Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Setjið þið saman! 2............................ 9............................ 10.......-................... 12........................... 13........................... a—a—a—a—au—b y gg j—b e t—bœ k— doni—e—ed—el—enc—eyr—liol—i— ik—i—is—kon—liö—lou—ma—rán— sar—so—trecht—u—u—ur—úr—val— val—vergne—vet. 1. Mannsnafn 2. Er súrt 3. Þar rigndi brennisteini 4. Það besta 5. Borg á Spáni G. Sonur Hagar 7. Bær í Hollandi. 8. Kvenlieiti 9. Smábær í Danmörku 10. íslendingasaga 11. Konustuldur 12. Franskur forseti. 13. Hjerað' í Frakklandi. Samstöfurnar eru alls 35 og á að búa til úr þeim 13 orð er svari lil skýringarorðanna. Fremstu stafirnir taldir ofan frá og niður og öftustu stafirnir, taldir neðan frá og upp eiga að mynda: Nöfn fimm eltlfjalla. Strikið yfir liverja samstöfu um leið og þjer notið hana i orð og skrifið orðið á listann til vinstri. Nota má ð sem d, i sem í, a sem á, o seni ó, u sem ú, — og öfugt. GIN- OG KLAUFAVEIKIN er landlæg i Engiandi og all út- breidd, þó að yfirvöldin geri það sem í þeirra valdi stendur til að útrýma henni. Myndin sýnir slátr- ara, sem er að sótthreinsa stígvjelin sin undir lögreglueftirliti, áður en hann fer heim. á sveilabæ. SPENCER TRACY. Þegar leikarinn Spencer Tracy fjekk heiðurspening ameríkanska kvikmynda-akademisins fyrir leik sínn í „Captain Courageous“ í vor, lá hann á sjúkrahúsi. Hjer sjest kona hans afhenda honum verðlaun- in: litla standmynd. og hann Ijet engan bilbug á sjer finna. Þegar Rauði-Pjetur reiddi sveðjuna, eða bvaða vopn það nú var, og ógnaði gestin- um, reyndi Avery að sefa menn sína. Þó að Jeffv Fralton væri nýsloppinn úr fangelsinu var hann bvorki máttlaus nje úttaugaður. f fangelsinu liafði einnig verið Skoti einn af góðum ættum, yngri sonur Dundas-fjölskyldunnar.Fratton hafði boðið honum út í spilum og rúið af honum aleigu bans. Nú hitti liann sjóræningja, svo að segja í þessari stofu — i dýrindis fötum og með korða Dundasar við belti sjer. Hann rann úr skeiðunum jafnskjótt og sveðja Rauða- Pjeturs. Jeffry var til í tuskið. En fyrst sagði iiann — með rólegri og viðfeldinni rödd — álit sitt á Rauða-Pjetri og fólki Rauða-Pjeturs, báttalagi þess og sjúkdóm- um, ragmenskunni sem einkendi karlmenn- ina og lauslætinu, sem kvenfólkið befði tekið sjer fyrir aðalsmerki. Það er sagt að Rauði-Pjetur bafi þá svifið á hann öskr- andi. Þarna var svartamyrkur og ekki önn- ur birta en frá Ijóskeri af skipinu," Athee leit brosandi í kringum sig, „lijer sem við sitjum nú við rafmagnsljós. Jeg á bægt með að bugsa mjer livernig sjóræningjarnir hafi hagrætt sjer meðan það blakkaði í þeim að borfa á prúðbúinn aðalsmann vera brytj aðan í spað. Þessvegna blýtur þeim að bafa fallið skemtunin miður, er þeir sáu, að í staðinn var Rauði-Pjetur minna rauður en áður og að bann fjekk hryglu, riðaði og spýtti rauðu, um leið og korðinn flensaði lungað í honum og kom út undir herða- blaðinu. Fratton þerraði korðann brosandi á einum kunningja Rauða-Pjeturs og spurði hver vildi koma næstur. En þegar ekki kom neitt svar, sagði hann — og mjer er sagt að það sje tilvitnun í Shakespeare: „Látum okkur setjast á völlinn .... og herma dapurleg tíðindi af dauða kon- unga.“ Og á meðan blæddi Pjetri út á blettinum, sem þessi slofa stendur á nú. Fratton lilýtur að bafa verið aðlaðandi maður. Avery þótti vænt um það sem gerst hafði, því að þó vinsældir gestsins gætu orðið hættulegar áliti hans sjálfs, var Fratton honum trúr og hollur. Meiningin var sú, að Jeffry Fratton hafði afar mikinn áhuga fyrir sjóránum og langaði til að læra þá iðn frá rótum. Hann var ekki enn fær um að taka að sjer stjórn- ina. Og hann virðist ekki hafa ljóstað því upp, að það var markmið hans að eignasl fjársjóði stórmógúlsins sjálfur.“ „Gat Avery ekki selt þá?“ spurði Rarkett. „Hann seldi ekki tíunda hlutann. Hann losaði sig við smádótið og gullbarrana seldi hann. En John Avery treysti ekki liðsmönn- um sínum. Hann faldi sjálfan fjársjóðinn. Meðan áhöfnin sat við drykkju læddist hann út í myrkrið og faldi þar steina, sem þá voru taldir um miljón pnnda virði. 1 dag mundu þeir kosta fimm sinnum meira — en við skulum reikna varlega og segja tuttugu miljón dollara. Það er í samræmi við sjóræningjavenjur þeirra tíma, að gera ráð fyrir, að John Avery hafi gert uppdrátt af eyjunni, Fratton áleit það, og eftir að þeir voru orðnir opinberir fjandmenn elti Fratton Avery höfn úr höfn um alt Kara- ibahaf til Rarbados, til þess að ná í upp- dráttinn.“ „Náði hann nokkurntíma i hann?“ spurði Barkett. Eftir að Ahtee fór að nefna stórar fjárupphæðir var Barkett farinn að veita sögunni þá athygli, sem liann aldrei hefði veitt sjóræningjasögunni hennar vegna. „Avery var svo hygginn að hann gerði aldrei neinn uppdrátt. Því skyldi hann gera það? Munduð þjer ekki þekkja felustaðinn, ef þjer hefðuð falið stolna fjársjóði ein- hversstaðar?“ George Barkett hrökk við en áttaði sig þegar og brosti. Honum hafði einmitt dott- ið það sama í hug. „Jú, það skuluð þjer hengja yður upp á,“ sagði hann. „Það var fíflska að gera uppdráttinn.“ Fratton fór ekki dult með að hann ætl- aði sjer að þvinga Avery til að segja sjer af felustaðnum. Pína hann til sagna, skilj- ið þið.“ Ahtee hristi höfuðið. Það var eins og liann væri að biðja afsökunar fyrir sjó- ræningjann sinn. „í þá daga voru menn ejkki eins manúðlegir og nú. Menn sýndu af sjer í þá daga grimd sem okkur finst ægileg nú á tímum, og Fx-atton vantaði peninga. Jeg hefi heyrt að engir menn verði eins hræði- legir þegar þeir gerast jiorparar á annað borð, eins og tiginna manna synir; hvað haldið þið um það?“ Hann kastaði þessu fram eins og meðal annara orða. „Já“, sagði frú Cleeve ákveðin. Hún hugsaði til Russel Perilon, sem hafði elskað dótturdóttur hennar. Hann var af gamalli og góðri ætt og hafði fengið besta uppeldi, en hvilíkur lifnaður hafði verið á honum! „Það er gerl of mikið úr þessum uppeldis- áhrifum", ‘sagði hún. „Það er engin furða þó að veröldin sje full af glæpamönnum. Alþýðan veit of mikið. Það er eðlilegt, að allir skvldu lita upp til Frattons. Hann liafði djörfung og liann var hvorki bleyða nje dula. Bleyðimenskan er of mikil nú á dögum,“ sagði hún og leit á Jaster og Barkett. „Mennirnir kjósa heldur að pretta í skjóli laganna, þegar þeir eiga hvorki þor nje hreinskilni til. En nú erum við að rugla frá sögunni. Fratton var nýbúinn að drepa Rauða-Pjetur. Blóðið úr honúm seitlar enn undir stólnum hennar frú Jaster.“ Holduga frúin skrækti. Hún þoldi ekki æsandi sögur og fann á sjer, að nóttin mundi verða ein samfeld martröð. Hún leit heiftarlega til gömlu konunnar, viðbjóðs- legu hornliagldarinnar, sem altaf var að ýta undir húsráðandann. Nú tók'hún á því, sem hún átti til, brosti til mr. Ahtee og stóð upp: „Jeg verð að játa að jeg er dálítið þrevtt. Mig syfjar altaf í sjávarloftinu.“ „Jeg er hræddur um, að jeg hafi tekið mjer einveldi i viðræðunum,“ sagði mr. Ahtee afsakandi. „Erissa er vön að segja,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.