Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 3
F Á L K 1 N JS
3
Nýjastn lislaverk Ásmundar Sveinssonar: Fyrsta hníta móöirin í. Ameríku.
Aimnndnr Sv<ki 11**011
ni^n«lliög:g:var!.
Einn af þeim islensku listamönn-
um, sem ekki hefur verið nógui
gaumur gefinn, er Ásmundur Sveins
son myndhöggvari. Hann er bónda-
sonur vestan úr Dalasýslu. Strax í
æsku bar á mjög ríkri listhneigð hjá
honum. Skar liann þá oft út í trje
og stein í tómstundum sínum.
26 ára gamatl rjeðst liann til utan-
farar og var fyrst einn vetur í
Kaupmannahöfn. En fór þaðan til
Stokkhólms og innritaðist á kunst-
akademíið, þar sem hann stundaði
nám í sex ár. Einn af kennurum
hans þar var hinn víðfrægi mynd-
höggvari Milles, sem gert hefur inörg
af frægustu minnismerkjum, er Sví-
ar hafa látið reisa. Eftir Svíþjóðar-
dvölina fór hann lil París og var
þar í þrjú ár við framhaldsnám.
Ásmundur kom heim til íslands
skömmu fyrir Alþingishátíðina og
hefur dvalið hjer heima að miklu
leyti siðan. Ásmundúr býr og hefur
vinnustofu á Freyjiigötu 41 hjer i
bænum. Kona hans Gunnfriður Jóns-
dóttir úr Húnaþingi vinnur þar á-
samt manni sínum, því að hún er
góður myndhöggvari.
„Fálkinn" hefur áður birt myndir
af sumum eldri listaverkum Ás-
mundar. Kunnust af þeim eru Sæ-
mundur á selnum og Víkingurinri,
sem hæði liafa verið sýnd í París.
Fleiri verk Ásmundár hafa verið
birt í blöðum og tímaritum ásaml
góðum dómum um þau.
Síðastliðið misseri hefur listamað-
urinn unnið af miklu kappi að stór-
slegnu verki, sem steypt hefir verið
í gips og hann kallar „Fyrsta hvíta
móöirin í AmeríkuEn fyrsta hvita
móðirin í Ameriku er Guðríður,
kona Þorfinns Karlefnis, er ól þar
manni sínum son, er hlaut nafnið
Snorri. Þetta listaverk er nú á leið-
inni til Ameríku, þar sem það verð-
JárnsmiÖurinn.
Listsaumað veygteppi
Frú Þórdís Egilsdóttir frá ísafirði
hefur undanfarna daga haft sýningu
á tveim listsaumuðum veggteppum á
Skólavörðustíg 21 hjer i bænum.
Bæði eru teppin hin mestu lista
verk og bera vott um frábæran hag-
leik frú Þórdísar, sem hefir saumað
þau.
Bæði sýna teppin íslenskt atvinnu-
líf eins og það leit út á íslenskum
sveitabæjum á síðari hluta 19. aldar.
Sýnir annað teppið íslenska kvöld-
vöku i sveitabaðstofu eins og hún
tíðkaðist fyrrum. Þar eru allir að
verki. Húsbóndinn les sögur fyrir
hitt heimilisfólkið, sem er önnum
kafið við ullar- og tóvinnuna. Bað-
stofuteppið er saumað eftir teikn-
ingu Ríkarðs Jónssonar listamanns
og var það tilbúið frá hendi frú
Þórdisar fyrir alþingishátiðarárið,
og var sýnt á Landsýningunni og
hlaut þar hið mesta lof. Hitt vegg-
teppið sýnir sveitabæ að sumarlagi
og fólkið önnum kafið við heyvinn-
una. Fyrir ofan bæinn rís fjallið hátt
og sviptígið og til vinstri handar
veltist hvitfyssandi áin niður hlíð-
arnar. Fólkið vinnur í ákafa í þur-
heyinu á túninu, rakar saman, saxar
föng, sætir, bindur og flytur heim.
Gera má ráð fyrir að þetta teppi,
sem er miklu nýrra, muni vekja
meiri athygli en hitt, þó að það sje
prýðilega gert. Teikningu að þessu
teppi hafa þeir gert í fjelagi Bíkarð-
ur Jónsson og Gunnar Klængsson
teiknikennari á ísafirði.
Þess skal getið hjer, að frú Þór-
dís hefur ekki aðeins saumað teppin
heldur hefir hún unnið að öllu leyti
í þau. Hún hefir spunnið bandið úr
islenskri ull og litað það ýmiskomr
jurtalitum.
Bæði teppin eru talandi vottur um
hve ágætar hannyrðakonur vjer eig-
um og um leið hve góð listaverk má
gera úr íslenskri ull, ef vandvirkni,
smekkur og hagar hendur fara með
hana.
ur sýnt á Heimssýningunni miklu er
lialdin verður í New York á næsia
ári og íslendingar taka þátt í.
Tvö önnur listaverk Ásmundar
hafa verið send vestur um liaf, til
sýningar. — Eru það listaverkin tvó
sem áður er um getið í þessari grein.
Líkneskið Fyrsta hvíta móöirin i
Ameríku er tiguleg konumynd i forn-
búningi, styður hún annari hendi á
drekahöfuð víkingaskipsins, sem
myndar fótstallinn, en á vinstri öxl
hennar stendur litill drengur. Fyrsli
innfæddi, hviti maðurinn í Ameríku.
Líkneskið má sjá á vinnustofu Ás-
mundar i mjög smækkaðri mynd.
Ásmundur Sveinsson hefur einnig
nýlega lokið við aðra stórfenglega
höggmynd: Járnsmiöurinn, sem hjer
er birt mynd af. Er það táknræn
mynd. Hinn tröllslegi járnsmiður er
imynd vjelaaldar nútimans með hina
miklu ytri orku og hin undraverðu
afköst, en hinsvegar ber svipur ris-
ans vott um andtega deyfð. Þetta
listaverk ráðgerir listamaðurinn að
steypa í mjög stækkaðri mynd innan
skamms, ef honum vinst tími til.
Ásmundur Sveinsson er einn af
hinum kyrlátu i landinu. Hann er
mikill iðjumaður og trúr listinni, en
gjörsneyddur því að vilja auglýsa
verk sín með neinum gyllingum
svo að þau hljóti meiri sölu fyrir.
Ein allra erfiðasta járnbrautarlagn
ing, sem dæmi eru til um, fór fram
í Andesfjöllunum frá 1871 til 1891.
Fyrstu 280 kílómetrana þurfti að
gera 132 brýr og jarðgöng. Fyrstu sjó
árin, sem verkið stóð yfir dóu 7 af
hverjum 8 verkamönnum, er unnu að
lagningunni.
Nýr doktor
fið Háskóla íslands.
Doktorspróf fór nýlega fram í
Guðfræðideild Háskóla íslands. —
Maðurinn sem gekk undir það var
síra Eiríkur Alhertsson, prestur á
Hesti í Borgarfirði. Ritgerðin, sem
hann varði er um guðfræðinginn
Magnús Eiríksson, sem var kunnur
lærdóms- og gáfumaður, en var
lengst æfi sinnar búsettur í Kaup-
mannahöfn. Er ritgerðin mikið verk,
hátt á fjórða liundrað siður.
Prófið fór fram í samkomusal
Stúdentagarðsins og voru margir
viðstaddir það.
Athöfnin byrjaði með því að for-
seti Guðfræðideildar, Ásmundur Guð
mundsson prófessor, talaði nokkur
orð, og gaf hann þvi næst doktorsefni
orðið, er skýrði frá tildrögum ril-
gerðarinnar og aðstæðum til að
vinna að henni.
Andmælendur voru af hálfu Guð-
fræðideildar: Magnús Jónsson pró-
fessor og Sigurður Einarsson dócent,
en úr áheyrendahóp varð enginn til
að andmæla. Andmælendur gerðu
allmiklar athugasemdir við ritgerð-
ina,- en lofuðu hinsvegar dugnað
doktorsefnis og ást hans á efni sínu.
Doktorsefnið svaraði hvorum and-
mælanda með langri ræðu og fjör-
legri. En að þvi búnu sleit forseti
prófinu, sem doktorsefnið hafði stað-
ist. Stóð það yfir nokkuð á sjöundu
ldukkustund og er lengsta doktors-
próf, sem hjer hefir farið fram.
Síra Eiríkur er fyrsti guðfræði-
doktorinn frá Háskóla íslands og
má honum vera að þvi mikill sómi,
svo erfið starfsskilyrði sem hann
hefir átt við að búa, eins og sveita-
prestar yfir höfuð.
*f» Alll með Islenskuro skipum1 »fi
Dr. med. Halldór Hansen lœknir
narð fimtugur 25. þ. m.