Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 2
F Á L K I N N Leikf.jelaginu, svo að Reykjavikur Annáll varð að hætta sýningum, vegna þess að húsið fjekst eigi. Þrátt fyrir hinar mörgu sýningar i fyrra vetur, komst fjöldi fólks aldrei til að s'á leikinn, enda þótt það hefði ætlað sjer að gera það. Öliu þessu fólki gefst nú kostur á að sjá hann, en áhorfendur frá þvi í fyrra eiga þangað einnig erindi, því að texta leiksins hefir verið breytt all- GAMLA BÍÓ Enska lárviðarskáldið Rudyard Kipling, sem dáinn er fyrir skómmu skrifaði endur fyrir löngu mjög merka skáldsögu um sjómannalíf. Lætur hann hana gerast að mestu leyti á hinum frægu, fjölsóttu og fiskiauðugu miðum i kring um New- Foundland. Sagan heitir Hetjur hafsins, og lýsir hinu erfiða og hættufulla starfi sjómannanna á bylgjum hafsins, hinu frábæra þreki þeirra og hreysti er varla á sinn líka. Fiskiveiðarnar við New-Found- lend voru í þann tíð, sem Kipling skrifar bókina aðallega stundaðar á litlum „dorium" (flatbotnuðum, hreiðum róðrarbátum), er stóðu í sambandi við stærri skip (skonn- ortur). Dauðinn heimtar altaf sínar mörgu fórnir meðal sjómanna — og oft er teflt um líf og dauða. — Oft tekur ein ferð tvo til þrjá mán- uði, svo að aldrei er komið i land, því aldrei má halda heim fyr en lestarrúm skonnortunnar eru full. — Metro-Goldwyn kvikmyndaleik- fjelagið hefir nýlega látið gera kvik- mynd eftir fyrnefndri sögu Kiplings, og ætlar Gamla Bíó að sýna liana næstu daga. Mun myndin vera ein af fremstu myndum, er hjer hafa sjest lengi og ættu sem fæstir að láta þessa mynd fara fram hjá sjer. — Hún er leikin af mörgum ágæt- um leikurum, en þó er leikur undra- drengsins Freddie Bartholomew al- veg sjerstaklega eftirtektarverður, og ennfremur fer Spence Tracy afburða vel með hlutverk sitt. Höfuðpersóna myndarinnar er drengurinn Harvey. Hann er sonur vellauðugs fjesýslumanns, og upp- eldi hans hefur alveg mishepnast. Móðir sína missir hann i fyrstu bernsku og faðir hans er alt of önn- um kafinn til að geta sint drengnum. — Drengurinn er í mesta máta skemt barn, eiging'arn og fullur af drotnunarsýki og öðrum- miður góð- um eiginleikum. Faðir hans mokar i hann peningum, og drengurinn heldur að hann eigi allan heiminn. í skólanum drýgir hann ýms strákapör og tekur ekki tillit til neins nema sín sjálfs. — Faðir hans fer með drenginn áleiðis til Evrópu, en þegar skipið er á leið sinni yfir New-Foundlands fiskisviðin dettur drengurinn fyrrn borð, og er bjargað nokkrum mínút- um síðar, þegar hann er nær dauða en lífi, af portúgölskum sjómanni, sem var þar nærri á „doriunni" sinni. — Nú fær drengurinn að kynnast hinu erfiða lífi sjómann- anna, sem er í allmikilli andstöðu við það lif, er drengurinn hafði þekt. — Sjómönnunum tekst að gera mann úr stráknum. — Myndin á er- indi til margra, og ekki síst til for- eldra er ekki vilja að börn þeirra dýfi hendi í kalt vatn. — 1 stuttu máli ágæt mynd og þörf! Reykjavikur Annáll h.f. Fornar dygðir. Friðfinnur Guðjónsson og Gunnjiór- un Halldórsdóttir. möguleiki á skrifstofu Fjáraflaplans- nefndar ríkisins, hinn þriðji á ,.speakeasy“ i New York og fjórði möguleiki á flugvellinum við Laug- arvatn. Efnið er svo kunnugt, að þess gerist engin þörf að rekja það hjer. Efumst vjer og eigi heldur um, að hin ágséta ríkisstjórn vor nmni gtra nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fylgia fram hinu snjalla „fjáraflaplani“, sem höfundm „Fornra dygða“ hafa lagt henni upp i hendurnar af hugkvæmni sinni — og fyrir ekki neitt. Leikendur eru allir sömu sem áð- ur að þvi undanteknu, að ungfrú Arndis Björnsdóltir leikur nú hlut- verk það, er frú Magnea Sigurðsson hafði í fyrra. Aðrir leikendur eru Fiiðfinnur Guðjónsson, Gestur Páls- son, Gunnþórunn HalIdórsdótHr, Tryggvi Magnússon, Haraldur Á. Sig- ui ðsson, Sigrún Magnúsdótlir, Láras Ingólfsson og Alfred Andrjesson, Framh. á bls. 15. Sigrún Magnúsdóttir. verulega, þótt uppistaða hans sje liin sama. Helstu breytingar eru þær, að hreytt er samtölum eða bætt inn í á nokkurum stöðum, svo sem i hinum bráðskemtilega milliþætti, þar sem þeir herrar Eldbrandur og Slagbrandur ræðast við, er þeir eru að fiska út um kýraugun á strand- ferðaskipinu „Baulu“, þar sem talin eru kjörorð þau, sein ýmsir merkis- menn hafi nýlega valið sjer o. fl., og loks eru öll kvæðin og söngvarn- ir nýir nema einn. Annars er gang- ur leiksins sá sami sem áður. Er hann í fjórum möguleikum (þáttum). Gerist hinn fyrsti um horð i strand- ferðaskipinu „Baulu“, á leið frá Búðardal til Reykjavikur, annar Siðastliðið þriðjudagskvöld fór fram frumsýning á þessum vetri á hinum góðkunna gamanleik „Forn- um dygðum“, sem bæjarbúar hafa beðið með óþreyju að fá að sjá aft- ur í nýrri og breyttri mynd. „Forn- ar dygðir" voru leiknar í þrjátiu og eitt skipti í fyrra vetur, og var enn full aðsókn að þeim, er hætta varð sýningum. Var þá komið fram í maímánuð, og voru Reumertshjón- in hjer þá og höfðu sýningar með Leiksviðið í 3. þætti: /í kránni í New York. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga ld. 10-12 og 1-G. Skrifstofa í Oslo: Antoíi Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern iaugard. Áskriftarverð er kr. 1,50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. Herbertsprent. Skraddaraþankar. Plága atvinnuleysisins er íarin að teygja svarta loppuna yfir ísland, það er að segja íslenska kaupstaði. I sveitunum er öðru máli að gegna, því að þar bíða verkefni, sem vanl- ar fólk. Þetta er ein afleiðingin af hinum miklu fólksflutningum til kaupstað- anna. Mikill hluti starfsins í kaup- slöðunum er árstíðabundin vinna, i Iteykjavík er það vetrarvertíðin, sem er aðal starfstíminn og atvinnuleysis gætir þar heldur ekki á sumrum vegna þess að þá leitar fólkið það- an til síldarúlvegsins eða i sveitirn- ar. Það er einkum haustið og vetur- inn fram að vertið, sem örðugast er viðfangs. Suinum nægir sumaraflinn til þess að fleyta fram lífinu fyrri hluta vetrarins, en aðrir hafa engan afgana frá sumrinu og verða að leita á náðir bæjarfjelagsins, sjálfum sjer til ama og öðrum til byrði. í haust sem leið og mestan liluta vetrar fram að nýári, var svo ein- muna góð tíð á Suðurlandi, að oftasl var hægt að vinna að jarðabótum. Samtímis gekk fjöldi ungra manna atvinnulaus í höfuðstaðnum. Það var siður áður, að hændur fengu sjer ,,haustmenn“ til jarðabóta og ann- ara starfa, en nú er það að leggjast niður, þrátt fyrir það að ekla á starfandi fólki hefir aldrei verið meiri en nú. Vinnuaflið er orðið svo dýrt, að bændur rísa ekki undir því að fá sjer fólk nema af sem skorn- ustum skamti, um hábjargræðistínv- ann — sláttinn. Máltækið segir, að betri sjá hálfur skaði en allur, og það hefir þótt sannmæli. En þeir sem um kaup- g'aldsfyrirkomulag fjalla liafa ekki viljað skrifa undir það boðorð. Þeir vilja einskorða kaupgjaldið, hvort það sem unnið er fyrir kaupinu er meira eða minna virði. í kenning- unni er þetta vitanlega rjett, því að vinnan er altaf vinna og það sem unnið er gerir máske alveg eins mikl ar kröfur til líkandegrar áreynslu þó það sje ekki eins arðbært og hitt, sem unnið er á mesta annatimanum. En frá hagsýnu sjónarmiði verður hinsvegar að játa, að það er betra að vinna fyrir litlu en engu, og að alt er betra en atvinnuleysið, sem drepur ekki aðeins líkamann heldur iika sálina. Vilja forustumenn verka rnanna ekki taka það til alvarlegrar alhugunar, hvort ekki sje hægt að útvega mönnum atvinnu i sveit á liaustin með lækkuðu kaupi, í stað þess að hrópa á atvinnubótavinnu eða fátækrastyrk.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.