Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 4

Fálkinn - 27.08.1938, Blaðsíða 4
4 1<; Á L K I N N \T IKUM SAMAN í vetur sem V leið var varla um annað talað en rússnesku norðurfar- ana Papanin og förunauta hans, sem voru á reki á hafísnum suður með Austur-Grænlandi. Menn gleymdu styrjöldunum á Spáni og í Kína og viðsjánum í Evrópu vegna Papanins og veðjuðu stórfje um, hvort liann mundi komast lífs af eða ekki. Yegna loftskeytanna og annara tískutækja var liægt fyrir um- heiminn að vita svo að segja daglega hvað þeim leið og gera ráðstafanir til að bjarga þeim á hentugasta tíma. En hvernig mundi þessum víkingum nú- tímans hafa farnast, ef öll tæk- in hefðu bilað og þeir hefðu ekki getað látið vita af sjer? Þá var dauðinn að kalla vís. Sá sem hugsar um þá lífs- hættu, sem þessir fjórir menn voru í lengst af ferð sinni, sjer í anda aðra menn, sem öttu gegn öðrum hættum til þess að kornast á hátind frægðarinnar. Og þær sýnir liafa oft orðið liarmsaga, tilraunin kostaði líf- ið og endaði með ósigri. Bæði hjá þeim sem brutu fluginu braut, íshafsferðum og öræfa- ferðum. Við minnumst Frank- lins-leiðangursins og hinna liörmulegu örlaga hans, er um 130 manns frusu til bana á norðurhjara Canada, Roalds Amundsen, Amaliu Earhart og ótal fleiri, sem ýmist hiðu bana við fyrstu tilraunina eða að þeir reyndu að auka á frægð sína. Hvað var það sem rak þetta fólk út í dauðann? Ef eigi er látið staðar numið við að segja, að þeir hafi dáið sem fórn á altari rannsóknar- þrárinnar og hetjudáðarinnar, en skygnst dýpra inn í sálar- heim þessara manna þá verður það að jafnaði uppi á teningn- um, að það er ekki innri þrá þeirra, heldur hungur almenn- ings í ofdirfskuverk, sem knúði Papanin. þá út í dauðann, ásamt gróða- fíkn og gapaskap. Almenningur er ekki eins grimmur við neina eins og þá, sem hann hefir tek- ið ástfóstri við, og krefst altaf meira. Hversvegna urðu Nun- gesser og Coli, Tully, miss Cor- an, Covell Wagner og margir aðrir að týna lífinu? Það var vegna þess að í þá daga gátu menn ekki um annað hugsað en afrek Charles Lindbergs og lieimtuðu, að aðrir gerðu betur. Það var eins og heimurinn væri í álögum og ekki var sparað að eggja menn til dáða, bæði með peningaloforðum og beinum hótunum. Fólk heimtaði nýjar hetjur og ný afrek. Og 38 manns biðu bana, er þeir reyndu að fullnægja þessari kröfu al- mennings, engum til gagns — nema ef vera skyldi til aðvör- unar öðrum. Undir eins og einhver ljet til- leiðast að segja: Jeg þori það. Jeg skal gera það! æðraðist múgurinn og fagnaði nýju goði. Um hitt var ekki spurt, hvort maðurinn hefði tæki eða hæfi- leika til að gera það sem hann rjeðst í. En hann hafði heit- strengt að reyna það og töluð orð urðu ekki aftur tekin. Og svo týndist nýtt líf, eill eða fleiri. Að jafnaði urðu flug- mennirnir sjálfir að bera kostn- aðinn af ferðum sínum að mestu leyti. Ef vel gekk tókst þeim að vinna hann upp á mörgum árum, en ef ferðin mistókst en kostaði þó ekki líf- ið, varð það sífelt strit að slanda undir fjárhagslegu skuld bindingunum eftir á, þvi að þá var maðurinn gleymdur og ný átrúnaðargoð komin í hans stað. Þá verða þessir fyrver- andi frægu menn að hafa ofan af fyrir sjer með auglýsinga- flugi eða áætlunarferða — ef þeir þá þykja hæfir til þess á annað borð. Ahrenberg sænski lifði á því, að fljúga hringferðir með farþega fyrir tiu krónu gjald eftir að honum liafði svo hraparlega mistekist flugið frá Stokkhólmi til New York, og fjelagi hans sem með honum var og var vel efnaður maður fyrir, misti aleigu sína í fyrir- tækinu. Hvað kostar frægðin . .. . ? Fyrir ellefu árum var flug- maðurinn Brock eftirlætisgoð allra Ameríkumanna. Hann flaug frá Ameríku til London, þaðan yfir Evrópu, Litlu-Asíu, Persíu, Indland og Kína til Jap- an. Þegar hann kom heim til Bandaríkjanna eftir þetta flug, sem þá þótti vera frækilegt, var fögnuði lýðsins engin tak- mörk setl. En til þess að vinna þetta þrekvirki hafði hann orð- ið að segja lausri stöðu sinni sem póstflugmaður og nú var hann atvinnulaus. Fyrir tveim- ur árum datt maður niður með- vitundarlaus í Chicago. Hann var aðframkominn af liungri. Hann var fluttur á fátækrahæli. Þetta var William Brock, fyr- verandi átrúnaðargoð Banda- rikjamanna. Annað dæmi má nefna til þess að sýna það, hve menn geta orðið áfjáðir í flug og að keppa eftir nýjum og og nýjum metum, uns yfir lýkur. Kings- ford-Smith var fyrsti afreks- maður heims í Ástralíuflugi og eflaust einn besti flugmaður- inn, sem nokkurntíma hefir ver- ið uppi. Hann varð fyrstur manna til þess að fljúga yfir Kyrrahafið til Ástralíu og hann stofnaði áætlunarflug- leiðina milli Englands og Ástr- alíu. Hann var eftirlætisgoð enska heimsveldisins og var metinn meira en nokkur hresk- ur þegn, þeirra sem við flug hafa fengist. Þegar verðlauna- flug það, sem kent er við Mac- Robertson var flogið milli Eng- lands og Áslralíu í fyrsta skifti, voru allir Bretar sammála um, að aðeins einn maður gæti unn- ið þetta flug, nefnilega Kings- ford-Smitli. Honum var sjeð fyrir nægilegu fje til þess að taka þátt i kappfluginu og er hann lagði af stað frá Ástralíu áleiðis til Englands fylgdi ó- grynni fólks honum úr hlaði. Amelia Earhart. En hann kom of seint til Eng- lands og fjekk ekki að taka þátt í kappfluginu. En til þess að bregðast ekki vonum aðdáenda sinna þóttist hann tilneyddur að vinna ann- að afreksverk og ákvað nú að fljúga frá Ameríku yfir Kyrra- haf til Ástraliu í þriðja sinn. Og þegar liann kom til Banda- ríkjanna var honum tekið með kostum og kynjum. En um leið og hann steig úl úr flugvjelinni komu á móti honum umboðs- menn manna, sem höfðu lánað lionum fje og heimtuðu vjel hans að veði fyrir skuldinni! MEIRA Hann hafði fengið lán til þess að taka þátt í Mac Robertson- samkepninni og hann hafði ekki unnið hana og nú kom það hon- um í koll. Ýmsir flugfjelagar hans urðu að skjóta saman i fargjald handa honum, svo að hann gæti komist heim til sin á iþriðja farrými. Skömmu eftir að hann kom heim fóru hlöðin að ympra á því, að hann væri orðinn hræddur við að fljúga og hefði viljandi komið of seint til Mac Robertson-mótsins. Þetta var gert til þess að egna hann til að hnekkja metinu, sem vinnandi Mac Robertson-móts- ins liafði sett. Kingsford-Smith var nauð- ugur einn kostur að leggja í nýtt flug. Það varð síðasta flug hans, flugið fyrir frægðinni og — inn i dauðann.... Nú er hann gleymdur. . . . Gleymdur á sama hátt og Amelia Ear- hart og af sömu ástæðu og hún. Því að þó menn hafi ekki orð- ið til að viðurkenna það ennþá, þá var hún í rauninni knúð út í dauðann af nýjungaþorsta al- mennings og fór í síðustu ferð sína á vjel, sem alls ekki var hentug til þeirrar ferðar. Það er þessi almenningur, sem heimtar og heimtar af eftirlæt- isgoðum sínum ný afrek og meiri áhættu og gleymir því von bráðar, ef þau verða ekki við kröfunni. Og þetta hefir eigi holl áhrif á þá, sem fyrir verða. Þessi eftirlætisgoð bila á taugakerf- inu og verða því smámsaman óhæf til þrekraunanna. Papanín og Roald Amund- sen voru fyrst og fremst rann- sóknarmenn og geta því ekki talist til sama flokksins og hin- ar svokölluðu hetjur loftsins, sem hjer hafa verið gerðar að umtalsefni. Það er eigi heldur hægt að telja landkönnuði og fjallgöngugarpa til þess flokks. En Amundsen týndi ekki lífi fyrir hið eiginlega æfintýri sitt. Allir muna, að síðasta ferð hans MIKILL VILL ALTAF Og hin óseðjandi löngun almennings í ný met og ný afreksverk lætur ofurhugana aldrei í friði. Þeir gleym- ast og komast á vonarvöl er þeir hætta að vinna afrek- in — þessvegna treysta þeir á fremsta og farast.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.