Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Kasakkjóllinn á myndinni er úv stórrósóttu silkimusselíni með undir- kjól úr satin, sem sjest á hnjánum á stúlkunni. NÝTÍSKU FERÐAFÖT. Hjer á myndinni sjást tvær gerð- ir hentugra kvenfatnaða til ferSa- laga. Stúlkan sem stendur er í föt- um úr mógráu efni, treyjan er lok- uS meS rennilás og mikiS af vösum á henni. Stúikan sem situr er í kam- garnsfötum; treyjan er köflótl en pilsiS svart. SMELLIN HERMANNAHÚFA. Hún er úr glógulu grófu strái og skreytt meS grænum, rauðum og bláum cellofanböndum, svörtum fjaSrabrúsk og ofurlitlu svörtu deri úr flóka. SVONA KJÓLL fellur litlum telpum vel i geð. Pilsið er með allavega litum röndum en stakkvestið einlitt og prýtt að fram- an með litlum tyrolarhöttum. Bílakonungurinn Henry Ford, hjelt riýlega hátíðlegt gullbrúðkaup sitt og notaði tækifærið til þess að gefa löndum sínum „uppskrift“ að ham- ingjusömu hjónabandi: — „Skiftu aldrei um „model“ í hjónabandinu,“ sagði hann. „GerSu eins og jeg, sem ‘hef haft sama „mo- del“ frá byrjun, og mun ekki breyta um, þó að jeg lifi 50 ár í viðbót. SUMARTISKAN. ÞaS getur veriS áMtamál hvort stúlkunum finst röndótt og dropótt fara vel saman. Enda er það ekki að- alatriðið viS fötin á þessari mynd heldur sniðið. Litli bolerojakkinn verður áreiðanlega mikið notaður i sumar við ljett einskeftuföt. SKEMTILEG SNATTFÖT. Kjóllinn er úr silki með stórum rósamuhstrum en hatturinn úr strái og cellofan, með bandi undir hökuna. Venns frá Milo er ekki fyrirmynd verra tfma bvað likamsfeynrð snertir. Kynslóð l'ram af kynslóð hefir Venus frá Milo verið hugsjón kven- legrar fegurðar. ÞaS hefir jafnan veriS metnaðui' fjölda ungra kvenna að komast sem næst og ná Venus- málunum. Og hin fræga kona — Ven- us frá Milo — hefir verið lofuS i bundnu og óbundnu máli sem feg- ursta kvenmynd er til væri. En nú er þetta orðið öðruvísi, alt er á .hverfandi hveli í henni ver- öld, jafnvel Venus frá Milo fær a'ð kenna á þessu sem aðrir. Ef þessi marglofaða mynd fengi nú líf einhvern góðan veðurdag og sýndi sig á götunni í nýtísku fötum, þá myndi hún hvorki vekja afhygti nje aSdáun. Og vel gæti hún orðið fyrir gagn- rýni þeirra, sem hún mætti, er feldi áfellisdóm yfir vexti hennar: „Sú er nú feit og „klossuð!" Ef Venus væri atvinnulaus og leit- aði atvinnu í trausti heimsfrægðar sinnar á leiksviðinu myndi enginn vilja ráða hana. Hún kynni að fá framan í sig þessi orð: „Þjer eruð þunglamaleg og stirð og vantar hin- ar rjettu línur. Þjer hafið að vísu bæði brjóst og mjaðmir, en leggiru- ir og öklarnir eru altof digrir. Ef þjer mættuð í baðfötum á ströndinni yrði enginn karlmaður til þess að horfa á eftir yður“. Og það væri ekki annað fyrir Ven- us að gera en að setjast upp á fjalls- topp og biðja Júpiter um að kalla sig sem bráðast upp til Olymps. AS fara aftur í safnið í París myndi hún ekki kæra sig um, þar eð hún nú var ekki lengur fyrirmynd um kvenlega fegurð. ViS skulum nú líta á Venusmálin eins og þau eiga að vera í dag: Hæð 167% cm. Hálsmál 31% cm. Armlengd 71 cm. Úlnliður 15 cm. Brjóstmál 86 % cm. Mitti 67% cm. MjaSmir 95% cm. Kálfi 31% cm. Ökli 20 cm. PASTELLITIR OG STÓRKÖFLÓTT. Þessi skrítni kjóll er úr „organdí", sem aS visu er svo ljett og þunt, að það er ekki vert að ráðleggja það við íslenska sumarveðráttu. Murad soldán IV. erfði 240 konur eftir fyrirrennara sinn er hann tók ríki í Tyrklandi. Hann ljet setja þær í poka ogi drekkja þeim i Bosporus. Hvítar stúlkur vilja gjarnan hafa hrokkiS hár, en öSru máli er að gegna um negrastúlkurnar, sem flest- ar eru hrokkinhærðar. Þeim er mein- illa við „krullurnar" og vilja helst hafa sljett hár. í Ameríku hefir negrakona ein grætt of fjár á liár- lyfi, sem gerir hrokkið hár sljett. f

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.