Fálkinn - 05.11.1938, Qupperneq 14
14
F Á L K I N N
TJEKKÓSLÓVAKÍA.
Framh. af bls. 5.
var haldinn í, voru alveg komnir
að því að sleppa sjer á þeim fáu
ininútum, sem voru nauðsynlegar,
til þess að skrá samþykt stjórnar-
leiðtoganna. Þeir vissu ekki fram á
síðustu sekúndu, hvort þeir ættu að
hrópa: frið eða stríð! Nú vita allir,
að þýski herinn tók við Súdetahjer-
uðunum í 4 köflum og að svæði
þetta mun vera afhent þýskum yfir-
völdum einmitt þessa dagana.
Tjaldið er fallið. Tjekkóslóvakía
komst ekki hjá því að iáta af hendi
Ví af því, sem lnin hafði fengið yfir
að ráða við stofnun lýðveldis síns á
grundvelli Versalasamninganna. Hin
ríkin, sem höfðu staðið að Versala-
samningunum, þóttust ekki geta á-
byrgst lengur eign hennar í þeirri
niynd sem jnni höfðu sjálf ákveðið
hana.
í Tjekkóslóvakíu er komin ný
stjórn eftir að dr. Benes sagði af
sjer, af því að hanh vildi ekki sjá
verk sitt í rústum. Hin nýja stjórn
vinnur nú þegar að víðtækum ráð-
stöfunum og samningum, sem eiga
að tryggja rikinu, eins og það er nú,
frið, velgengni og sjálfstæði. Þetta
mun hepnast, því að landið, þó að
það sje orðið minna, er ekki orðið
verra. Það hefir losnað við óróa-
svæði. Fjárhagslegt öryggi landsins
er tryggara en áður: hin bestu land-
búnaðarsvæði eru eftir, og liið ný-
stofnaða iðnaðarsvæði. Af málmiðn-
aðinum hefir lándið ekki tapað nema
18%.
Það virðist ekki vera nokkur vafi
á þvi, að hin nýja stjórn Tjekkó-
slóvakíu muni gera ríki sitt að var-
anlegum lið í friðsamlegri samvinnu
lijóðanna i Miðevrópu. Hún á einnig
miklar þakkir skilð — eigi síður en
stórveldin sem komu sjer saman um
frið á hennar kostnað.
H. Þ,
betty
BOOP
SALLY
SWINO+
Fræg leikkona dregur sig i hlje.
Sally Swing kemur í staðinn fyrir
hina „ósiðlegu“ Betty Boop.
Betty Boop, sem er fræg úr teikni-
kvikmyndum Max Fleischer, dregur
sig nú i hlje í kvikmyndaheiminum,
þar sem lnin hel'ir haft miklar vin-
sældir árum saman. Að sögn er lnin
álitin mjög ,,ósiðleg“, einkum í
Frakklandi.
Þar eð liún hefir vakið gremju
víða í Ameriku hefir Max Fleischer
nú slept hendi af henni. Hann hefir
skapað nýja veru, sem hann kallar
Sally Swimj. í haust fær fólk að sjá
nýju stjörnuna, glatt stúlkubarn, sem
áreiðanlega mun vinna allra hjörtu.
Hún er skemtileg án þess að vera
Ijettúðug.
Það er vandasamt að vera stjarna,
jr.fnvel í teiknikvikmyndum. Betty
Boop er búin að vera — lifi Sally
Swing!
l)r kvikmyndaheiminnm.
Bardaginn milli lækna og
skottulækna.
Peter Petersen og Paula Wessley í
„Spegill lífsins.“
Dagblað eitt beindi ekki alls fyrir
löngu þeirri spurningu til lesenda
sinna: Hvaða leikkonu eigið þjer að
þakka skemtilegustu kvikmynda-
kvöldin, sem þið hafið átt? Meðal
þeirra, sem flest alkvæðin fengu,
var Puula Wessely. Einn af þeim,
er svör sendu, komst svo að orði:
„Jeg dáist að Paulu Wessely. Hún
er altaf eðlileg og gerir mig ánægð-
an. Að minni skoðun er hún imynd
hinnar þýsku góðlátu konu.“ —
En það er ekki aðeins i Þýska-
landi að þessi listakona er orðin
svo vinsæl, því að Paula Wessely
er orðin heimsfræg. Með framúr-
skarandi viljafestu og dugnaði lifir
hún sig inn í hlutverk sín, svo að
persónurnar, sem hún leikur verða
lifandi fyrir áhorfendunum.
Paula Wessely leikur nú í nýrri
kvikmynd, „Spegill lífsins“ (Spiegel
des Lebens) og er hún þar i hlut-
verki kvenstúdenls, er les læknis-
fræði. Efni kvikmyndarinnar snýst
um bardagann milli læknavísind-
anna og skottulæknanna. Og þegar
nú faðir hennar, sem leikinn er af
Peter Petersen, er skottulæknir, en
hún sjálf er trúlofuð lækni, lendir
hún í slæmri klípu. Hvort það er
læknirinn eða skottulæknirinn, sem
sigrar, sýnir sig, þegar við fáum
að sjá kvikmyndina.
Heimssýningin í New York.
Allar horfur eru á að þátttaka i
heimssýningunni í New York verði
óvenjulega mikil. Um nýjár höfðu
alls 60 þjóðir undirskrifað samninga
um sýningarpláss en margar eiga ef-
laust eftir að bætast við. Bandaríkja-
menn búast við þátttöku frá svo að
segja öllum siðuðum þjóðum í heimi.
Hjer á myndinni sjest yfir alt sýn-
ingarsvæðið. Hefir verið gerður upp-
dráttur að niðurskiftingu þess og
fyrsta byggingin er fullgerð og aðr-
ar í smíðum. Eftir endilöngu sýn-
ingarsvæðinu verður ein aðal-„þjóð-
braut" og við hana verða þær 25
byggingar, sem mest ber á á sýn-
ingunni. Meðfram hrautinni verður
ennfremur fjöldi allskonar högg-
mynda eftir fræga listamenn, fimm
tjarnir hafa verið búnar til á sýn-
ingarsvæðinu og fimm fossar, en gos
brunnar eru þar svo hundruðum
skiftir. Fjöldi trjáa hefir verið gróð-
ursettur til prýði. Aðalljrautin liefir
stefnu á Frelsisstyttuna, sem stend-
ur á hólma í innsiglingunni að
borginni. En fyrir enda þessarar að-
alæðar sýningarsvæðisins stendur
65 feta há stytta af George Washing-
ton, eftir myndhöggvarann James
Earle Fraser. Bak við hana verða
fjórar standmyndir sem tákna eiga:
ritfrelsið, trúmálafrelsið, samkomu-
frelsið og málfrelsið. Þær verða
gerðar af myndhöggvaranum Leo
Friedlander.
Arthur Hays Sulzberger, aðal-
ritstjóri „New York Times“ bar fyrst
ur fram hugmyndina um þessar
myndir og gerði það með þessum
forsendum:
„Ef við táknmynduðum liinar
fernu tryggingar fyrir þjóðfjelags-
legu frelsi, gætum við gefið þeim
miljónum manna, sem sækja sýn-
inguna gagnlega áminningu í sögu.
Aminningu um það, að prentfrelsi,
trúfrelsi, samkomufrelsi og inál-
frelsi eigum við Ameríkumenn að
þakka hið sterka þjóðræði vort.
Meðan þessar fjórar tegundir frelsis
eru hyrningarsteinninn undir stjórn-
skipun okkar getum við óttalaust
horfst í augu við hvaða vandamál,
sem úrlausnar krefst.“
Táknmyndir prent-, trú og sam-
komufrelsis verða kvennamyndir, en
táknmynd málfrelsisins verður af
karlmanni. Meðal annara högg-
mynda, sem eftirtekt munu vekja á
sýningunni er hópmynd eftir negra-
konuna Augustu Savage, sem á að
tákna þýðingu svertingja fyrir hljóm
listarlífið.
FYJÓLFUR KÁRSSON.
Framh. af bls. 3.
ög var örendur. Lofuðu liana-
menn hans þá þegar hreysti
hans, svo og Sturla, er þeir
sögðu honum hverja vörn hann
hefði veilt. En Brandur sá, er
hjó undan honum fótinn, orti
lof um hann, og mun Eyjólfs
Kárssonar minst meðan áræði
og karlmenska er i irietum
hjá Islendingum.
Málverkasýoing
Agnete og Sveins Þórarinssonar.
Undanfarna daga hafa þau hjón-
in Agnete og Sveinn Þórarinsson
liaft málverkasýningu í Markaðsskál-
anum Hafa þau haft málverkasýn-
ingar fyr hjer í bænum, en fullyrða
má að þessi er þeirra langfremsi.
Á sýningunni eru um sjötiu mál-
verk, flest landslagsmyndir.
Margar myndir eru úr íslensku
atvinnulífi og gömlum þjóðháttum
til sveita og ennfremur nokkrar
mannamyndir.
Mesta athygli á sýningunni vekja
hinar tigulegu myndir af Dettifossi,
hinum „ægilega, undrafríða" fossi i
átthögum Sveins, og þá má ekki
gleyma hinu mikla málverki Lesta-
ferð, sem allir sýningargestir hljóta
að staðnæmast lengi við.
Það er ánægjulegt að sjá hve
þessi málverkasýning er þjóðleg, og
hve vel þeim hjónunum lætur að
draga fram sjerkenni þjóðarinnar í
atvinnuháttum. Má i því sambandi
minna á myndir eins og Heyskapur,
Bjettadagur, Ullarþvottur, Rakslr-
arkonur o. fl.
Reykvíkingar ættu að fjölmenna
á þessa sýningu, því að hún á það
sannarlega skilið, svo vel sem lil
hennar er vandað.
List þeirra hjóna verðskuldar al-
hygli allra listelskra manna og við-
urkenningu þjóðarinnar fyrir ágæt
verk.