Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 ins — og gerði fyrstu heimskuna. í stað þess að taka alt blaðið reif hann aðeins út það blaðið, sem seg- ir frá ummælum Keswicks og þóttist liafa fyrirbygt allan grun. En jeg komst einmitt á sporið út af þessum blaðsíðum, sem vantaði í blaðið. Jeg er tortrygginn að eðlisfari og það fyrsta sem jeg gerði var að kaupa eintak af blaðinu og lesa ít- arlega síðurnar, sem hafði vantað. Jeg leitaði ekki að neinu ákveðnu, en undir eins og jeg sá frásögnina af pennyunum — og? bafði sjeð eld- liúsgólfið með öllum koparnum sá jeg að jeg var á rjettri leið. -4- í rauninni eru þetta bara til- gátur, sagði Mellanby. — Finst yður það. Munið eftir farinu út i portinu. ,lá, jafnvel þó það — - — Skiljið þjer ekki hvernig þetta hefir gerst? Appleyard dó ekki eins fljótt og morðinginn hafði húist við. Hver veil nema morðinginn hafi meira að segja heyrt AppJeyard opna götudyrnar. Hvað sem öðru leið varð hann að komast undan eins fljótt og unt var. Hann greip penny- inn og blaðið sem liann hafði riíið úr dagblaðinu og þaut út um bak- dyrnar út í portið. Þjer hafið máske veitt því athygli, að þröskuldurinn i bakdyrunum er óvenjulega hár? í flýtinum lirasaði maðurinn um þröskuldinn og misti peninginn. Hann skoppaði út í portið, maður- inn heyrði i honum liljóðið og ef til vill hefir hann eygt hann Jika i skímunni úr eldhúsglugganum. Hvernig munduð þjer stöðva pening sem veltur áfram, George? Með því að stíga á hann. — Það gerði morðinginn líka. En því miður var moldin rök og mjúk, svo að greinilegt far sást eftir skó- inn og líka eftir peninginn. — Já, það er nú gott og blessað, sagði Mellanby, en það segir okkur ekkert um hver morðinginn er eða hvar hann er niðurkominn. Hvað eigum við að gera? Jeg ætla að sima í nokkra staði og siðan förum við heim og sofum í nokkra klukkutíma. — Eigum við ekki að halda af stað og leita að ntorðingjanum? — Nei, sagði Bryson og geispaði. — Hann kemur til okkar. I^T ÁLÆGT klukkan níu um morg- uninn mætti Mellanby á litlu skrifstofunni hjá Bryson í Scotland Yard. Bryson var ekki kominn og Mellanby skálmaði óþolinmóður fram og aftur um gólfið. Hann var lögreglumaður al' gamla skólanum, skyldurækinn og áhugasamur og hann gat ekki varist að Iiugsa um, að þessi biðtimi skyldi fara til ó- nýtis. En fyrirskipun umsjónar- mannsins hafði verið stutt og skýr: — Farið þjer heim og sofið í nokkra tima, hafði hann sagt klukk- an 4 í morgun. Og hittið mig á skrif- stofunni klukkan niu. F-rir þann tinia' getum við ekki gerl neitt. Svo að Mellanby var nauðuaur einn kostur að bíða'. Bryson kom klukkan 10. Kringl- ótta rjóða andlitið var alt eitt bros er hann sá hve starfsbróðir ha s var súr á svipinn. —- Góðan daginn, George, sagði hann. Þú munt ekki hafa stigið öf- uga fætinum á undan út úr bólinu í rnorgun? Mellanby svaraði ekki l>essu óvið- ei"andi spaugi. Hvað eigum við nú að gera, un.sjónarma'f'ur? — Fáið yður sigarettu, hún róar taugarnar. Skiljið þjer — morðing- inn hefir ekki hugmynd um, að við þekkjum til sjaldgæfu peninganna frá 1884. Hann getur ekki vitað að okkur gruni, að Appleyard hafi átt einn af þessum sjaldgæfu pening- um, og að hann var myrtur vegna þessa penings. En hvað gerir morð- inginn þegar hann hefir komist yfir svona pening? — Reynir að seÞa hann. — Vitanlega. Og það eru ekki margar verslanir fyrir gamla pen- inga. Hver einasta af þessum versl- unum hefir fengið heimsókn af lög- regluþjóni um leið og hún opnaði í dag. — En ef hann fer nú til veðlánara með peningana? - Það gerir liann ekki. Munduð þjer gera það? Getið þjer hugsað yður nokkurn veðlánara, sem mundi lána 100 pund út á gamlan og slit- inn penny? Aðeins sjerverslan r, sem hafa ákveðna kaupendur, kaupa svona pening. Og það veit morðing- inn eins vel og við. í sama bili hringdi siminn á skrif- borðinu og Bryson tók hann. — Halló, hvað segið þjer — herra minn trúr — já, jeg skal koma undir eins! Það var skrítin svipur á Bryson þegar hann lagði af sjer símtólið. — Fimm manns hafa verið teknir fastir fyrir að reyna að selja penny frá 1884. Þrjár konur og tveir karl- menn. Fjórir eru á Benwell Road Station og einn á Telford Street Station. Þetta hefði jeg átt að hugsa úl í. Og klukkan ekki nema tiu, sagði Mellenby og brosti sakleysislega. —- Klukkan sjö í kvöld verður hver ein- asti fangaklefi í London setinn. Bryson var að ganga út að dyr- unum en sneri við og sagði: — Þjer hafið víst rjett að mæla. Mellanby. Og svo skellihló hann. TjEIR SEM haklið liafði verið eftir Banwell Road Station, voru all- ir látnir lausir með miklum afsök- unarbónum. Þeir höfðu allir sömu söguna að segja — þeir höfðu lesið fi'ásögnina í Evening Clarion, höfðu leitað að pennyum frá 1884 og fund- ið þá. Bryson þurfti ekki að tala nema örfáar mínútur við hvern af þessum reiðu borgurum til þess að sann- færast um, að enginn þeirra þekti neitt til morðsins á Jack Appleyard. Þegar Br.vson hafði lokið við að vfirheyra þá ók hann ásamt Mellan- by á Teleford Street Station. Lögreglulijónninn sem sat þar á fremri skril’stofunni kinkaði kolli til Bryson. — Það er enginn vafi á, að það er liann. Hann heitir Charlie Gibbs. Við þekkjum talsvert til hans. Hai.n var drykkjubróðir Jack Apple- yards, þeir voru altaf saman. Jeg hefi hringt til Scotland Yard og beð- ið þá um að bera fingraförin á hnífskeftinu saman við fingraför hans. Bryson andafi djúpt. — Hafiö þjer fingraförin hjá yður, Mellanhy? Mellanby kinkaði kolli. — Gott. Þá skulum við fara inn og tala við Charles Gibbs. Hinn grunaði hafði ekki verið settur í varðhald en sat á biðstof- unni. Lögregluþjónn hjelt vörð á ganginum fyrir utan. Góðan daginn, Gibbs, sagði Brv- son. Maðuriun gaut til hans augunum eins og mannýgt naut. Þetla var lítill krangi, með hvarflandi augu og hafði ógeðfelt viðmóti — Hvað viljið þjer mjer? Mig langar til að fá lánaðan hægri skóihn ýðar. Maðurinn horfði forviða á Bry- son, en þegar hann endurtók skipun sina, var honum naúðugur einn kost- ur að taka af sier skóinn. Bryson bar skóinn við gipssteyp- una. Hann fjell alveg við hana. í sama hili kom lö 'regluþjónn inn með skilaboð frá Scotland Yard. Það voru finaraför Gibbs, sem voru á hnífskaftinu. Bryson sneri sjer að Gibbs. —■ Það þýðir vist ekki að malda í móinn gegn fingraförunum og skó- farinu og bölvuðum penny-inum. Jeg skil bara ekki hvernig þiu fóruð að uppgötva þetta. Jeg drap Appleyard vegna þessa penny, sent je- hafði lesið um i Evening Clarion. Það var tilviljun að við sáum greinina, blaðið lá útbreitt á borðinu. Apple- yard notaði aldrei öðruvísi borðdúk. — Þegar jeg hafði stungið hann ólmaðist hann öll ósköpin svo að jeg varð að komast á burt sem fyrst. Jeg greip pennyinn og var kominn út að dyrum þegar jeg mintist dúks- ins. Ef einhver glöqgur lögreglu- þjónn sæi greinina og pennyana á gólfinu mundi hann skilja ástæð- una til morðsins. Svo tók jeg blaðið með mjer. Jeg gaf mjer ekki tíma til að tína sam- an pennyana, því að jeg heyrði að tekið var i götudyrnar. f flýtinum rak jeg mig á þröskuldinn og misti pennyinn, sem skotraðist út i portið. En jeg fann hann aftur.---------- — Hvernig? — Jeg steig á hann. Að hverju er- uð þjer að hlæja? Jeg komst undan og væri frjáls maður ef jeg hefði ekki verið tekinn i myntverslun Goldbergs. Lögregluþjónn fór með hann inn i fangaklefa. Það var meðaumkvun- arsvipur í gráum augum Brysons, er hann horfði á eftir honum. —- Veslings manngarmurinn. Hann hafði ekki hugmynd um það. ... — Um hvað? -—: Um dálítið sem mig hefir grun- að síðan alt þetta fólk var tekið fast í morgun, svaraði Bryson og fór í símann. — Halló, er það mr. Brian Kes- wick? Þetta er Bryson umsjónar- maður í Scotland Yard. Nei —■ ekk- ert í þá áttina — það var viðvikj- andi ummælum yðar um sjaldgæfa peninga í fyrradag, — pennya, sem voru slegnir 1884. — — Svo-o. Hvernig atvikaðist það? Herra minn trúr! Já, þakka yður fyrir, herra minn. Hann lagði af sjer simann og sneri sjer til Mellanby. Keswick cr fokvondur sagði hann. — Hann segir að það hafi verið skýrt algerlega rangt frá ræðn hans. Segir að blaðið eigi að birta ræðuna orðrjetta eftir handritinu biðja hann fyrirgefningar. Blaða- inaðurinn hafði tekið upp hjá sjálf- um sjer, að lagfæra ræðuna. Hann hefir nú verið rekinn. — En hvernig gat hann misskilið manninn svona herfilega. — Það er ofurlítill flugufótur fyr- ir þessu. Keswick sagði, að margir tryðu á söguna um gullbarrann og pennyana, sem voru slegnir 1884 og eftir að hafa minst á þá sögu hafði hann sagt í gamni, að 1884-j3enny væri nærri því jafngildi átta punda. — Eru þeir það? — Auðvitað. Þjer getið reiknað það sjálfur. 12 í 1884 gerir 157 shill- ings — og ef þjer deilið því með 20 koma út 7 pund og'17 shillings. — En hvernig gat blaðamaðurinii fengið 100 út úr átta? — Hann segist alls ekki hafa skil- ið þetta sem gaman — og mig furð- ar ekki á þó að hann misskildi þennan orðaleik. Honum heyrðisl Keswick segja áttatíu pund, og svo jafnaði hann það upp í liundrað. Greinin hafði ekki verið lesin yfir af ritstjórafulltrúanum áður en hún var sett — en nú hefir maðurinn verið rekinn. Mellanby þagði stundarkorn. Svo sagði hann alt i einu: — Þetta var djöfullegur leikur, gagnvart manninum, sem var drep- inn fyrir þennan eina penny. — Já, og líka gagnvart kunningja hans, sem nú verður hengdur fyrir þennan sama penny. Það er rjett hjá yður, Mellanby. Það er djöful- legur leikur. Fjársjóður Kidds kafteins. Kaupmaður i Plymouth, mála flutningsmaður í London og miðlari í Glasgow hafa myndað með sjer fjelag til þess að leita uppi fjársjóði Kidds kapteins, eins liins frægasta sjóræningja er uppi hefir verið og var liengdur í London árið 1701 fyr- ir margvísleg hermdarverk. Þykjast lieir hafa sannanir fyrir, að fjár- sjóðirnir sjeu fólgnir á Salvage-evju, fyrir sunnan Madeira og segjast hafa komist yfir svo nákvæman uppdrátt af staðnum, að þeir þykjast vissir um, að koma til baka úr ferðinni með hundrað miljón krónur að minsta kosti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.