Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Roald Amundsen. vat gerð í þeim tilgangi að bjarga Nobile, er hann lenti norður í ísum og var í lífs- báska. Amundsen hafði sjálfur talið Nobile viðvaning i heim- skautaferðum og það er kunn- ugt, að þeim var ekki vel til vina, eftir ferðina sem þeir liöfðu farið saman yfir norður- pólinn til Teller í Alaska. Það sannaðist á þessari síðustu ferð Amundsen, að „ekki verður feigum forðað“. Alt benti til þess, að Amundsen mundi setj- ast í helgan stein eftir síðustu fer$ sína yfir heimskautið og sjálfur sagðist hann.hafa lokið æfistarfi sínu, er hann kom heim úr þeirri ferð. En það var eins og feigðarflan gripi hann, er hann frjetti um ófarir Nobile. Þarna var leikur á borði, að gerast b'jargvættur óvildarmanns síns, sýna göfug- mensku. Og svo var haldið af stað í flýti. Amundsen hafði jafnan undirbúið leiðangra sína allra manna best og einmitt út- búnaðinum er það einna mest talið að þakka, hve farsællega leiðangrar hans tókust. En í þetta skifti var undirbúningur- inn enginn, — flugvjel fengin sunnan frá Fi-akklandi, sem alls ekki var reynd að gæðum og því síður bygð til norður- ferða og öllum undirbúningi flaustrað af, eins og oftast vill verða, þegar mannslíf biða björgunar. Hversu margir þeirra, sem reynt hafa að komast upp á tinda Himalaya hafa ekki týnt lífi vegna þess að þeir liöfðu ekki þol til þess að hiða af sjer ískyggileg veður, en hjeldu af stað út í tvísýnu? Og livers- vegna gerðu þeir það? Vegna þess, að þeir vissu, að almenn- ingur heimtaði árangur og mundi snúa við þeim bakinu, ef þeir sneru frá árangurslaus- ir. Það er svo um marga af þessum leiðangrum, að það er til alls að vinna en allar bjarg- ir bannaðar ef látið er undan. Það er ekki nema ein leið opin: leiðin fram — að treysta á fremsta. I vetur sem leið fórst ungur ökugikkur, Bernd Rosemeyer að nafni. Hann var ekki eins fræg- ur að vísu og sir Malcolm Camp bell, en hafði sett met sem vakti alheims athygli á ökubrautum Þýskalands. En þá kom annar maður, sem ók á bifreið frá keppinaut þess fjelags, sem vagn Rosemeyers var frá, og hnekti metinu. Rosemeyer varð að reyna á nýjan leik og gera betur, þó að það virtist lireint og beint sjálfsmorð. Og það varð sjálfsmorð. .. . Það leið- asta er, að ef Rosemeyer hefði neitað að reyna, mundi hann hafa verið lítið betur farinn. F egurð. Eftir Pjetur Siffurðsson. Listaverkið, sem túlkar vold- ug sannindi og glæsilega hug- sjón, er aðdáunarverðara og þvi fallegra í orðsins sönnustu merk ingu heldur en mynd, sem full- komin er í ytri fegurð, en seg- ir ekkert meira og á enga djúpa uppsprettu fegurðar. Það er hin efnisríka fegurð, sem er skap- andi máttur i lifi manna og þjóða. Það er auðveldara að búa til skrautlega klædda brúðu, en að meitla i marmara mynd, sem er ótæmandi íhugunarefni. Það er auðveldara að mála á sjer varir, kinnar og augnabrúnirn- ar og klæða sig fallega, en að móta hina guðdómlega fögru mynd dygðanna í skapgerð sína, þvi margur á stirfið og grjóthart geð. Aftur annara virðist vera svo losaralegt og festulaust, að það er sem ekk- ert geti tollað þar saman og engin fögur heildarmynd feng- ist. Menn fitla við hið auðvelda, en hvika frá hinu erfiða og vandasama. Menn fegra hinar ytri hliðar tilverunnar, en hjarta heimar nranna eru oft illa hirtir. Mundi ekki tískudömum vor- um, sem mála varir sínar blóð- rauðar, andlit sín með suður- landa sólbrunalit, setja svart strik fyrir ofan augun í stað augnabrúnaliáranna og gljá- fægja langar, oddhvassar neglur sínai', finnast jeg vera fátækur í anda, ef jeg segði við þær: „Skarl yðar sje ekki ytra skart .... heldur sje það hinn huldi maður lijartans í óforgengileg- um búningi hógværs og kyrláts anda, sem dýrmætur er í aug- um Guðs. Því þannig skreyttu sig einnig forðum hinar helgu konur.“ Ef menn legðu jafnmikla rækt við þroskun skapgerðar, og hina ytri fegui’ð, mundi á- rangurinn verða mikill. Og hver er sá, sem ekki kýs það heldur, ef hann á aðeins um tvenf að velja, að eiga göfuglyndan, heilhuga og ábyggilegan vin, þótt ekki sje han's ytri fegurð áberandi, heldur en snoppufriða mannleysu. Skapgerðaróx-æktin, ómenskan og lómleikinn ota fram ljótum grýlusvip sínum i gegnum málað hörund og alla yfirborðsfágun. Hin innri feg- urð og göfugmenskan skín einnig í gegnum hinn ylri hjúp, líkt og sólargeisli i gegnum slæðu. Hinn ófríði en göfugi maður verður- því fljótt falleg- ur í augum þeii-ra, er kvnnast honum. Á götum stórhorganna úir og grúir af marglitum og fegruð- um andlitum, glitrandi stein- um, gullstássi og skrautlegum klæðum, en svo eru fjelög og fyrirtæki, einstaklingar og þjóð- ir oft í liinum mesta vanda stödd ,er finna skal menn, sem hægt er að treysta í Iivívetna; menn, sem liægt er að fá í liend- ur vandamálin stóru. — í lieimi vorum þyrfti að fara meira fyr- ir skarti hinna „helgú" manna. Líkamlega fegurð og hreysti þykjast menn vilja rækta og efla, og af fróðleika skal hvert liöfuð tútna út. En fróðleikur- inn verður að eggjagrjóti undir fótum manna á vegferð þjóð- anna, og hin líkamlega þjálfun eins og rósótt svunta á daðurs- drós, vegna þess, að grýlusvip- urinn frá illa Jiroskaðri skap- gerð stingur fram loðnu og ljótu höfði sínu hvarvetna í mynd ódrengskapar, undirförli, svik- semi, prelta og flátlskapar. — Það þarf máttug orð til að reka þá illu anda út, og þá fyrst, er Kristmyndin skín í lífi og breytni manna og þjóða, verða menn fallegir menn, og lieimur- inn góður heimur. P. S. PÁSKAR f PARÍS. Um páskana síð'astliðnu var meira um skemtiferðafólk í Paris en nókkru sinni fyr. Myndin sýnir enska' skóla- unglinga, sem eru að koma út úr Hotel d’ Invalides eftir að hafa skoð- að gröf Napoleons. „Heimsmeistari" Ameríkumanna í Isjólreiðum heitir Torchy Peden og borðar niu sinnum á dag. Og þetta lætur hann í sig: fjóra lítra af mjólk, hálfpund af gulrótum, 3—4 liráar smánæpur, 2—3 kg. af buffi, 20 eggja- rauður hráar, 1% kg. af vínberjum, eitt stórt franskbrauð og V< kg. af soðnum hrisgrjónum. Þyngsta kirkjuklukkan, sem steypl hefir verið i heiminum, stendur á stræti i Moskva. Ilún var ætluð í kirkju liar í borginni, en þegar til kom treystu menn ekki turninum til að hera hana. Hún vegur 200 tonn. Löggildingarstofan í Bandarikjun- um hefir svo næm hitamælingar- áliöld, að þau geta sýnt hitann af kertaljósi i 300 kílómetra fjarlægð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.