Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1938, Page 7

Fálkinn - 19.11.1938, Page 7
F Á L K I N N 7 Eyjan Capri er eiyi aðeins talin ein af allra fegurstu eyjum í Miðjarðar- hafi heldur er hún jafnframt afar- auðug af fornmenjum. Eyjan er rúmir 10 ferlcm. að stærð, en um 7000 manna lifir þar. Tveir smá- bæjir eru á eyjunni, Capri og Ana- capri. Frægust er Capri fyrir Blá- helli sinn, sem er svipaður Kletta- helli í Vestmannaeyjum. — En þarna á Capri dvaldi Tiberius keisari öllum stundum og er sagt, að hann hafi látið reisa 12 hallir á Capri. Ein þeirra hefir verið grafin upp á síðustu árum, sú stærsta, og sjást lijer á myndinni til hægri súlnabrot úr anddyri þeirrar hallar. Maðurinn á myndinni að neðan gel- ur brælt sundur 35 cm. þykkan járnbita á 5 sekúndum, með acetyl- enloga, en til þess að standast neistu flugið verðiir hann að vera í asbest- fötum. Slóvakar eru næststærsti þjóðflokk- urinn í Tjekkoslóvakíu og fyrver- andi forsætisráðherra landsins, Mil- an Hodza er Slovaki. Halda Slovak- ar fast við fornar venjur í öllum háttum sínum og nota m.a. þjóðbún inga, sem þykja fagrir og eru afar iburðarmiklir, með skrautlegum út- saumi og fögrum litum. Sjest slov- akisk sveitakona hjer á myndinni að ofan, ásamt dóttur sinni. Páskaliljurnar þykja ómissandi skrautblóm erlendis og þær blómg- ast svo snemma, að þær eru að jafn aði í fullum blóma um páskana, þar sem þær eru ræktaðar erlendis og stafar nafnið af því. Garðrækt- armennirnir hafa miljónir af þeim fullþroska um páskana og eru það ekki smáræðis verðmæti sem þessi blóm hafa. Hvað halda menn til dæmis að þessar liljur, sem sjást hjer á myndinni til vinstri mundu kosta. Myndin er frái Cornwall í Englandi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.