Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1938, Qupperneq 5

Fálkinn - 29.10.1938, Qupperneq 5
F Á L K I N N 5 Iluiulrafi ára heimkómuafnuelis fíertels Thorvaldsen minsl í Thorvaldsen Museum 17. sept. s.l. Á fremsta bekk sjest m. a. Stanning forsætisráðherra. er Vonin. Listamaðurinn er liugsi og starir út í bláinn. Thorvaldsen ljesl 24. mars 1844 af hjartaslagi. Var hann að horfa á leiksýningu frá heið- urssæti sínu í Konunglega I.eik- húsinu er dauða lians bar að höndum. Fór útför hans fram með frábærri viðhöfn, svo að slíks höfðu varla þeksl dæmi. Fjórum árum eftir dauða hans voru jarðneskar leifar þessa fræga manns fluttar í Thorvald- sen Museum, í skrautlegt graf- liýsi, sem þar hafði verið komið fyrir. En safnið sjálft hafði ver- ið tilbúið nokkru fvr. Enginn íslendingur, sem til Kaupmannahafnar kemur má láta undir liöfuð leggjast áð koma í Thorvaldsen Museum, þar sem listaverk þessa ágæta manns eru geymd og þar sem duft hans hvílir. En listaverk hans verða þó ekki öll sjeð þar. í Frúarkirkju, einni veglegustu kirkju Hafnar, gefur að lita sum hans ágætustu verk, eins og Ivristmyndina, sem er yfir liáaltari kirkjunnar og postula- stytturnar tólf, sex til hvorrar handar, þegar gengið er inn eítir kirkjunni. Allar eru þess- ar styttur hin mestu listaverk, sem enginn íslendingur má gleyma að skoða sje hann á ferð í Höfn. — Albert Tliorvaldsen var mað- ur lítillátur og ljúfur i um- gengni, og ofmetnaðist aldrei j)rátt fyrir alt það lof og heið- ursmerki, er hann hlaut um dagana. 17. september voru 100 ár frá j>vi Thorvaldsen steig fæti á land i Höfn eftir dvöl sína á Ítalíu. Voru mikil líátíðahöld í tilefni af þessu aldarafmæli. A þessu afmæli gaf stjórn Thor- valdsen Museum borgarstjórn Kaupmannahafnar hina frægu Jason mvnd. Og verður hún nú selt upp í Ráðhúsinu.- AUGLÝSINGAKLÚBBARNIR í Kyrrahafsrikjum Bandaríkjanna hafa eftir samkepni dænit ungfrú Betty Green að vera besta „inodei*- til auglýsinga skreytinga. Ungfrúin sjest á myndinni með verðlaunagrip- inn sinn. BERNHARD 1‘RINS, maðurinn hennar Júlíönu, er skáta- liöfðingi Hollands. Hann átti afmæli l'yrir skömmu og hyitu skátar hann við það tækifæri. Á myndinni sjest hann ásamt teng'damóður sinni. Vil- helmínu Hollandsdrotningu. KRÓNPRINSESSA í IRAN. Faruk Egiftalandskonungur á marg ar fallegar systur, sem prinsar Aust- urlanda girnast mjög. T. v. á mynd- inni sjáum við eina þeirra, Fawzíu að nafni, sem nú hefir trúlofast krón prinsinum í Iran. firænir fletir. Á síðustu árum hefir breyst mikið livernig umhorfs er kringum liús hjer i Reykjavík, og eru nú víða komnir lagiegir garðar, þar sem áður var möl eða mold. Má segja að það geri einkennilega breytingu til þess betra, þegar slíkum örtröð- um er breytt i grasi gróna bletti. Nú í sumar hafa grasblettir i opinberum görðum hjer í Reykjavík verið mikið betur hirtir en áður og er aðalmunurinn að þeir eru nú kliptir með stuttu millibiii með þar til gerðri vjel i stað þess að vera slegnir mcð Ijá. Verður grasið jafnt og fallegt þegar fyrnefnda aðferðin er viðhöfð og er slikur gráenn flöt- m augnayndi allra er framhjá ganga. Fleslir sem koma sjer upp grasflötum við hús sín, gera ])að með því, að fá sjer lorf til að þekja með og er það góð og fljótleg aðferð ef lítill er jarðvegur. En grasið verður aldrei eins jafnfallegt á þann hátt, eins og þegar sáð er tii þess. Margir hafa þá trú, að það þurfi meira en sumarið til þess að koma upp gra'sfleti af sáningu, en svo er ekki. Ef snemma er sáð verður flöturinn þegar á fyrsta sumri miklu fallegri, en ef hann væri myndaður með þökum. Erlendis er siður að blanda saman ýmsum grastegundum þannig, að í sama blettinum sjeu bæði tegundir, sem snemma byrja að vaxa og þær sem siðar taka til, og þykjast menn á þennan hátt fá fegurri grænan Iil á grasfletina. Þetta atriði er ekki eins mikilvægt hjer, vegna þess, að sprettutíminn er skemmri og grasið lengur að vaxa, af því að hitinn er minni, svo það þarf ekki eins oft að endur- nýja sig, þó stöðugt sje klipt. Þó má vera að eitthvað megi gera hjer i þessa átt. Algengustu grastegund- irnar, sem sáð er til hjer, eru vallar- foxgras og hnjáliðagras, hvorttveggja stórvaxnar útlendar tegundir, sem þrífast hjer ágætlega, og er sama hvorri tegundinni er sáð, að þvi leyti, að það verða hinir prýðileg- uslu grasfletir. Margir hæla þó meir vallarfoxgrasinu, (sem líka er kallað límóthy, eftir manninum Tímótheus Hanson er flutti það til Bandaríkj- anna fyrir hálfri annari öld). Gras þetta óx upprunalega sjálfsáið á meginlandi Evrópu og í norður- hluta Asíu, en hefir fylgt hvíta manninum svo að segja um allan iieim, og eru nú til af því ýms af- brigði og eru sum þeirra vart meira en tviær. Það kostar ekki mikið að géra grasflöt við hús, en það gerir gagn- gerða breytingu á umhverfi hússins, gerir það vistlegra og jafnframt verðmeira. Það mundi ekki breyta Reykjavíkurborg lítið, eða reyndar hvaða kauptúni sem er ef grænir fletir væru allstaðar þar sem nú er malarruðningur, smásteinar eða rusl. Flóvent Fláventsson. — Hvað ætlarðu að gera yið þess- ar fimm þúsund krónur, sem ])ú fjekst í bætur hjá bifreiðarstjóran- um, sem ók yfir þig? — Jeg ætla að kaupa mjer bíl sjáifur. — Málverkin yðar munu hánga á sýninguin þegar Rembrandt, Ruhens og Rafael eru gleymdir. — Haldið þjer það i raun og veru. — Já, en heldur ekki fyr. — Jeg get ekki að þvi gert, að ef jeg segi smáskreytni þá roðna jeg í framan um leið. — Herra minn trúr! Og jeg sem lijelt að það væri sjóloftiö.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.