Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 10

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N Prjonaðiir §portkjóll. Málin sem hjer eru gefin upp, samsvara stærð nr. 44 (92 cm. brjóst- vídd, 60 cm. lengd.) Efni: 850 gr. dökkgrænt, 100 gr. möndlu- grænt og 50 gr. hvitt fjórþætt ullar- garn, 2 prjónar nr. 3. Prjónið: Perluprjón: 1 rjett, 1 snúin og á næsta prjón rjett yfir snúnu lykkj- una og snúin yfir þá rjettu. Sljett prjón: Rjett áfram og snúnar til baka. PRJÓNAAÐFERÐ: Pilsið er prjónað í tvennu lagi. Framstykkið: (Mynd I er helmingurinn.) Byrjið neðan á framstykkinu og fitjið upp 186 1. (athugið hjer og framvegis hvort lykkjufjöldinn passar að breidd inni til við málið sem gefið er upp). Prjónið 6 cm. perluprjón og svo með hvíta garninu 2 prjóna sljett prjón. Haldið áfram með sljetta prjónið og prjónið myndamunstrið eftir með- fylgjandi sýnishorni; það eiga að vera 10 cm. á milli myndanna. Þeg- ar búið er að prjóna þennan mynda- bekk eru prjónaðir 2 prjónar með dökkgrænu og þvínæst 2 prjónar með hvítu garni. Þá er prjónað perlu- prjón með dökkgræna garninu 56 cm. og um leið er tekið úr í hvorri hlið 1 I. 6. hvern prjón þangað til þetta er orðið 44 cm. breitt. Þegar þetta er orðið 76 cm. á lengd er endað með 4 cm. breiðuni brugðnum kanti (1 I. r.; 1 1. sn.) Afturstykkið: (Mynd II. er helmingurinn). Prjón- ist eins og framstykkið, en hjer held- ur maður áfram með úrtökuna þang- að til það er orðið 40 cm. á breidd. Treyjan: Hægri boðangur: (Mynd III). Fitjið upp 85 1. Prjón- ið fyrstu 12 lykkjurnar rjettar fram og aftur, en hinar lykkjurnar eru prjónaðar með perluprjóni. Á 5. prjóni er tekin úr 1 1. hliðarmegin og framvegis sjötta hvern prjón þang að til 79 lykkjur eru eftir. Hnappa- götin eru prjónuð i kantinn fram- an á; það fyrsta 4 cm. neðan frá og eru þau prjónuð þannig: Prjónið 3 1.; fellið af 6 1.; prjónið út prjóninn og á næsta prjóni eru þessar 6 1. slegnar upp á prjóninn aftur. Næsta hnappagat er prjónað í, 21 cm. ofar og hin tvö með 11 cm. millibili. Þeg- ar búið er að prjóna 15 cm. af boð- angnum er aukið út um 1 1. ellefta hvern prjón hliðarmegin. Haldið áfram með að auka út jjangað til 85 1. eru á prjónunum. Handvegurinn: Þegar búið er að prjóna 38 cm. af boðangnum tekur maður úr fyrir handveginum; fyrst 6 1. svo 4 r. I. og 6 sinnum 1 I. Þegar 3 cm. hafa verið prjónaðir af handveginum er mynda- bekkurinn prjónaður eins og áður er sagt, hann er ekki látinn ná nema að kantinum framan á boðöngunum. Strax eftir myndabekknum kemur hálsmálið og eru þá fyrst feldar af 18 1. og svo 2 1. annan hvern prjón þangað til 35 1. eru eftir. Þegar hand- vegurinn er orðinn 19 cm. er öxlin feld af í 5 umferðum. Vinstri boðangur: (Mynd III). Prjónist eins og hægri boðangur nema í öfugri röð og án hnappagata. Bakið: (Mynd IV er helmingurinn.) Fitjið upp 135 1. og prjónið perluprjón; takið úr eina 1. i hvorri hlið á 5. prjóni og framvegis 6. hv. prjón, þangað til lykkjurnar eru orðnar 121. Þegar búið er að prjóna 15 cm. af bakinu er aukið út um 1 1. í hvorri hlið og framvegis á 11. hv. prjóni þangað til lykkjufjöldinn er 133. Þegar þetta er orðið 38 cm. er hand- vegurinn myndaður. Eru fyrst feldar af 6 1. isvo 4 1. og 5 sinnum 1. 1. í hvorri hlið. Þegar liandvegurinn ev orðinn 4 cm. er myndabekkurinn prjónaður eins og áður er sagt. Þeg- ar handvegurinn er orðinn 18 cm. eru 35 lykkjur livoru megin feldar af í 5 umferðum, og hálsmálið er felt af í einu lagi. Ermarnar: (Mynd V). Fitjið upp 89 I. og prjónið 6 cm. með perluprjóni, þá er aukið út um 1 1. í hvorri hlið þangað til lykkjufjöldinn er orðinn 127. Næstu 4 cm. eru feldar af 2 1. i byrjun hvers prjóns. 60 iniðlykkj- urnar eru nú látnar á hjálparprjón og bæði hliðarstykkin eru prjónuð þannig að 1 I. er feld af í byrjun hvers prjóns þangað til lykkjurnar eru búnar. Takið nú 18 1. af hjálpa.'- prjóninum og prjónið þær þannig að í byrjun hvers prjóns er feld af 1 1. þangað til 6 1. eru eftir sem eru feldar af í einu. Næstu 24 1. eru prjónaðar eins nema hjer er felt af jiegar 11 I. eru eftir. Seinustu 18 I. eru prjónaðar eins og hinar 18. Prjónið kringum hálsmál og ermar: Takið lykkjurnár meðfram háls- máli og ermuni upp og prjónið með hvíta garninu þannig: 1. prjónn: 2 r., sláið um prjóninn, 1 r., sláið um, 1 r., sláið um, 1 r. Allar þessar lykkjur prjónist í eina 1. 2. prjónn og allir liinir jöfnu prjónarnir: Prjónið lykkjurnar beint eins og þær koma fyrir. 3. prjónn: 2 snúnar, 2 r. saman, 4 r., 2 r. saman. 5. prjónn: 2 snúnar, 2 r. saman, 2 r., 2 r. saman. 7. prjónn: 2 sn. saman, 2 r. saman, takið 1. I. fram yfir 2. I., 2 r. saman, takið 1. 1. fram yfir 2. 1. Slítið frá. Samsetning: Strjúkið öll stykkin Ijett undir deigum klút. Heklið loftlykkjuröð með hvíta garninu í liliðarnar á pilsinu og saumið saman með því möndlugræna. Hægra megin á að vera 18 cm. löng klauf upp í pilsið. Vinstra megin á að vera 15 cm. löng klauf að ofanverðu og á þar að loka pilsinu með smellum eða rennilás. Síðan er látinn strengur á pilsið. Á boðangana á treyjunni er liekl- uð loftlykkjuröð milli kantsins fram- an á með rjetta prjóninu og perlu- prjónsins. Ermarnar eru saumaðar saman og þar eru lika heklaðar loft- lykkjur eftir þeim endilöngum. Saumið hnappana í. Búið til 4 snúrur úr græna garninu; ein er dregin í gegn i mittisstað og látnir dúskar á endana, tvær eru dregnar í ermarnar og ein í hálsmálið. Þar er snúran dregin i gegnum göt sem eru helcluð í kantinn þannig: Heklið 2 fastalykkjur i eina tunguna, 2 loftl., 2 fastalykkjur í næstu lungu, 2 loft- lykkjur o. s. frv. Úr Dairen-hnetunum svonefndu er hægt að búa til eftirfarandi: gúmmí, smjörliki, olíu, fernis, mjöl, brjóst- sykur, fóðurkökur, meðul, áburð og kínverska sósu. Áður fyr notuðu Jap- anar hnotuskelina og leggina til eldsneytis, en búa nú til fatnað úr þeim. Einnig hefir þeim tekist að framleiða mjólk úr kjarnanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.