Fálkinn


Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 8

Fálkinn - 06.08.1938, Blaðsíða 8
8 F Á L Ií I N N Frank King': Hax <& Bettf. Ókunnugum virtust það hörmulegir atburðir. En þegar betur var athugað, var það það besta sem orðið gat POMEHOY LÖGREGLUNJÓSNARl og Molly O’Rourke sátu í stúk- unni og klöppuðu af kappi. Molly skemti sjer. Það var ekki oft, sem hún lofaSi Pom að bjóða sjer á skemtanir, því að það liafði talsverf truflandi áhrif á sálarró hennar að vera of mikið með honum. Hún elsk- aði slarf sitt og vildi trauðlega sleppa því, og hún vissi, að það staf- aði liætta af Pomeroy hvað þetta snerti. Svo að þó að bláu augun henn- ar yrðu djúp og mild í hvert skifti sem hún leit á hann, stilti hún sig um að láta í ljósi tilfinningar sínar. — Hjer getur maðúr sagt að sje fult hús, sagði hún er hún leit yfir salinn, sem var fullskipaður. — Já, þetta er líka ágæt sýning, finst þjer ekki? — Jú, framúrskarandi. Hvað kem- ur næst? — „Max & Betty“, sagði hann. — Trapes-fimleikarar. — Jeg er nú eiginlega ekki hrifin af þesskonar. Jeg er altof hrædd um að þeir detti. — Þeir gera það ekki. Þetta er alt svo vandlega æft og undirbúið. Það reynir bara á nákvæmnina. Hljómsveitin fór að leika hressi- legt göngulag, tjaldið kom upp og sást nú inn á ieiksviðið. Þar var ekk- ert nema tvær trapesrólur. Augna- bliki síðar komu Max og Betty inn, þau heilsuðu og fóru að Iesa sig upp kaðlana upp i rólurnar. — Þetta er fallegt par, livíslaði Pomeroy. Unga stúlkan sat grafkyr í rólu sinni, en mótherji hennar sýndi hin- ar ægilegustu listir. Áliorfendurnir klöppuou í ákafa. En Molly leit und- an. Hún hafði ekki gaman af svona leik, og hún feldi sig ekki við and- litið á nntnninum og fanst það skugga legt og viðsjált. Nú ljek hljómsveitin hraðar og hærra og rólurnar sveifluðust ákaft fram og aftur, en Max og Betty flugu i loftinu og sveifluðu sjer ljettilega og fimlega á milli rólanna, eins og þau hefðu lifað alla sina æfi i trjá- toppum. Loks heyrðist trumbu hvinur, sem boðaði að nú færi leikurinn að ná hámarki sínu. Max hjekk á fótunum í sinni rölu, með höfuðið niður, en Betty bjó sig undir að steypa sjer kollveltu milli rólanna. — Jeg vildi óska, að hún gerði ekki þetta, sagði Mólly. — Þarna er ekkert net undir — hugsum okkur að það mistækist. — Það getur bókstaflega ekki mis- tekist, sagði Pomeroy og brosti. Þetta er alt svo nákvæmlega útreiknað. Það tekst altaf, nema þau gerj ein- hverja skissu. Líttu nú á! Sjáðu, nú er hann farinn að róla sjer fram og aftur. Trumburnar þögnuðu og fólk sat grafkyrt og hjelt niðri í sjer and- anum. Betty fór að hringsnúa sjer í rólunni. Hún snerist hraðar og hraðar um hendurnar þangað til hún slepti alt í einu takinu — það var eins og likami hennar hnipraðist saman í bolta, sem hringsnerist i öfugri kollveltu. Loks rjetti hún út hendurnar til þess að grípa í mótleikara sinn — og það heyrðist lágt andvarp frá á- horfendunum. Max náði ekki til hennar. Þau uppgötvuðu þetta samtímis, hann og hún. Þau gerðu það áem þau gátu til að bjarga sjer, en það var ofurlitið bil milli útrjettra liand- anna á þeim. Hvítur líkami ungu stúlkunnar þeyttist ofan á gólf og lieyrðist dynkur, þegar liann nam við jörðina. Einhverjir hljóðuðu. Max þeyttist ofan úr rólunni eins og köttur, lagð- ist á hnjen hjá Betty og lyfti höfði hennar. Tjaldið fjell og áliorfend- urnir urðu óðamála og æstir. Eftir augnablik kom leikhússtjór- inn fram fyrir tjaldið og benti hljóm- sveitinni að gera þögn. Hann sagðisl ætla að tilkynna þá gleðifregn að ungfrú Betty hefði ekki ineiðst al- varlega, og að þetta slys þyrfti ekki að eyðileggja fyrir áhorfendunum á- nægju þeirra af sýningunni, sem nú mundi verða haldið áfram. Molly varp öndinni. Tjaldið var dregið upp á ný og innan skamms voru þau farin að skellihlæja að skemtilegum aflraunamönnum. jpYRSTA SKYLDUVERIÍ Molly þeg- ar hún kom á Royal Hospital inorguninn eftir, var að athuga riöfn- in á þeim, sem höfðu verið lagðir á spítalann frá því deginum áður. Hún rak sig þá á nafnið frú Betty Maxton, 22 ára, fjölleikari, sem hafði verið lögð á spítalann seint um kvöldið áður, vegna meiðsla í baki. Þegar hún hafði farið yfir brjefin, og brjefin til hennar voru oftast mörg, því að lnin var forstöðukona á spítalanum — fór hún inn á stof- una þar sem Betty Maxton lá. í sama bili og hún kom inn í stofuna var verið að lcoma inn með sjúklinginn, frá ljósmyndun i röntgendeildinni. Hún vjek til liliðar til þess að burð- armennirnir kæmust framlijá og i sama bili kom Forest læknir út úr lyftunni. Alan Forest var, eins og allir á spítalanum hugfanginn af ljósa hár- inu á Molly og há-írska brosinu hennar. — Góðan daginn, ungfrú O’Rourke, sagði hann og roðnaði litið eitt. — Get jeg gert nokkuð fyrir yður? — Mjer er hugleikið um sjúkling- inn, sem verið var að fara með inn. — Veslings barnið. Hún er sirk- usstúlka og datt i gærkvöldi, segir hún mjer og------- — Já, jeg sá þegar það gerðist. Þessvegna er mjer ant um hana. — Þetta er einstaklega geðsleg stúlka og virðist vera komin af betra fólki en sirkusfólk yfirleitt. Jæja, hún leikur nú aldrei listir í rólu framar, livað sem öðru líður. — Er það svo alvarlegt? spurði Molly. Haldið þjer að hún verði örkumla? — Nei, það held jeg nú varla, en hryggurinn er svo skemdur að jeg býst ekki við að hún geti iðkað fimleika frainar. — En verður hún rólfær? — Já hún mun geta hreyft sig eins og annað fólk. En fimleika get- ur hún áreiðanlega ekki stundað framar. — Hún missir með öðrum orðum atvinnuna? Hafið þjer sagt henni það? — Nei, ekki ennþá. Sjúklingúrinn var nú kominn i rúmið sitt inni á stofunni. Hún hafði verið sett i gipsumbúðir og gat sig ekki hreyft. Nú var hún farðalaus í framan og var talsvert ellilegri en hún liafði aldur til. En Molly þóttist geta lesið einskonar virðuleik út úr andliti hennar, sjá þess merki að hún væri kynborin. Hún gekk að rúminu og brosti til sjúklingsins. — Góðan daginn, sagði hún. — Jeg var i Colladium í gærkvöldi og sá yður hrapa. Það var hræðilegt óhapp. Hún brosti alúðlega til hennar en Betty Maxton svaraði því engu. — Jeg er ekki viss um, að það hafi verið neitt óhapp, svaraði hún loks þurlega. — Þjer voruð að tala um mig við læknirinn, var það' ekki ? hjelt hún áfram. — Jú. — Segið mjer hvað hann sagði. Nei, þjer þurfið þess reyndar ekki. Jeg veit, að jeg kem aldrei framar í róluna á æfinni. — Það er nú eins og jeg segi. Jeg finn það —’á bakinu á mjer. — En verð jeg rólfær aftur? — Jeg skal segja yður livað Forest læknir sagði. Molly settist við rúinið hjá henni. — Þjer verðið albata og getið gert allar eðlilegar hreyfingai'. — En ekki nógu fær fyrir róluna aftur? — Nei. — Æ, jeg er fegin því. Orðin brustu út úr henni, eins og á móti vilja hennar. Þetta — þetta hefir verið víti. — Kanske þjer viljið segja mjer ofurlítið frá því? — Hvaða ástæða væri til þess? — Yður gæti máske verið stoð i því. — Mig getur ekkert stoðað. Jeg hefi verið flón, það er alt og sumt. Það liafa fleiri þá sögu að segja en jeg. Molly brosti aftur. — Jeg er for- stöðukona lijerna, sagði hún. —-Það er mitt hlutverk að fá að vita sem mest um sjúklingana. Jeg veit af reynslu að margir þeirra þjást miklu meira á sálinni en líkamanum. Og jeg reyni að hjálpa þeim. — Jeg skal segja yður alt, sagði Betty Maxton, — og þá getið þjer sjeð sjálf, live lieimskulega jeg liefi farið að ráði minu. — Ef-aldréi væri neinn, sem færi heimskulega að ráði sinu væri heim- urinn undarlegur staður. — Það er fallega sagt af yður, en það stoðar mig lítið. Jeg ætla ekki að nefna nöfn, en jeg er komin af gamalli óðalsætt í Warwicksliire. Yður finst vist látalæti að nefna það, er ekki svo? — Nei, það lá við að jeg gæti mjer þess til. Haldið þjer áfram. — Jeg hefi eiginlega ekki margt að segja. Jeg hitti Robert Maxton í næturklúbb í London. Jeg varð lion- um að bráð — varð alveg vitlaus eftir honum. Fólkið mitt vildi auð- vitað ekki heyra minst á, að jeg giftist honum. Faðir minn gerði mig arflausa, eftir bestu fyrirmynd. En það skifti engu máli. Jeg setti ekkert i'yrir mig. Við giftumst. — Þjer hafið engan giftingarhring? — Það gelur maður ekki þegar rnaður vinnur i rólunni. — Vissuð þjer þá livað fyrir yð- ur lá? — Nei, jeg hafði ekki hugmynd um livað Roberl var. Og mig dreymdi ekki um að spyrja liann um fjárhags- ástæður hans. Og þegar jeg komst að raun um, að hann var fjölleikamað- ur sagði jeg við sjálfa mig, að mað- ur yrði að bjarga sjer eins og besl gengi. Hvorugt okkar átti nokkurn eyri. Jeg var dugleg í leikfimi og fór nú að æfa mig, til þess að geta aðstoðað hann. -I— Það var fallega gert, sagði Molly. — Finst yður það? Mjer fanst jeg ekki eiga annars úrkostar. Jeg gerði þetta að minsta kosti. Og við urðum fim, eins og þjer sáuð í gærkvöldi. Ef Robert hefði verið öðruvísi — en það dugir nú ekki að tala um það. Hann er ekki öðruvisi. Jeg komsl brátt að raun um hvílíkt flón jeg liafði verið. Ástarbálið bran 1 i fljótlega út — frá beggja liálfu. Við liöfum •— Jiað er rjett svo að við höfum getað hangið saman. — Þjer sögðuð að Jiað liefði verið , víti? — Já, það er ekkert spaug að svífa í rólunni og vita, að maðurinn sem maður á líf sitt undir er hálf- fullur, og að Jiað er jafnlíklegt að hann taki ekki á móti manni eins og hann.geri Jiað. — Vár það svoleiðis sem Jiað at- vikaðisl — í gær? — Það lield jeg. Að minsta kosti þýkir mjer vænl um, að það er af- staðið. Jeg hefði ekki getað afborið þetta stórum lengur. Taugarnar í mjer eru orðnar ónýtar. Og nú — ja, maður hefir ekki lil mikils að hlakka. — Elskið þjer hann ennjiá? — Ekki vitund. En, Betty Maxton brosti angurblítt — verslun er versl- un, er ekki svo? Og það verð jeg að unna honum sannmælis um, að liann tók ekki framhjá mjer. Meðan hann heldur sinn hluta samningsins held jeg minn. — Já, jeg skil. Molly stóð upp. Fjölskylda yðar ætti að fá að vita hvernig komið er, finst yður Jiað ekki? — Henni finst sjer það óviðkom- andi. Jeg er ekki framar dóttir föð- ur míns. — Nei, að vísu. Jeg kem bráðum til yðar aftur. íyjOLLY var hugsandi er hún fór aftur inn á skrifstofuna. Ein æfin enn sem hafði farið i hundana, af ástæðulausu stærilæli. En var það ástæðulaust? Var það í rauninni ekki lofsamlegt, að unga stúlkan vildi standa við sinn liluta samningsins? En hvað um það — eitlhvað varð að gera. Fjölskylda hennar í War- wickshire yrði að fá að vita hvernig komið var, og að Betty gæti ekki unnið fyrir sjer hjer eftir. Ekki mundu foreldrar hennar vilja láta , hana svelta. Molly var ekki vön að hnýsast um annara liagi en eins og á slóð Jiarna fanst henni liað vera skylda að taka i taumana. Hver veit , nema Robert Maxton segði lienni fæðingarnafn konunnar og heimil- isfang foreldra liennar. Að minsta kosti væri reynandi að spyrja. Húii fjekk sjer bifreið á gistihúsið i Bayswater þar sem Maxton liafði lekið tvö herbergi á leigu. Robert Maxton var snöggklæddur og á flún- elsbrókum, er hann tók á móti henm. — Jeg vona að þjer afsakið útgang- inn á mjer, sagði hann. Jeg var að æfa mig. Molly fanst, að ef maðurinn henn- ar liefði orðið fyrir alvarlegu slysi fyrir vangá hennar mundi hún naum- ast liafa lnigsað um æfingar undir eins daginn eftir. — Jeg er forstöðukonan á Royal Hospítal, sagði hún stutt í spuna, — og mig langaði lil að tala við yður nokkur orð um konuna yðar. — Hvernig líður henni? Hvers- vegna fjekk jeg ekki að koma inn lil hennar í morgun? — Hún er ekki hættulega veik. Læknirinn er ánægður með hana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.