segja — hver er aðmíráll Kyrra- hafsins í dag? Þeirri spurningu er ekki auð- svarað. En ef maður yrði að svara henni væri óhjákvæmilegt að gefa annaðhvort Japönum eða Bandaríkjamönnum titilinn. Því að það eru þessi tvö stór- veldi, sem nú berjast um yfir- ráðin yfir Kyrrahafinu — og reyndar um meira og fleira en þau. ófriðurinn í Austur-Asíu hef- ir gefið tilefni til að hugleiða þetta mál. Það er engum vafa bundið, að Japanar ætla að skapa sjer framtíðaraðstöðu í Kína, nota hinar ríku auðlindir þessa mikla lands sjálfum sjer til hagsmuna og bægja hvítum mönnum sem mest frá mörkum austurlanda. Hvað eftir annað hafa málsmetandi Japanar hald ið því fram, að Japanar eigi að vera foringjar gulu þjóðanna í Asíu, og að hvitir menn eigi ekki að hafa friðland þar. Og þessar yfirlýsingar hafú stund- um verið ærið dóígslegar. Þann- ig sagði Takahashi í janúar 1936: „Ef Bandaríkjamenn láta ekki af þeirri flotamálastefnu, sem gengur út á, að auka og vernda utanríkisverslun þeirra, neyðist Japan til að færa út áhrifasvæði flota síns til Nýju Guineu, Celebes og Borneo og setja upp nýjar flotastöðvar á Formosa og eyjum þeim, sem þeim voru faldar til verndar af alþjóðasambandinu eftir stríð ið (Marianeyjum, Karolineyjum og Marshalleyjum)“. Þessi orð vöktu óþægilega athygli í Washington og senator Pittman,' formaður utanríkis- nefndar Bandaiákjaþingsins rjeðist heiftarlega á ummælin: „Jafn frekjufull stjórnmálaum- mæli hafa ekki heyrst í sögu aldarinnar,“ sagði hann og skor- aði á þingið að sjá um, að ekki yrði slegið slöku við hervarnir Bandaríkjann/a nje slakað á rjettmætum kröfum til verslun- ar. En orð Pittmans nægðu þó ekki til þess að vekja þjóðina. Það var ekki fyr en Japanar miðuðu fallbyssum sínum á Shanghai og Nanking í haust, sem almenningur í Bandaríkj- unum er farinn að rumska og fá meðvitund um, að eitthvað sje að gerast i Asíu, sem eigi aðeins geti haft áhrif á amerík- önsk stjórnmál heldur geti iíka haft áhrif á afkomu alþýðunn- ar í U. S. A., ef því væri að skifta. því að hver amei'íkansk- ur mai'kaður, sem Japanar leggja undir sig í Kína, táknar aukið atvinnuleysi í U. S. A. Og Roosevelt forseti rumskaði við þjóðinni er hann flutti ræðu sína i Bandaríkjaþinginu 28. janúar í vetur og boðaði ný framlög til hei'varnamra. For- setinn lagði þar áherslu á, að hervarnir Bandaríkjanna væru ekki nægilegar, þegar á það væri litið, að flestar aðrar þjóð- ir væru í sífellu að auka vig- búnað sinn, og þessvegna væri óhjákvæmilegt að auka hervarn irnar. Þessvegna lagði foi'set- inn það til, að auk verulegi'a framlaga til landhersins og flughersins væri aukning flot- ans aukin um fimtung frá því, sem ákveðið hafði verið og að á árinu 1938 væi'i byrjað á smíði tveggja orustuskipa og tveggja beitiskipa, fyrir samtals 30 milj. dollara, umfram aðrar skipa- smíðar, sem ráðnar voru. Sam- kvæml lierskipasmíðaáætlun- inni skulu nú smiðuð 47 her- skip, þar af 3 stór orustuskip og 8 beitiskip, 22 hjálparskip og þúsund flugvjelar. Er talið að þessi aukning skipastólsins hafi í för með sjei', að bæta þurfi 1200 fyrii’liðum og 20,000 hermönnum við sjóliðið. Orustu skipin verða 35.000 tonn hvert, en beitiskipin 8—9 þúsund tonn. Þessi aukning flotans til viðbót- ar því, sem áður hafði verið ákveðið kóstar 800 miljón doll- ara, eða yfir 3 miljarða króna. Þessi fjárveiting hefir nú vei'- ið samþykt og þar með eru Bandaríkjamenn komnir út á sömu braut vígbúnaðaræðisins, sem Evrópuþjóðirnar voru gengnar á undan þeim. 1 vor stendur til að halda í Kyrrahafi stórfeldustu flotasýn- ingar, sem Bandaríkjamenn hafa nokkurntíma haft þar, — „stærstu flotasýningarnar í sögu Bandaríkjanna“ — og það er stórt orð, er menn minnast þess, að í flotaæfingununj 1934—35 tóku þátt 200 skip, 500 flugvjel- ar og 50.000 manns. Heræfing- arnar verða á svæðinu milli Aleutaeyja, San Francisco og Havaji og eiga að sýna, að Bandarikjamenn sjeu ekki hræddir við að hætta sjer vest- ur á bóginn. Þær eiga að sýna

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.