Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 7

Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Það vakti allmikla athygli er for- ingi franska lofthersins, Vnillemin hershöfðingi var boðinn til Þýska- lands og tekið þar með mikilli við- höfn. Var þetta tekið sem tákn samdráttar milli Frakka og Þjóð- verja, eftir hatur það sem ríkt hefir milli þjóðanna síðan á stríðs- árunum. Myndin er tekin við her- sýningu er haldin var við minnis- merki hinna föllnu í heimsstyrj- öldinni. Á miðri myndinni sjási þýski flugforinginn Milch, Vuille- min og franski hershöfðinginn /1 .v- tier, sem var fylgdarmaður Vuille- mins. Myndin að neðan er háspennustöð vísindastof'nunar hins heimsfræga danska prófessors Bohr og getur stöðin framleitt miljón volta spennu. Neðst sjásl prófessorarnir Bohr og v. Hevesy. Það þótti tíðindum sæta er Char- les Lindbergh flaug frá New York til Parísar á 33 tímum. Nú hefir fluginu fleygt svo fram, að það þótti litlum tíðindum sæta, er fjór- ir þýskir flugmenn flugu lengri leið — frá New York til Berlínar á 20 tímum, á flugvjelinni Branden- bnrg. Myndin að ofan sýnir þó að einliverjir hafi orðið til að fagna þeim. Flugmennirnir sjást fremst á myndinni og er flugstjórinn, von Moreau, lengst til hægri. Ungverjar tjetu ekki á sjer standa að „halda innreið sína“ í lönd þau, er þeir fengu dæmd af Tjekkosló- vakíu. Tók Hortliy ríkisstjóri þátt í þeirri för og reið sjálfur í broddi hersveita sinna. A myndinni t. v. sjást ungar stúlkur í bænum Kom- aron taka á möti hinum nýja þjóð- höfðingja sínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.