Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N íslensk andlit sjeð í spjespegli Steíáns Strobi. SLETTIREKUHÁTTUR. Framhald af bls. !). — Gerði jeg hvað? — Að látast sem ])að hefði verið þú, sem jeg sá í gær. Jeg veit að þjer þykir vænt um Doris, en það stoðar ekki. Þú getur ekki vilt mjer sjóriir, Aniy. — Hvað kemur þjer til að halda að jeg sje að reyna að villa þjer sjónir? spurði hún. — Nærgætni þín, Amy — ekki neitt annað nerna það, að við Doris höfum þegar verið saman í kvöld. Við drukkum te saman. Og Doris stendur nú orðið alveg á sama um, hvaða liugmyndir jeg geri mjer um liana. — Philip! hrópaði hún. - Þetta er satt, og jeg lield að liún hafi farið rjett að. Hún sagði að það hefði verið svip- urinn á mjer þegar við mætt- umst, sem sannfærði hana um, að jeg elskaði hana eklci. En það er víst annað líka. Jeg er of gamaldags í öllum skoðun- um til þess að vera með stúlk- um eins og Doris. Jeg mundi aldrei geta gert hana hamingju- sama. Auk þess þurfti jeg ekki annað en sjá í henni augun þegar Norman Ellis kom inn í kaffihúsið. Amy liafði mikinn hjartslátt. Hún gat ekki fengið af sjer að trúa því, að Doris hefði verið svo harðbrjósta — svo hrottaleg að vísa honum á bug. — En þú elskar hana, Pliilip ? Jeg hjelt að jeg gerði það, sagði hann liægt. Jeg dáist að yndisþokka hennar og fegurð. Jeg var upp með mjer af því, að hún skyldi leyfa óbreyttum manni eins og mjer, að snúast kringum sig. En jeg hefi vitað það um stund, að jeg elskaði hana ekki í raun og veru, og jeg hefi ekki haft hugrekki til að segja henni það. —Amy, hjelt hann áfram, og við hvert orð sem hann sagði var eins og híýr straumur færi um hana alla —■ veistu hvenær mjer varð þessi sannleikur Ijós í fyrsta sinn? Það var daginn sem við vorum saman á mál- verkasafninu. Þú varst svo ólík henni — svo skilningsgóð og nærgætin. — Jeg hefði elcki átt að segja þjer þetta, því að jeg er hara óbreyttur maður, gamaldags og þrár. En jeg þóttist verða að segja þjer það, jafnvel þó að þú vildir aldrei tala við mig framar. Jeg elska þig, Amy, aðeins þig,_ og jeg elska þig til æfiloka. . . . Nú skaltu fá að fara heim. Jeg skal ekki verða þjer samferða, því að þjer er ver við það. Hann stóð upp og þrýsti hönd hennar fast. — Vertu sæl, sagði liann. — Jeg skal skifta um bú- stað á morgun. En fingur hans losnuðu ekki SLYSIÐ MIKLA. Framh. af bls. 3. maður K. F. U. M. og vann mik- ið fyrir þann fjelagsskap. Þau hjónin eignuðust tíu börn en þrjú þeirra dóu kornung. Þau fimm sem eftir lifa eru Lár- us rithöfundur, Gísli, Halldór, Friðrik og Lára. En dæturnar tvær, sem fylgja móður sinni yfir landamærin voru Guðrún Valgerður, gift Einari Kristjáns- syni auglýsingastjóra og Sigrún Kirstín, kornung stúlka, sem tók fullnaðarpróf gagnfi'æða- deildarinnar í vor. Einar Krist- jánsson hafði orðið fyrir þeim harmi nokkrum klukkustund- um áður en slysið vildi til, að missa unga systur sína. Og móð- ir frú Guðrúnar, sem orðin er 88 óra, sá með henni á eftir sjöunda barni sínu af átta. Eft- ir lifir af þeim börnum sira Lárusar heitins og liennar Pjet- ur Lárusson fulltrúi á skrifstofu Alþingis. FLJÚGANDI BÁTUR. Ungur ’hugvitsmaður franskur, René Morin að nafni hefir smíðað sjer þetta samgöngutæki, sem er einskonar „kynblendingur“ báts og fiugvjelar, en þó frekar það fyr- nefnda. Loftskrúfa knýr bátinn á- fram og kemst hann 90 kílómetra á klukkustundinni. Samkvæmt enskum hagskýrslum eru prestarnir ákjósanlegustu eigin- menn sem völ er á í heiminum. Næstir koma Jiðsforingjar, þá pró- fessorar og kennarar. Kaupsýslumenn og braskarar eru ekki nema svona og svona og þykja viðsjálir í fleiru en peningasökum. Skáld og hlaða- menn eru Jjelegir eiginmenn, en leik- arar og fjölleikarar eru fyrir neðan allar hellur. af hendinni, sein þeir liöfðu gripið um. Litla hendin hjelt þeim föstum. Hann leit undrandi í bláu augun, sem störðu i augu hans. — Philip, það var ekki satt, að jeg ætti að hitta nokkurn í kvöld. Og. . . . og jeg liefi ekki eins slæmar hugmyndir um þig eins og þú sjálfur og hún Doris. ísafoldarprentsmiðja hefir nýverið gefið út safn af skopmyndum þeim, sem ungverski teiknarinn Stefán Strobl gerði af ýmsu fólki hjer i Reykjavík er hann var hjer á ferð í vor. Mun Strobl hafa gert mörg hundruð mynda, en í safninu birtast 80 þeirra, allflestar af þjóðkunnum mönnum, sem flestir íslendingar liafa haft tækifæri til að sjá, annaðhvort sjálfa eða i spegli ljósmyndarinnar. Strobl sýnir andlitin í því ljósi sem hann þykist sjá þau. Skopmynda- teiknarinn rekur augun í það, sem aðrir taka ekki eftir og sem ljós- myndin nær ekki og undirstrikar það á öfgakendan liátt, svo að and- litið verður að meira eða minna af- KÍNVERSKUR SVERÐADANS. Hjer á myndinni sjest kinversk dansmær vera • að dansa æfagamlan Idnverskan sverðadans, á góðgerða- skemtun, sem sendiherrafrú Welling- ton Koo hjelt í París, til ágóða fyrir Rauðakrossinn í Kína. káralegt. Strobl er frábær skopteikn- ari en þó eru þessar myndir hans mjög misjafnar. Sumar svo neyðar- lega spaugilegar að maður rekur upp skellihlátur, en aðrar þannig, að það er erfitt að finna púðrið í þeim. Guðbrandur prófessor Jónsson lief- ir skrifað glöggan og skemtilegan inngang að bókinni og segir jiar frá þróun skopmyndalistarinnar hjer og annarsstaðar, en höfundurinn skrif- ar sjálfur nokkur formálsorð. — Það er vafalítið að margir viJja eign- ast bókina, þvi flestir hafa gaman af að sjá náungann í neyðarJegu ljósi. — Hjer birtist fyrsta myndin í safn- inu — af frú Aðalbjörgu Sigurðar- dóttur. TURN UR PERLUM. A álþjóðasýningunni í Tokio, sem stendur lil að haldin verði árið 1940 verður Jílil eftirlíking af frægustu pagóðu Kínverja, sett saman úr 25.- 000 japönskum perlum og talin 2M> miljón króna virði. * i i i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.