Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 hann hafði sagt við þig. Með fáeinum orðum sagði hún svo frá samtali þeirra á málverka- safninu- — Jeg held varla að jeg geti fyrirgefið honum ennþá, svar- aði Doris og dró við sig svarið. — Þú verður að gera það. Þú veist að þetta hefir kvalið þig, engu síður en Philip. Jeg hefi heyrt að þú hefir stundum grát- ið á nóttunni. — Það eru bara taugarnar, sagði Doris stutlaralega. Stund- um finst mjer að Philip — sje of góður handa mjer. Þú veist hvað jeg meina, og fastur fvrir og einrænn í skoðunum. Jeg er ekki altaf viss um, að hann elski mig. — Þetta mundirðu ekki segja ef þú liefðir heyrt lil hans í kvöld, sagði Amy. —< Hann til- biður þig, Doris! — Kanske hann geri það, þrátt fyrir alt, sagði Doris eins og henni yxi hugur. — Jeg skal reyna hvort jeg get fyrirgefið honum. Kvöldið eftir þegar þær komu heim beið óhemjustór sælgætis- askja til Doris í herbergi henn- ar ásamt brjefi. Hún roðnaði þegar hún las það. — Philip er yndislegur, sagði hún. — Hann er að bjóða mjer í leikhúsið í kvöld og vill endi- lega að þú komir líka, Amy. — Það kemur ekki til mála! svaraði hún. — Jeg hefi gert mitt, og hvorugt ykkar mun sakna mín. — Jeg vildi óska að þú kæm- ir líka, sagði Doris, en það var ekki nein hrifning í röddinni. — En ef þú ert við eitthvað annað bundin, þá vitanlega. .. . — Jeg hefi heilan hlaða af frönskum stílum, sem jeg þarf að leiðrjetta í kvöld, svaraði Amy. — Jeg má ekki fresta því. Klukkutíma síðar sat Amy og nagaði blýantinn og sá þau fara út um dyrnar. Doris hló og hjalaði en Philip var hnarreist- ur og prúðbúinn og auðsjáan- lega upp með sjer af stúlkunni. Ani}' kæfði andvarp niðri í sjer er hún sökli sjer ofan i bækurnar á ný en hún gat ekki fest hugann við þær. Hún var að hugsa um Doris, sem var svo alsæl þessa stundina, en var svo fljót að verða leið á öllu undir eins ef ekki var eill- hvað til dægrastyttingar. Og eitt augnablik datt henni nokkuð annað í hug: kaldir, sterkir fingur, sem þrýstu hönd hennar í dapra Ijósinu á málverkasafn- inu, og djúp hreimþýð rödd, sem hvíslaði fast við eyrað á henni. En hún vísaði hugsun- inni á bug. — Kanske hefði jeg ekki átt að sætta þau, sagði liún við sjálfa sig. — Jeg er víst of fljót á mjer. En jeg vil vera Doris einlægur vinur, hvað sem á dynur, og jeg hefi ekki snefil af rjetti til að svo mikið sem Imgsa um Philip. Yiku siðar var Philip að fara í verslunarferð á ný, í lengri ferð en vant var. Fyrstu dagana eftir að hann fór hafði Doris nóg til að tefja tímann, en svo fór henni að leiðast. Amy gal ekki altaf ver- ið með henni, og hún átti ekki aðrar vinkonur. Svo var það eitt kvöld, að Doris fór í bíó og hristi hara höfuðið þegar Amy spurði hana ofur sakleysislega með hverjum hún hefði verið. Og um kveldið sá Amy, þegar liún sat í uppá- haldsstólnum sínum úti við gluggann, Doris skjótast út úr dyrunum, eins og hun vildi helst ekki láta sjá sig. Hún gekk hröðum skrefum niður götuna. Hvað hún var nett og „smart“ hugsaði Amy, i hvíta kjólnum og með grænan hálsklút og lít- inn kollhatt. Amy þurfti að skrifa mörg brjef og sat þessvegna við glugg ann, því að það var farið að skyggja. Sólin gylti skýin niðri við sjóndeildarhringinn og Amy starði með hrifningu á sólarlag- ið. Henni varð litið ofan á göt- una. Hún var nærri því tóm. Hún sá ekki aðra en einn mann og stúlku í hvítum kjól, sem stóðu saman á götuhorni og töluðust við. Þau tókust í liend- ur og þarna í rökkrinu sá luin, að maðurinn faðmaði stúlkuna að sjer. Hún ljet undan en eftir slutta stund sleit hún sig úr faðmlögunum hlæjandi, og hljóp áleiðis að húsinu. Amy sá grænan hálsklút og grænan hatt! Hún stóð enn í glugganum og gat varla trúað sinum eigin augum. Hún leit aftur til horns- ins. Nú kom maðurinn gang- andi í hægðum sínum eftir gangstjettinni, um tuttugu metr- um á eftir Doris. En það var ekki þessi maður sem hafði kyst Doris að skilnaði. Sá ný- komni var i frakka. Hann ská- sneiddi götuna og stefndi að húsinu. Það var Philip! Doris kom flumósa inn í her- bergið, æst og kát. — Þú mátt trúa þvi að jeg hefi skemt mjer, hrópaði liún. — Jeg var á dansskemtun i tennisklúbbnum og. . . . Hún þagnaði alt í einu er hún sá augnaráð Amy. Hurð heyrðist skell í lás niðri. — Heyrðu, hvað gengur að þjer barn? Langar þig ekki að jeg segi þjer frá dansinum? Þú ert vísl ekki veik, Amy? — Nei, ekki vitund, sagði Amy. Jeg sat og var að skrifa i rökkrinn og fjekk ofbirtu í augun þegar þú kveiktir. Það var Philip, sem var að láta aftur lmrðina núna. Philip! Doris varð náföl og settist. — Nei, það gat ekki hafa verið hann.... Philip er í Glouchestershire. . . . Það var ekki Philip, Amy! Þú sagðir það að gamni þínu, var það ekki? Þú satst í glugganum og sást Norman Ellis og mig.... og.... Hún gat ekki lokið setning- unni, þvi að hún vissi, að Amy hafði það ekki til, að gera svona að gamni sínu. — Amy, livað á eg að gera? hrópaði hún. Heldurðu að hann hafi sjeð okkur? Þetta var alt Norman að kenna. Jeg sagði að hann mætti ekki kyssa mig. Heldurðu að Philip hafi sjeð það, Amy? Hvernig á jeg að fara að gefa skýringu á þessu? Amy kendi í brjósti um hana. Fyrir augnabliki hafði hún ver- ið gröm þessu sumarfiðrildi. En liarmur Doris var svo ekla, að hún mátti til að reyna að hugga hana. Og Amy lnigsaði um annað jafnframt. Hún hugsaði lil þess, hve sárt Philip mundi hafa tek- ið þetta, ef hann liefði sjeð það. Hann elskaði Doris og treysti lienni. — Bara að hann hafi ekki sjeð mig, sagði Doris upp aftur og aftur og tárin runnu niður kinnar hennar. — Jeg held varla að hann liafi sjeð það, sagði Doris með semingi, því að henni fanst erf- itt að segja ósatt. — Að minsta kosti er jeg viss um, að hann hefir ekki getað sjeð greinilega hver það var. Þetta gat verið hvaða stúlka sem vera skal og hvaða strákur sem vera skal. Doris ljetti. — Einhverntíma skal jeg segja Philip frá þessu öllu, sagði liún — en jeg get það ekki núna. Hann hefir svo einkennilegar hugmyndir um hvað sje sæmandi og hvað ekki, Þegar þær fóru að hátta var Doris rjett búin að gleyma þess- um atburði og brosti við til- hugsunina mn hve skemtilegt hefði verið á dansinum með Norman Ellis. Amy lá vakandi löngu eftir að Doris var sofnuð. Henni hafði tekist að gera Dor- is rólega, en þar með var ekki alt búið. Því að hún var sann- færð um, að Philip hafði sjeð þennan koss og var einráðin i að afstýra því, að hann ámælti Doris fyrir. Daginn eftir reyndi hún að ráða ráðum sínum, en það var ekki fyr en eftir að hún hafði drukkið nónkaffið sitt ein — Doris haí’ði farið að heimsækja frænku sina — að henni varð Ijóst til hvaða hragðs hún skyldi taka. Ilún heyrði Philip blístra í næsta herbergi. Hún gat auð- vitað ekki beðið hann að koma með sjer út að ganga — þá mundi hann undir eins gruna margt. En hún gat verið á hött- unum og farið út þegar hann færi. Hún settisl og beið. Skömniu eftir klukkan átta fór hann út, og Amy sem hafði farið á eftir, gekk fram á hann áður en hann hafði gengið fim- tíu metra. — Nei, ert það þú, Philip! Hún virtist forviða. Hann sneri sjer við og horfði á hana þögull og undrandi. Því að Amv liafði farið í hvítan silkikjól og var með grænan klút um hálsinn! — En, hvernig liður þjer, Amy, gat hann loksins stunið upp. — Jeg vissi ekki að þú varst heima. — Nei, það er jeg ekki held- ur. Jeg er einmitt á leiðinni að hitta kunningja minn. — Má jeg fylgja þjer svolítið á leið, sagði hann. — Jeg fór út til þess að fá gott loft og kaupa mjer tóbak. Amy reyndi eftir megni að finna umtalsefni. — Jeg er að hugsa um að fara að spila tenn- is aftur, sagði hún loksins. — Það var ágæt hugmynd, sagði hann. — Jeg var á dansskemtun i tennisklúbbnum í gærkvöldi, hjelt hún áfram. — Það var beinlínis stórhátíðlegt og jeg skemti mjer svo Ijómandi vel. Þau gengu framhjá skraut- garði, og án þess að segja orð tók Philip í handlegginn á lienni og leiddi hana inn í garð- inn. Amy leit á hann og sá að hann kipraði saman varirnar. Það leil'traði úr augunum á honum. Eitthvað hlaut að hafa mistekist í áforminu, sem henni fanst svo sniðugt. En hann gal ekki hafa sjeð andlitið á Doris í gærkvöldi. Þegar hún sagði að það hefði verið hún sjálf, sem hefði farið i tennisklúbbinn úafði hann enga ástæðu til að efast um það. Hún varð að fá hann til að trúa því hvað sem það kostaði. Þau voru komin að bekk, sem stóð afsíðis undir stórum trjám, og hann bað hana um að setjast. — Svo að það varst þú, sem stóðst á götuhorninu i gær- kvöldi? sagði hann. — Já, svaraði hún án þess svo mikið sem depla augunum, — .leg heyrði að þú komst rjett á eftir. Þú munt ekki liafa hald- ið að það væri Doris? — Jeg verð að viðurkenna að jeg hjelt það. Amy hló dátt. — Þú ert tortryggnasti mað- urinn sem jeg hefi nokkurn- tíma þekt, sagði hún. — Hvern- ig geturðu húist við að nokkurri stúlku geti þótt vænt uni þig, þegar þú hugsar bara það sem ljólt er, um þá sem þú þekkir. IJann var lengi að troða píp- una sina og kveikti í henni. — Amy, sagði hann að lok- um. — Hversvegna gerðirðu þetta? Framh. á bls. ÍL

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.