Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Siini 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ð t s g a d e 14. Blaðið kemur út livern laugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á nián., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. íslendingar hafa getið sjer frægð- arorð fyrir að kunna að geyma. Það er varðveisla fornrar tungu og bókmenta, sem liefir skapað þeim rjettinn til að lifa, i augum annara þjóða. Ef ekki hefði verið tungan og bókmentirnar liefðum við aldrei upplifað neitt 1918, en landið væri annaðhvort norsk nýlenda eða danskt Grænland og kanske lokað eins og það. Þvi að þjóðernið var það, sem leysti íslendinga úr einokunarviðj- unum öllu fremur, og geymsla tungu og hókmenta varðveitti þjóðernið. Það væri þvi ill umskifti ef sama þjóð yrði öðrum fremri i því að gleyma. Þjóð sem hefir varðveitt tilverurjett sinn með því að geyma. En þjóðin lifir um þessar mundir mikil hyltingarár, meiri en nokkru sinni áður á æfinni. Hún liefir kom- ist i náið samband við umheiminn, útlend áhrif berast liingað hraðar en nokkru sinni fyr, útlendir starfs- liættir flytjast inn í landið og París- artiskan kemur fljúgandi heim á götur Reykjavikur. Gamlir lifnaðar- og búnaðarhætlir ganga úr tísku og um leið áhöld þau og aðferðir, sem jieim fylgdu. Þó ekki sje farið lengra aftur en til síðuslu aldamóta þá blasir við geysimikill munur á hátt- um og venjum í ýmsum greinum. Þjóðin hefir eignast allmyndarlegt forngripasafn, sem að vísu nýtur sín hvergi nærri vegna þrengsla. Þar getur gesturinn fræðst um margt frá fyrri öldum, fen hinsvegar fer hann í geitarhús að leita ullar ef hann ætlar sjer að fá yfirlit yfir breyting- ar á lifnaðarháttum síðustu heillar eða hálfrar aldar, sem honum er þó enn nauðsynlegra en það eldra. Menn meta ekki eins og vert er það sem yngra er, því að þeim finst það ekki nógu gamalt, og á þann liátt fer það forgörðum. Menn gleyma því að ált verður gamalt sem geymt er. Geymsluþjóðin verður að eignast stórhýsi fyrir formenjasafn sitt og hún verður að eignast útisafn, þar sem gömlu bændabýlin, sem nú eru horfin eða hverfa, sjeu til sýnis, ásamt öllum þeim innanstokksmun- um, sem þeim tilheyrðu. Slíkt safn yrði góður skóli i menningarsögu þjóðarinnar, betri en langar ritgerð- ir og betri en stór myndasöfn. Alt það sem horfið er úr notkun á lieima á slíku safni og nýtur sín þá fyrst til fulls þegar það er skoðað í rjettu umhverfi, strokkurinn í búrinu, ham- ólin í skemmunni og rokkurinn í haðstofunni. Sigrán Kirstín Sigurbjörnsdóttir. Guffrún Valgeröur Sigurbjörnsdóttir. Frú fíuðrún Lárusdóttir. Slysið mikla við Tungufljót. I"á tíðindi liafa vakið jafn innilega og almenna samhrygð um land alt og þau, sem gerðust austur við Tungufljót í Biskups- tungum siðastliðinn laugardag er hifreið rann ofan í fljótið og þær mæðgur Guðrún Lárusdótt- ir alþingismaður og dætur hennar tvær druknuðu. Þau hjónin, Guðrún heitin og mað- ur hennar voru í skemtiferð ásamt tveimur dætrunum, en fimti maðurinn í ferðinni var danskur starfsmaður á Elli- heimilinu, Arnold Pedersen að nafni og stýrði hann bifreiðinni. Aðfaranótt laugardags liöfðu þau gist við Geysi og ætluðu þaðan til Gullfoss í bakaleið- inni til Reykjavíkur. Iíom hif- reiðin að vegamótunum vestan við Tungufljótsbrú að aflíðandi hádegi. Þegar' bílstjórinn ætlaði að ná liinni kröppu beygju á vegamótuuum fann hann að hemlar vagnsins voru i ólagi og jafnframt sá hann, að hann mundi ekki geta náð beygjunni auslur á Gullfossálmuna og mundi vagninn þvi velta hlið- halt niður af veginum. Kaus hann því fremur að renna vagn- inum beint niður í fljótið til þess að forðast veltu, því að hann hugði dýpið ekki mikið þarna. En það reyndist á aðra leið. — Vagninn rann niður brekkuna og þeyttist þar fram af háum bakka ofan í hyl- djúpt fljótið, og skorðaðist þar milli steina á fjögra metra dýpi. Hvað gerst hefir næstu mín- úturnar geta þeir sem af kom- ust, cand. theol. Sigurbjörn Ást- valdui' og bifreiðasljórinn, ekki gert sjer fulla grein fyrir. En bil- stjóranum hefir tekist.að hrjóta framrúðuna við sæti sitt og kom- ast þar út og synda til lands. Cand. theol Sigurbjörn Ást- valdur komst sömu leiðina út úr bifreiðinni að mestu leyti og tókst bílstjóranum að synda til lians út að bifreiðinni og bjarga honum í land mjög þjök- uðum. Heyrðu nú vegavinnu- menn hrópin til þeirra og voru þegar gerðar ráðstafanir til að ná -í lækni og hringja til lög- reglunnar í Reykjavík og fá kafara þaðan. Vitanlega var sýnilega vonlaust að ná þeim mæðgunum lifandi úr bifreið- inni. Lik þeirra náðust ekki fyr en undir kvöld og voru þegar flutt til Reykjavíkur er læknis- skoðun hafði farið fram.-------- -----Frú Guðrún heitin Lár- usdóttir mun eflaust hafa verið vinsælust ailra þeirra íslensku kvenna sem staðið hafa fram- arlega i opinberu lífi síðuslu áratugi og bar þar margt til. Persónulegir kostir hennar voru svo miklir og góðir, að það staf- aði lilýja frá henni. Ilún var í orðsins fvlstu merkingu góð kona og svo mikil hæfileika- kona, að áhrif hennar bárust víða, ekki síst með bókum lienn- ar, smásögum og ritum, sem áttu vinsældum að fagna um land alt. Skáldsögur hennar, „Á heimleið“, „Þess bera menn sár“, „Brúðargjöfin“ og fleira lýstu göfugri sál og töluðu Ijúfu og lieillandi máli til þeirra, sem meta manngöfgi og þrá, birtu og frið í stað skugga og baráttu. — En jafnframt kom frú Guð- rún mikið við opinber mál og var það einkum álnigi hennar fyrir hjálp við þá einstaklinga mannfjelagsins, sem bágt eiga, sem mun hafa knúð hana inn á þær brautir. Má nokkuð marka það; af því, að mestu á- hugamál hennar á þingi voru að bæta aðhlynningu vanmeta- barna og koma upp fyrir þau hælum, þar sem því yrði bjarg- að sem hægl væri að bjarga hjá veslingunum, bæði líkam- lega og andlega. Hún sat í bæj- arstjórn Reykjavíkur 1912— 1918 og var fátækrafulltrúi i höfuðstaðnum 1918—22 og aft- ur síðan 1930. Árið 1930 var hún kosin á þing sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og átti sæti þar til dauðadags. Þau lijónin giftust árið 1903 og var frú Guðrún þá 23 ára gömul — fædd 8. janúar 1880 á Valþjófsstað, en til Reykja- víkur fluttist hún með föður sinum, sira Lárusi Halldórssyni árið 1899. Ásamt systur sinni, Valgerði, sem síðar giftist síra Þorsteini Briem, gerðist hún þegar mikill fylgismaðúr Templ- arareglunnar, en áður liafði fje- Iagslund hennar komið fram á æskustöðvum hennar, þar sem hún m. a. hjelt úti litlu skrifuðu blaði fyrir jafnöldrur sinar í sveitinni. Hún var for- Framh. á bls. 14. Vegamótin viff Tnngufljót. Krossinn sýnir þar sem billinn rann niffur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.