Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 hvernig varist verður árás af hendi Japana. Fyrir 15—20 ár- um ljetu Bandaríkjamenn sjer nægja að sýna hvernig þeir verðust árás á Panamaskurð- inn. En svo hugkvæmdist þeim að flotalægið í Pearl Harbour á Havaji væri máske ekki nógu sterkt, ef óvinir reyndu að ná fótfestu á Havaji og ógna vest- urströnd Ameríku þaðan. Og þessvegna rjeðust Ameríku- menn i að hyggja nýtt og ram- lega víggirt flotavigi í Pearl Harbour og er enn verið að efla það. Þegar Filippseyjar fá fult sjálfstæði, 1945, verður Hav aji vestasta vígi Bandaríkja- manna gegn Japönum. Jafnvel framsýnustu sjóliernaðarfræð- ingum Bandaríkjanria mundi ekki liafa komið þetta til hug- ar árið 1890 þegar Bandaríkin „keyptu“ Havaji og seltu drotn- inguna þar — Liliuokalani, sem að vísu var gefnari fyrir hljóm- list en stjórnmáL — á eftirlaun. En Bandarikjamenn komust lengra vestur en til Havaji er þeir tóku Filippsevjar af Spánverjum árið 1898, sem ekki gátu varið eyjarnar. Othúnaður Spánverja var allur úr sjer genginn og Bandaríkjamönnum varð harna leikur að taka eyjarnar. Sagan segir að Dawey aðmíráll þeirra hafi gefið skipstjóra sínum at- löguskipuniria með þessum orð- um: „Þegar þjer eruð tilbúinn, skipstjóri, getið þjer farið að skjóta.“ Og eftir klnkkutíma var spanski flotinn úr sögunni. Annars langaði lýjóðverja til að skerast í Ieikinn á Filipps- eyjum líka. Þýsk flotadeild lá við Malina þegar þetta gei’ðist. Og voru mestu viðsjár með Dawey og þýska aðmírálnum, von Diedrichs. En siðan fyrir heimsstýrjöldina liafa Þjóðverj- ar verið úr leik, sem keppend- ur um Kyrrahafið. Hinsvegar hefir Japan, sem eigi var talinn hættulegur keppi- nautur 1898 komið til sögunnar síðan og er oi’ðið mesta flota- stórveldi í vesturhluta Kvrra- hafsins. í stríðinu rnilli Kína og Japan 1894—95 var japanski flotinn að vísu góður og nýr, en alls ekki stór. En hann breytti um svip á næstu tiu árum. Þegar tundurbátar Togo aðmíráls rendu inn á höfnina i Porl Artli- ur aðfaranótt 9. janúar 1904 og gerðu hin mestu spell á rúss- nesku herskipunum þar, var öllum ljóst að nýr þátttakandi var kominn í tölu keppendanna um Kyrrahafið. Rússneski flot- inn náði sjen aldrei eftir þessa úlreið og Japanar sýndu í allri styrjöldinni við Rússa mikla yfirburði sína á sjó, og varð það aldrei berax*a en i orust- unni í Tsushijamasundi. Eftir þann sigur fóru Japanar fyrir alvöru að auka flota sinn. Það er efamál hvort Bretar hafa gert sjer grein fyrir afleið- ingunum er þeir gerðu banda- lagið við Japan 1902 og otuðu undir Japana að ýfast við Rússa. Því að það var brátt augljóst, að Japanar ætluðu sjer að gerast öndvegisþjóð í Austui’-Asíu. Gx’einilegt merki þessa var það, er Japanar sögð- ust í lið með samherjunum í heimsstyrjöldinni, til þess að tryggja sjer nýlendur Þjóðverja í Austur-Asíu. Til málamynda tók ein bresk hei’deild þátt í árásinni á Kiatsjau — og þegar japanski herfoi’inginn Kamio hjelt innreið sína í borgina var breska herdeildin síðust í lest- inni. Og við friðarsanmingana fjekk Japan ekki aðeins Kiat- sjau heldur líka hinar þýsku eyjar — Karolin, Marian- og Marshalleyjai’, að vísu „til um- sjónar“ fyrir þjóðabandalagið. Og við það færðist veldi þeirra austur á bóginn. Á flotamálaráðslefnunni í Washington 1921—22 var það samþykt að hlutföllin miili flota Breta, Bandaríkjanna og Jap- ana skyldi vei’a 5:5:3. Japan kunni illa þessum úrslitum, það vill ekki vei’a eftirbátur hinna. Og á flotamálaráðstefnunni í London 1935—36 heimtaði Jap- an fult „jafnrjetti“ við hina stórlaxana. Ameríkumenn and- mæltu þessu og Bretar studdu þá. Þegar Japanar fengu elcki kröfunni framgengt fóru þeir af fundi og lýstu yfir því, að þeir færu því fram sem þeim sýndist. Ameríkumenn og Bretar gáfu þessu litinn gaum fyrst i stað. Þeir lnigsuðu sem svo, að Jap- anar mnndu ekki hafa fjár- hagslegt bolmagn til þess að hyggja meii-a en þeir höfðu leyfi til. En Japanar sögðu, að Bandai’íkjamenn mundu ekki hafa bolmagn til að keppa við sig, þannig að þeir smíðuðu 5 skip fyrir hver 3, sem smíðuð voru í Japan. Og þetta hefir komið fram. Japanar hafa ým- ist smíðað eða endurbygt gömul skip, svo að þau eru vígfær eins og ný, og nýjustu skip þeirra eru sögð taka fram nýjustu skipum Bandai’íkjamanna. — Þannig er sagt, að Japanar sjeu að smíða 40.000 tonna orustu- skip, en til þessa hefir ekkert orustuskip verið smíðað svo stórt í heiminum. En bæði Bret- um og Bandarikjamönnum varð ókyrt við þá frjett. Samkvæmt skýrslu er flota- málaráðherra Bandaríkjanna birti um miðjan janúar s.l. hef- ir Japan 213 skip viðbúin. Bret- ar hafa 195 og Bandai’ikin 119. Af skipum Japana hafa 150 ekki náð fastsettu aldursmarki, en 162 af skipum .Sreta og 106 af skipum Bandarikjamanna. Bandaríkin og Bretland eiga fleiri orustuskip en Japan, en beitiskip. Japan á meira af tundurspill- um og kafbátum. Yfiraðmíráll Bandaríkjanna, Leahy, lýsli því yfir í sambandi við umræðui’nar í þinginu, að orustuskip Bandai’ikjanna væru í ágætu standi og vel vopnuð. En þau eru öll yfir 16 ára göm- ul, því ,að Bandaríkjamenn hafa ekki smíðað nein orustuskip síðan Washingtonráðstefnan var haldin, og 5 af þeim hefir ekki vei’ið breytt samkvæmt nýjustu tísku. Samkvæmt núverandi lögum mega Bandarikin .smíða 13 ný orustuskip til 1942. Tvö þeirra eru í smiðum, en fjár- veiting er til fyrir öðrum tveim- ui’. Leahy aðmíráll hefir varað við því að láta flotann ganga úr sjer, eins og nú er ástatt og telur ófriðai’horfurnar miklu meiri en í fyx-ra. Og samkvæmt tillögum Roose- velts foi’seta lítur svo út, sem Bandaríkin láti flotann eflast en ekki rýrna. Alll með Islenskum skrpum1 «f» Dm trjágróður. Þegar gengið er um götur höfuð- staðarins furðar mann á, við hvað mörg hús vantar trje. Mörg þeirra sýna þó smekkvísi eigendands. En hvernig getur þá staðið á því að trjám er ekki plantað þar? Skýr- ingin getur ekki verið önnur en sú, hve rótgróin er vantrúin á að trjá- gróður þrífist hjer á landi. Nú iná þó víða sjá hjer lagleg trje við hús, en það er eins og menn trúi ekki, þó þeir sjái. Ef til vill á þetta kæruleysi gagn- vart gróðursetningu trjáa að nokkru leyti rót sína að rekja til þess, live erfitt er oft að fá trjáplöntur, og á þetta auðvitað aðallega við úti um land. Þegar gengið er um í Reykja- vík, og litið á trjágróðurinn, sýna flestir trjágarðar megna vanhirðu, sem þó má vera að mestu leyti stafi af kunnáttuleysi. Allmikill hluti trjánna eru margstofna frá rótum, og eru stofnarnir mjög misjafnlega gildir, sem oft sýnir að þetta era rótarskot frá ýmsum tímum, en alt er þetta látið vaxa upp, til þess eins, að draga merg og afl frá stofn- unum, sem fyrir eru. Allir trjáeigend- ur ættu að athuga, að rót trjesins er ekki stærri þó trjeð sje margstofna, og þegar margir stofnar eru á sömu rót, verða þeir- að keppa innbyrðis um næringuna úr jörðinni. Það eru því raunverulega mörg trje, sem hvert hindrar annars vöxt. Það er því sjálfsagt að smáfækka stofnun- um, og borgar það sig oftast, þvi trjen vaxa þá í hæðina, og verða fallegri. Annað vanhirðu- eða vankunnáttu- merki er það, þegar trjen, sem þó eru einstofna neðst, eru látin skift- ast í marga stofna þegar ofar dreg- ur, og á svipað þar við, eins og hjer að framan var sagt um margstofna trjen. Þetta er þó stundum verra að þvi leyti, að stofnarnir eru þá oft svo þjett, að þeir geta ekki vax- ið hver fyrir öðrum, og deyja og feyskjast. Þetta slafar að miklu leyti af þvi, að trje kala á vorin og næsta ár koma þrír til sjö sprotar þar, sem eðlilega hefði átt að vera aðeins einn. Brátt verða greinarnar svo þjettar, að einhverjar þeirra drep- ast, af því lauf þeirra vantar birtu. Þær feyskjast og er þetta kallað á trjám, sem vaxa í miðbæ Reykjavík- ur „að þau sjeu komin ofan í salt“, en þegar þetta verður á trjám, sem standa hærra yfir sjó, er því ekkert nafn gefið. Það er því nauðsynlegt að þynna lím trjánna, þegar það verður of þjett huav sem er i borg- inrti, því annars „komast þau ofan í ,salt“. Það' verður ekki of oft end- urtekið, að trje vaxa ekki „nema það sje horft á þau“, eins og móðirin komst að orði, og að þau þurfa „leiðbeiningu" þ.e. það þarf að klippa þau rjett, þegar þau ætla að fara að vaxa skakt. Þeir sem sjá fögru garðana, sem eru við sum hús hjer í Reykjavík t. d. garðinn hjá dr. Bjarna Sæ- mundssyni, eða við danska sendi- herrabústaðinn, hljóta að sjá hvílík gerbreyting til hins betra væri ef slíkur trjágróður væri alstaðar þar, sem hann getur vaxið. Flávent Flóventsson. Ameríkumönnum er farið að of- hjóða live ökuslysin ágerast. Og til þess að draga úr þeim, hafa nú 27 af sambandsfylkjunum ákveðið að setja takmörk fyrir leyfilegum öku- hraða, en hann hefir verið ótak- markaður til þessa. Bifreiðarnar í þessum 27 fylkjum mega ekki aka hraðar en 1R) kílómetra á klukku- stund! Japanskt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.