Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 ■ > s s\\\ s \NS \\\\^S HELEN WILLS MOODY liinn frægi ameríkanski tennismeist- ari er enn í fullu fjöri og tók nýlega þátt í ensku kappmóti, í Wimbledon. GEORG BRETAKONUNGUR afhendir hinn dýrmæta enska knatt- spyrnubikar formanni Preston-fje- lagsins, Smith. Preston flokkurinn vann úrslitasigurinn i Wimbledon með einu marki gegn engu í viður- eigninni við Huddersfield. FRA SPANI. Hjer á myndinni sjest einn af mörgum hermönnum úr stjórnar- hernum spánska, sem hefir tekist að flýja norður yfir landamæri Frakk- lands. Vottar liann gleði sína yfir að vera sloppinn úr landi, með því að kyssa landamerkjasteininn. BRÓÐIR KONOYE FURSTA forsætisráðherra Japana, er hljóm- listarmaður og stjórnaði nýlega hijómsveit í Berlin og þótti vel tak- ast. Myndin er tekin við það tæki- i'æri. ÞETTA ER EKKI Bjarni Björnsson að leika Jörund í Skálholti, heldur Lauge Koch hinn danski ljósmyndaðúr í Kaupmanna- höfn áður en hann lagði af stað í landaleit þá, sem hann fór í norður í höf í vor. MINNING FALLINNA í KÍNA. Ung Kinverjastúlka heiðrar minn- ingu fallinna hermanna með því að ieggja blóm á minnisvarða þeirra í Langfang í Norður-Kína. ÞÝSK FASISTATÍSKA Heimsókn Hitlers í Róm hefir liaft áhrif á kventískuna í Þýskalandi. Þýsku stúlkurnar eru farnar að nota svona hatta, sem eru nákvæm eftir- líking af fasistahúfunni. ÞÝSK GANDREIÐ. Þennan vagn er nú verið að reyna á þýsku járnbrautunum. Hann er með sætum fyrir 100 farþega, hefir 600' hesta dieselmótor og getur kom- ist 195 kílómetra á klukkustund. HAILE SELASSIE er enn ekki af baki dottinn, þó að Bretar og Frakkar hafi nú raun- verulega viðurkent forræði ítala í Abessiníu. Skaut liann máli sínu til alþjóðasambandsfundar sem kom saman 9. maí og fjekk vitanlega ekki áheyrn þar heldur. Hjer sjest keisar- inn í London ásamt Asfao Wossen, elsta syni sínum. ÚTLAGINN TROTSKI. Það getur farið svo, að Trotski verði bráðlega neitað um landvist í Mexico. Olíunámamennirnir þar i landi hafa krafist þess að1 hann verði gerður útlægur. Hjer sjesl Trotski vera að halda ræðu. GULLBRUÐKAUP FORDS. Maður heyrir s’jaldan talað um að Ford sje kvæntur, en svo mun þó vera, þvi að hann átti gullbrúðkaup nýlega. Hjer sjást karl og kerling á brúðkaupsdaginn. SIGURSÚLAN FLUTT. Vegna hinna miklu breytinga, sem verið er að gera á gatnaskipun í Berlin, verður að flytja hina frægu „Siegessáule“ úr stað. Verður hún flutt af Königsplatz og inn í miðjan Tiergarten. Jafnframt verður stall- urinn undir súlunni hækkaður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.