Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 15

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 VINNUSKÓLINN. Framhald frá bls. 3. í lieilbrigðu lofti í stað þess að ráfa um götur borganna, þar sem þeim hættir til að lenda í óreglu og verða að ómenn- um. í skólanum eru 28 piltar á aldrinum 13 til 18 ára, flestir eru þeir fremur illa þroskaðir eftir aldri'. Voru þeir skoðaðir og mæídir af íþróttalækni áður en þeir fóru í skólann og verða athugaðir aftur við skólalok. — Verður nú fróðlegt að sjá hve miklum framförum þeir taka á þessum sex vikum sem skól- inn stendur yfir. Skólinn er rekinn fjárhagslega að hálfu leyti al' rikinu og að hálfu leyti af Reykjavíkurbæ. Auk skólastjóra eru við vínnu skólann tveir íþróttakennarar, Baldur Kristjónsson og Hannes Þórðarson, sem liafa eftirlit með vinnu piltanna. Kenna þeir báðir leikfimi og aðrar íþróttir og Baldur auk þess söng. Að jafnaði vinna piltarnir sex stundir á dag, og æfa auk þess daglega leikfimi og knatt- spyrnu. Á kvöldin er ýmislegt fundið upp til skemtunar. — Skólastjóri les upp fyrir piltun- um Laxdælu og sjálfir eru þeir látnir finna upp skemtiatriði. Þeim, sem best tekst fá verð- laun — eftirsótt verðlaun, Vín- arhrauð! Fæði fá piltarnir ágætl, íslenskan kjarnamat: kjöt, ‘fisk, mjólk og skyr og fá einungis ís- lenskt smjör til viðbits. Eins og ætla má fá piltarnir ekki annað en smáþóknun að kaupi. Þeir eldri eina krónu á dag, hinir vngri 50 aura. Okkur gestunum er boðið lil stofu. Við setjumst að kakaó- drykkju og að henni lokinni talar Lúðvíg skólastjóri nokkur orð um vinnuskólann. Á eftir syngja piltarnir tvö hressandi Iög. Svipur þeirra ber votl um að þeir eru hressir og kátir og hinir ánægðustu yfir því að hafa komist í sveitaloftið, en losn- að við bæjarrykið. Vonandi verður dvölin á Kolviðarlióli til þess að gera unglingana að vinnufúsum og viljasterkum mönnum, sem verða megi þjóð sinni til gagns, en ekki dáð- laus byrði. Hóflegt líkamlegt erfiði und- ir stjórn góðra manna er nauð- synlegt uppeldi hverjum manni. Við kveðjnm vinnuskólann og óskum lionum allra heilla í þeirri trú að margir slíkir skólar sem hann eigi eftir að risa upp á íslandi. Svertingi sat í fyrsta skifti í sögu frönsku þjóðarinnar í forsetastól franska þingsins í vetur — vitanlega sem varaforseti. Hann er þingmaður fyrir Guadalupe og heitir Gratien Candate. Svo röggsamlega tókst lion- um forsetastjórnin, að þennan eina klukkutíma sem hann gegndi henni, voru afgreiddir tuttugu liðir á dag- skránni. Svíakonungur áttrædur Eins og nærri má geta var mikið um dýrðir í Stokkhólmi 16. júní á afmæli elsta konungs veraldar, Gústafs V. Hófust hátíðahöldin með veislu fyrir skyldmenni konungs og vini kvöldið áður og stundvíslega klukkan 12 á miðnætti hjelt krónprinsinn ræðu fyrir föður sínum og var henni útvarpað, svo að öll sænska þjóðin vakti fram yfir miðnætti það kvöldið, til þess að hlusta á. Og sjálfan afmælisdaginn voru hátíðahöld allan daginn. Meðal gesta voru þarna allir þjóðhöfðingjar Norð urlanda: Kristján konungur ís- lands og Danmerkur ásamt fjöl- skyldu sinni, að drotningunni undantekinni, Hákon Noregs- konungur og sonur lians og tengdadóttir, sem er bróður- dóttir Gústafs konungs, og Kall- io, hinn aldni forseti Finn- lands. Og konungur sjálfur var hinn brattasti. „Man skall aldri ge sig!!‘ sagði hann við jafn- aldra sína, bændur utan af landi, sem liöfðu fengið heið- ursstað við hátíðahöldin. Hann Ijet það ekki á sjá, að hann hafði vakað til klukkan 2 kvöld- ið fyrir afmælisdaginn og farið á fætur klukkan 7. Árdegis á afmælisdaginn var konungi fagnað í ríkissalnum i Stokkhólmi og talaði Albin- Hansson forsætisráðlierra þar og afhenti konungi afmælisgjöf þjóðarinnar: 4.3 miljón sænsk- ar krónur, sem konungur hefir ráðstafað þannig, að þær gangi til baráttu gegn sjúkdómum. Hjelt forsætisráðherrann ágæta ræðu og var óhræddur við að liylla konunginn, þó hann fái kanske á baukinn fyrir það hjá flokksbræðrum sínum hjer á landi. Að lokinni þessari sam- komu ók konungur um borg- ina og hvarvetna var troðfult af fólki sem hylti liann. Siðdeg- is var veisla, þar sem Gösta Forsell prófessor hjelt aðal- ræðuna. Og um kvöldið hjelt konungur hoð. — Morguninn eftir spilaði í Þýskalandi giidir sú góða regla að allir þeir sem i sjúkrasamlögum eru, eru skyldir til þess að láta tannlækni skoða í sjer tennurnar tvisvar á ári. Ef þetta er vanrækt missir sjúklingurinn rjettinn til að fá tannlækningu á kostnað sjúkra- samlagsins. Þessi góða regla ætti að komast i gildi víðar, því að það eru fleiri en Þjóðverjar sem missa tennurnar af þeirri einu ástæðu, að þeir fara ekki til læknis i tima. Einhver hefir unnið það afrek, að ganga á skautum i 100 tima sam- liann tennis í liálfan annan klukkutíma við leikbróður sinn Calle Schröder, eins og ekkert hefði í skorist. Myndin hjer að ofan er tekin i höllinni í Stokkhólmi og er af Iíallio forseta, Hákoni, Gustaf og Kristjáni, konungum, í full- fleytt án þess að stansa. Ungur mað- ur enskur, Jack Quinn að nafni ætl- aði að ryðja þessu meti í vetur. Þegar liann hafði verið á skautun- um i 85 tíma og (5 mínútur datt hann út af steinsofandi. Það er langt síðan tónskáldin byrjuðu að eftirlikja fuglsraddir i tónsmíðum sínum. Árið 1226 gerði munkurinn Simon Fornsete tónsmið þar sem gaukurinn er látinn gala, en næturgalahljóðið, sem algengt er í tónsmiðum, mun fyrst hafa verið notað árið 1621.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.