Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Ingrid krónprinsessa styður ú hnapp, sem veitir orkunni ú vjel- arnar. VÍGSLA ÚTVARPSSTQÐVARINNAR Fyrir alla útvarpsunnendur er það mikið gleðiefni að ís- lenska útvarpsstöðin hefir verið stækkuð úr 16 kilówöttum í 100 kw. Með þessari stækkun er hún komin í tölu sterkustu útvarps- stöðva á Norðuröndum. Stærst- ar eru Motala í Sviþjóð og Lahti í Finniandi en svo kemur útvarpsstöðin íslenska sem þriðja í röðinni ásamt tveim stöðvum i Suður-Svíþjóð, sem eru að verða fullgerðar. — Sterkasta úlvarpsstöð í heimi er í Moskva (500 kw.) Vígsla hinnar nýju stöðvar fór fram með allmikilli við- höfn síðastliðinn mánudag að viðstöddum krónprinshjónun- um, ráðherrum, sendiherrum erlendra rikja og fleiri virð- ingamönnum. Sjáif vigsluat- höfnin fór fram í hinum stóra útvarpssal og voru þar um eitt hundrað gestir. — Útvarpsstjóri og kona hans tóku á móti krón- prinshjónunum og afhenti kona útvarpsstjóra Ingrid krónprins- essu blómvönd. Þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í tvö stóð krónprins- essan upp úr sæti sínu í saln- um og. veilti raforkunni á hin- ar nýju vjelar með því að þrýsta á hnapp einn. Gestirnir sem staddir voru í útvarpssaln- um heyrðu stöðina fara í gang, þvi að gjallarhorn i salnum höfðu verið sett i samhand við hljóðnema í sjálfri sendistöð- inni á Vatnsendahæð. Nú kvikn- aði á rauðu ljósi, en það var merki þess að stöðin var i full- komnu lagi. Friðrik krónprins gekk nú að hljóðnemanum er var komið fyrir í stúlui út frá útvarpssaln- um og lýsti yfir því að hin nýja sendistöð væri opnuð. Hann notaði tækifærið að þakka Is- Bæjarbúar í Evanstown hafa farið fram á það við yfirvöldin, að nafn- inu á sfræti einu þar i bænum, sem heitir Simpson Street verði breytt og að eftirleiðis verði það kallað Wi'oidsor Street! Útvarpsstöðin ú Vatnsendahœð. lendingum hinar ágætu viðtök- ur, sem krónprinshjónin hefðu fengið á ferð sinni um landið. Talaði krónprinsinn á íslensku og þótti honum vel takast. Er krónprinsinn hafði lokið máli sínu hjeldu þeir stuttar ræður Hermann Jónasson forsætis- ráðherra og Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. En að lokum söng útvarpskórinn undir stjórn Páls ísólfssonar þjóð- söng Islendinga. Þar með var dagskrá lokið. Á eftir fóru fram veitingar í útvarpssal, en því næst var ekið með gestina upp að útvarpsstöð á Vatnsendahæð. Sjerstök útsending á stutt- bylgjum fyrir danska hlustend- ur átti sjer stað af allri athöfn- inni. Var henni endurvarpað frá danskri útvarpsstöð. Var athöfn in tekin upp á plötur og endur- tekin i danska útvarpinu um kvöldið. — Hin nýja stöð kemur tii með að hafa geysimikla þýðingu fyr- ir allar útsendingar til annara landa, þar eð hún er svo sterk að minni vandkvæði verða fram- vegis á því að heyra ísland í nálægum löndum. Auk þess veitir hún íslenskum lilustend- um er fjærst búa tryggingu fyr- ir því að þeir þurfa ekki að fara á mis við dagskrá sakir þess hve útvarpsstöðin sje veik. Og þegar endurvarpsstöðin, sem nú er verið að byggja á Eiðunl á Austurlandi er komin upp, þá ætti Austfirðingum að vera borgið, en þeir hafa ekki notið útvarpsins sem skyldi enn sem komið er. Sendistöðin nýja mun hafa kostað um 700 þúsund krónur og endurvarpsstöðin á Eiðum 100—200 þúsund krónur vænt- anlega, svo að ekki verður annað sagt en hin litla íslenska þjóð fórrii miklu fje til endur- bóta á útvarpsstöð sinni. Mr. Thomas verkfræðingur frá Marconi-fjelaginu sá um upp- setningu stöðvarinnar og liófst verkið um miðjan síðastl. vetur. Úr vjelasal sendistöðvarinnar Chicagoborg ætlar nú að setja skýrjúfamet með því að byggja hús er verður 200 hæðir. Til þess að koma þessu risavaxna húsi fyrir hafa verið rifin 36 hús. Þegar byggingunni er lokið á húsið að rúma sem svarar íbúafjölda í meðalstórum bæ í Amer- iku. 400 lyftur eiga að annast innan- húsflutning upp og niður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.