Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 2

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ----- GAMLA BÍÓ -------------- Samkepni og ást. Falleg og hrífandi söng og mús- ikmynd, sem gjörist í Búdapest og á Donau. Aöalhlutverkin leika: Wolfgang Liebeneiner, Marie Andergast, George Alexander, Joe Stöckel. Budapester Symphonihljóm- sveitin leikur undir. Sýnd bráölega! Bessi mynd, sem Gamla Bíó sýnir á næstunni, gerist í Budapest í Ungverjalandi og á ánni Donau og er samin af Peter Franke en tekin undir stjórn Willi Beiber. Falleg hljómlist er sterkur þáttur i mynd- inni og hafa þrír menn verið um að semja hana og sumpart vefa hana upp úr gömlum og kunnum lögum, því að þau eru mörg lögin og ljóðin, sem kend eru við Donau. Efni leiksins segir frá tveimur skipaeigendum, sem eru keppinautar, því að báðir halda uppi siglingum á Donau. Annar er Ungverji og heitir Ferenc Vary en. hinn er Bajernbúi lieitir Jakob Schaffleitner. Ung- verjinn á fallega dóttir, sem heitir Etelka, Bajarinn ungan son, sem er að koma heim úr tíu ára útivist og á nú að fara að kynna sjer útgerð föður síns, lil ])ess að geta tekið við fyrirtækinu að honum liðnum. Faðir hans vill láta hann byrja á að kynna sjer siglingarnar með því að gerasl stýrimaður á einu skipi sínu. En dóttir Ungverjans er líka mikið við fyrirtæki föður síns riðin. Nú vill svo til, að þau tvö liittast, Bajarasonurinn og Ungverjadóttirin og verða þegar hrifin hvort af öðru og gera með sjer stefnumót. En svo vill til, að stúlkan getur ekki komið á stefnumótið vegna óþægilegra anna við fjelag föður síns, sem er í örg- ustu f j árh agsk röggum. Heldur Baj- arasonurinn, að hún hafi brugðist sjer og liefst nú alleinkennilegur og sniðuglega samansettur gamanleikur, sem hjer yrði of langt að lýsa. Hann endar vitanlega með því, að þau kom- asl að vitneskju hvort uin annað, þessir tveir eimskipafjelagserfingjar, einmitt um það leyti, sem Bajarinn er að kaupa hið máttvana fyrirtæki keppinauts síns. Og þá er ekki vandi að ráða fram úr, hvernig muni fara milli þeirra Etelku Vary og Scheiff- leitners hins unga. Hlutverk hinnar ungu stúlku leik- ur Marie Andergast, hin upprennandi „stjarna“ sem svo mikla athygli hef- ir vakið siðustu árin. Mótleikari hennar er Wolfgang Liebeneiner. Joe Stöckel leikur föður hans, hinn bajerska útgerðarmann, en hinn gamal-vinsæli Georg Alexander leik- ur Ungverjann, föður Etelke, sem er að fara á hausinn, vegna þess að honuni er flest betur gefið en út- gerðarmenska. — Budapester Sym- poniorkester leikur víða í myndinni. Frederick Rebell sigldi 6 metra skemtibát alla leið frá Ástralíu til Californíu án þess að hlekkjast á. En á höfninni í Los Angeles slitn- aði báturinn upp þar sem hann lá fyrir akkerum, rak á land og brotn- aði í spón. Það er kvartað undan því hve mik- ið ófrelsi menn eigi við að búa nú á dögum, en það er ekki ný bóla, að lög sjeu sett sem skerða persónulegt frelsi einstaklinganna. Þannig voru fyrirmæli um það í Róm um 200 ár- um f. Kr. hve mörgum gestum fólk mætti bjóða í veislur, hvaða lit stúlkur mættu hafa á klæðum sínum og hvað brúðkaup eða jarðarför mætti kosta. Sigurður Þórðarson frá Árdul varð 75 áira 25. þ. m. Frú Ólafía Magnúsdóttir, til heimilis á Sauðárkróki, varð 60 ára 25. ágúst. 50 ára varð þ. 12. þ. m., frú Ágústa Ebenesardóttir frá Egr- arbaklca, nú búsett í Hafnargötu 9 Keflavik. Svefninn sein maður fær fyrir mið- nætti er langhollastur líkamanutn. Slöckmann prófessor í Duisburg hefir gjört fjölda athugana á nem- enduin sínuin um „næringargildi" svefns og komist að þeirri niður- stöðu, að 4 tíma svefn, frá ltl. 8 til miðnættis geri meira en jafngilda 0 tima svefni eftir miðnætti. Tauga- sjúkdómar og' magaveiki hverfur oft ef maður fer snemma að liátta. Fyrir þremur þúsund árum fóru úlfaldar frá Mesopotamíu nákvæm- lega sömu leiðina til Palestinu og Sýrlands, sem þeir fara enn þann dag í dag. Járnbrautir og bifreiðar hafa ekki ennþá gert „Skip eyði- merkurinnar óþörf. í Drekkið Egils-öl Halldór Steinsson tæknir verð- ur 65 ára 31. þ. m. Guðmundur Jónsson, stórkaup- maður verður 50 ára 1. sept. næstkomandi. Magnús Jörgensson, ökumaður, Seljalandi við Reykjavik, verð- ur sextugur laugardaginn 27. ágúst. Flestar af stærri borgum heimsins liafa fyr eða síðar orðið fyrir tjóni, svo miklu að nærri hefir stappað fullri eyðingu. Oftast nær af völdum elds. En það er segin saga, að þær liafa jafnan risið fegurri upp úr öskunni en þær voru áður. Tíu sinn- um hefir pest geysað i Rómaborg og tvisvar sinnum mátti heita að borg- in gjöreyddist af eldi, en 6 sinnum liefir hún orðið að gefast upp fyrir umsát óvinaliers, vegna þess að fólkið var farið að hrynja niður úr hungri. París liefir veríð umsetin af óvinum 8 sinnum — síðast 1870—71 — tíu sinnum hefi borgin þolað hall- æri, tvisvar sinnum pestina og einu sinni eyddist hún að miklu leyti af eldi. Stambúl hefir brunnið 9 sinnuin en fimm sinnum verið setið um liana. ------ NÝJA BIÓ. ---------- Gæfubörnio. Bráðskemtileg þýsk kvikmynd frá UFA. Aðalhlutverkin leika 4 lang frægustu og vinsælustu leikarar Þjóðverja: LILIAN HARVEY, WILLI FRITSCH, PAUL KEMP og OSKAR SIMA. Aukamynd: FERÐALAG UM DANMÖRKU. Hrífandi landslagsmynd tekin á ferðalagi víðsvegar um Dan- mörku. Sýnd bráðlega! Lillian Harvey og Willy Fritsch eru aðalpersónúrnar í myndinni „Gæfubörnin“ sem sýnd verður bráð- um á Nýja GBíó. Af þeim nöfnum má ráða, hvers efnis myndin sje — hún er ein af þessu gáskafullu UFA- myndum, sem oft verða vinsælar hjá fólki hjer í höfuðstaðnum. Þessi mynd stendur síst að baki þeim myndum, sem hjer hafa sjest með þessum persónum og ekki spillir það til, að Paul Kemp leikur þarna all- stórt hlutverk, sem vinur og hjálpar- maður WiIIy Fritsch. Hitt er annað mál, að , hjálparstarfsemi“ hans fer allinjög í handaskolum á stundum, og einna verst þegar mest liggur á. Willy Fritsch leikur þarna blaða- mann við ameríkanskt blað, „Morn- ing Post“ og á að hlusta á rjettar- höld yfir ungri stúlku, sem er kærð fyrir flakk og betl. Hann er allsend- is óvanur því að skrifa um þess- konar, því að hann er ljóðskáld, en hefir gert þetta fyrir bænastað vina sinna á blaðinu. Rjettarhaldið fer þannig, að Willy verður bálskotinn í stúlkunni (Lillian Iiarvey) og gift- ist henni í snatri til þess að forða henni frá fangelsi, en gleymir alveg að skrifa greinina um rjettarhöldin, lianda blaðinu. Það er hinn rjetti dómsmálafrjettamaður blaðsins, sem fær skömmina fyrir þetta og fjelagar lians tveir á blaðinu og eru þeir reknir úr stöðu sinni fyrirvaralaust. En nú segir af þeim nýgiftu lijón- unum. Þau eru vitanlega bæði ger- samlega auralaus og ekki geta hinir burtreknu og atvinnulausu vinir þeirra lijálpað þeim. Þeim tekst að aura saman í seðil á veðreiðum og vinna þar 1500 dollara en tapa þeim aftur og þannig gengur koll af kolli með öll þeirra fjáraflaplön. Yrði ot lant að rekja þá sögu lijer. Myndin er að öllu samanlögðu bráðskemtileg, ekki síst Paul Kemp, þessi góðlátlegi og sí-vandræðafulli meinleysisgripur, sem maður verður aldrei þreyttur á að sjá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.