Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 11

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 11
F Á L Ií I N N 11 YNCSffV U/CNMNtNIR Lærið að hlaupa rjett. Jeg efast ekki um, að mörg ykkar iðkið hlaiiis, og að sumir ykkar strákanna ætlið ykkur að verða hlauparar, því að það er hæði skemtilegt og holt að hlaupa. En það eru ekki allir, sem hlaupa rjett. Hjerna á myndinn sjáið þið bæði, hvernig maður á að fara að hlaupa rjetl og hvað maður á að forðast. fyrir aftan markalinuna — fyrir alla muni ekki fyrir framan! Mynd 2. sýnir stetlingarnar þegar orðið „Tilbúnir“! er sagt.. Líkams- þunginn er látinn hvíla á handleggj- unum og stellingarnar eru þannig, að kroppurinn sje Iárjettur eða því sem næst. Mynd 1. sýnir í hvaða stelling- um þið eigið að vera áður en hlaup- ið byrjar og sagt er: Á rjettum stað! Ofurlitlar holur eru grafnar í jörð- ina, svo að þið hafið góða við- spyrnu með báðum fótum. Holurn- ar eru merktar með skákrossi. Og fingurgómunum styðjið þið niður, Mynd 3. sýnir þegar farið er af stað. Þegar orðið „Hlaup!“ er sagt, kastar maður sjer áfram með því að spyrna báðum fótum snögt í um leið og maður rjettir úr kroppnum. Handleggjunum er sveiflað, til þess að halda jafnvæginu og auka lirað- ann. Maður spyrnir sjer af stað með hægra fæti, sem er stigið á A og sveiflar þeim vinstri á B. Mynd 4. sýnir rjettan líkamsburð, stil, með- an á hlaupinu stendur. Það er hlaup- ið hátt á tánum og um að gera að teygja vel úr aftari fætinum og lyfta fremra linjenu hátt. Mynd 5: ldaupið á að vera eftir nákvæmlega rjettri línu og það á að hlaupa á táberg- inu og rjetta fæturna beint fram. Efst á mynd 5 sjáið þið teikningu af rjettum fótaburði, en að neðan er bæði fótaburðurinn, viðnámið og stefnan rangt! Mynd 6. sýnir ljelegt hlaupalag. Aftari fóturinn gengur of langt aftur og er lyft of hátt og ekki nógu vel teygt á kroppnum. Þið skuluð nú athuga myndina vel og reyna svo að temja ykkur rjett hlaupalag. Þá verður hraðinn meiri og áreynslan minni. Þið takið þunnan pappa og teiknið á hann viðeigandi munstur, t. d. eins og á mynd 1. Leggið svo pappann á púða og gatið munstrið eftir öllum aðallínum með svo sem % centimetra millibili. Svo saumið þið í, með mis- litu ullargarni og látið svo lykkju upp úr hverju gati. Þegar ísaumnum er lokið klippið þið ofan af öllurri lykkjunum, svo að ísaumurinn verð- ur eins og flos (sjá III) og gólfdúk- urinn er tilbúinn. Gölfdtlkur f brúðustofuna. Fanyar lamafólksíns, framhaldssaga með myndum. 9. Kapítuli: Nú vercnar ástandið. 25. Þeir feðgarnir gátu ekki fundið neitt úrræði til að hjargast úr þess- um ógöngum og kom saman um að fara að sofa, og vona, að með morg- undeginum kæmu einhver bjargráð. Þeir sofnuðu báðir vært og John vaknaði ekki fyr en albjart var orð- ið af degi. Hann vaknaði við, að ein- hver var að þukla á honum. Það var Tzo Lin. Hann var mjög tígulega klæddur ennþá, en nú taut hann John með mikilli virðingu. „Leyfið mjer að heilsa hinum nýja drotn- anda mínum,“ tautaði hann, „og leyf- ið mjer að minna yður á, að það er kominn tími tit að fara á fætur. Itáðið bíður i dómþingssalnum og það stendur til að taka mikilvæga ákvörðun." 26. John fór að tygja sig. Hann sá ekkert til föður síns en hugsaði sem svo, að hann mundi enn vera sofandi inni í herberginu við hliðina á svefn- herbergi hans. Tzo Lin færði John klæðnað, sem var af alveg sömu gerð og sá, sem John hafði sjeð gamla Lamann í daginn áður. Það virtist enginn vafi vera á því lengur að John liefði verið látinn taka við lama-tigninni! Á leiðinni úr herberg- inu inn í dómþingssalinn sagði Tzo Lin John í stuttu máli frá því, sem í vændum væri: Hættulegur glæpa- maður hafði verið handsamaður þá um nóttina og nú átti John að 'stjórna rjettinum, er samkvæmt lög- um ríkisins mundi dæma manninn til dauða! Það fór liryllingur um John og hann vonaði, að hann gæti slopp- ið við þetta ógeðfelda verk, með því að afsaka sig með því, að tiann þekii ekki landslögin. 27. Nú var John leiddur inn í dómssalinn og voru þar fyrir urn tuttugu alvarlegir og síðskeggjaðir menn í munkakuflum úr skjanna- hvítu efni. Þeir heilsuðu honum með djúpum hneigingum og einhverju ó- skiljanlegu tauti og komst hann við af þessari kveðju, þvi að haiin fann, að þessir gömtu menn trúðu á liann og tignuðu hann. Undir eins og Jolin hafði sest i forsetasætið í dómnum komu tveir menn inn, vopnaðir spjól um, með fangann á milli sin. Jolin rak upp skelfingaróp og spratt upp. Maðurinn sem stóð fyrir framan hann, með hendurnar bundnar á bak aftur og vopnaða menn á báðar hendur, var enginn annar en — fað- ir hans! Hvað skeður nú....? Túla frænka. I GLERHUSI. I Varsjá eru mestu nýtísku tal- simaturnar i heimi. Þeir eru úr gleri og alveg hljóðheldir, svo að hávaðinn á götunni truflar ekki. VEÐURATHUGANIR. í Hurbanks í Californiu hafa ver- ið gerðar tilraunir með að senda lítil útvarpstæki upp í himingeim- inn með loftbeígjum. Al' merkjum sendaranna eiga veðurfræðingarnir að geta fengið miklu gleggri fregnir af veðrinu en þeir hafa liaft áður. YNGSTI SONUR ItOOSEVELTS, John Roosevelt og unnusta hans, Anne Lindsey Clark, sjást hjer á myndinni. Þau hjeldu brúðkaup sitt nýlega.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.